Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI — Jú, mikið lifandis ósköp. Auðvitað er ein skýringin á þessum vandamálum offjár- festing fyrirtækja og einstaklinga. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum hafa vextir ekki haft sömu áhrif hér á landi og í flestum nágrannalöndum okkar. Menn sýnast enn ekki hafa vanist þessurn breyttu viðhorfum, sem felast í raunvöxtum, og þeim háum. Skýringin kann e.t.v. að vera sú að menn innleiddu hér á sínum tíma kerfi breytilegra vaxta, þannig að sá sem tekur lán til fjárfest- inga hefur ekki hugmynd um hvert vaxtastig- ið verður á lánstímanum. Eg hygg að ef menn vissu þegar í upphafi hverjir vextirnir verða á lánstímanum, segjum 9-10% á verð- tryggðum lánum, þá myndu margir bíða með fjárfestingar þar til vextirnir lækkuðu. Petta væri eðlilegt samhengi vaxta og fjárfestinga sem þyrfti að vera að mínu mati. Hvar sérð þú fyrir þér að ábyrgðin liggi, þegar menn ráðast í offjárfestingar? Liggur ábyrgðin eingöngu hjá skuldurunum? — Ég held að það sé engin spurning um það að lánastofnanir, þ.e. íslenska banka- kerfið, hafa ekki sinnt þeirri eðlilegu eftir- litsskyldu að kryfja til mergjar, ásamt sínum viðskiptamönnum, hvaða möguleikar séu á því að fjárfesting skili þeim arði að hún standi undir fjármagnskostnaðinum. Inná þessa braut hljóta íslensku bankarnir að fara í auknum mæli, í stað þess að einblína á veð í steinsteypu eins og verið hefur. Þáð háir hinsvegar bönkunum hvað þeir eru litlir, og e.t.v. hafa þeir þess vegna ekki nægjinlega getu til þess að veita þessa þjónustu. Bank- arnir hafa náttúrlega þurft að súpa seyðið af þessu og standa nú frammi fyrir áföllum vegna lítt ígrundaðra útlána. Ég held að þessi nýja staða hljóti að kalla á gjörbreytt vinnubrögð hjá bönkunum. Og þetta gildir um allar lánastofnanir. — í þeirri fjárfestingagleði sem einkennt hefur athafnir allra þeirra sem höndla með peninga, hvort heldur það eru einstaklingar, fyrirtæki eða hið opinbera, þá hafa menn farið langt út fyrir öll skynsemismörk hver á sínu sviði. Og eftir standa menn núna með sárt ennið. Þú segir að fyrirtæki hafi tapað stórum summum vegna þess að viðskiptavinir þeirra hafi farið á hausinn án þess að borga upp skuldir sínar. Nú er það mat margra að kröf- ur fyrirtækja og einstaklinga í þrotabú tapist að hluta til vegna þess kostnaðar sem ýmsir milliliðir, s.s. lögfræðingar, bæta við skulda- stöðu þrotabúsins. Hafið þið hjá V.S.Í. kannað þessi mál? — Nei við höfum ekki sérstaklega skoðað þessi mál, þ.e.a.s. hlutdeild innheimtu- kostnaðar. Hinsvegar er það tilfinning mín, að það sé fyllsta ástæða til þess. Það eru nefndar gríðarlega háar tölur í þessu sam- bandi. Menn eru byrjaðir að spyrja sem svo, hvort um sé að ræða eðlilegt markaðsverð á þessari þjónustu. Hvort um sé að ræða ein- hverskonar hringamyndun eða einokunar- Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa vextir ekki haft sömu áhrif hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Myndir Marisa Arason. starfsemi sem leiðir til óeðlilegra hárra þjón- ustugjalda. Þjónusta lögfræðinga getur ekki verið undanskilin gagnrýnni skoðun á hverj- um tíma, frekar en annað í þessu þjóðfélagi. Við búum við frjálsa verðmyndun á flestum sviðum þar sem ekki er um einkaleyfastarf- semi eða fullkomna markaðsdrottnun að ræða. Þetta frelsi grundvallast á þeirri sann- færingu að frjáls samkeppni skili lægstu verði og bestri þjónustu. Mér er kunnugt um að verðlagsyfirvöld hafa leitt hugann að því hvort gjaldskrár lögfræðinga og annarra sjálfstætt starfandi háskólamanna, s.s. verk- fræðinga og arkitekta, standist þessar kröf- ur. Mitt mat er það, að lágmarksgjaldskrár heilla stétta geri það ekki. Hvaða afleiðingar sérð þú fyrir þér á vinnumarkaðinum í kjölfar þess mikla sam- dráttar sem einkennir atvinnulífið? Mun t.d. kaupmáttur Iaunafólks lækka? Má jafnvel búast við atvinnuleysi? — Með hliðsjón af almennum samdrætti í atvinnulífinu, má fastlega búast við því að atvinnuleysi í janúar geti orðið um 2%. Þetta er vissulega veruleg breyting frá því sem verið hefur því á síðastliðnu ári vantaði á milli 3 og 4% á vinnumarkaðinn. Við erum þó ekki á leiðinni inn í einhverjar hörmungar á borð við það sem nágrannalöndin standa frammi fyrir í þessum efnum. — Meginforsenda þess að menn geti gert sér einhverja grein fyrir því hvernig breiðu línurnar í efnahagsmálum þjóðarinnar leggj- ast á næsta ári, er sú að menn átti sig á því hvernig atvinnustig og vinnutími verður. Við stöndum frammi fyrir ríflega tveggja vinnu- stunda samdrætti á yfirvinnu verkafólks inn- an Alþýðusambandsins fyrri helming þessa árs miðað við það sem var á fyrstu tveim ársfjórðungum ársins 1987. Þetta þýðir um 5% samdrátt í kaupi. Og 5% samdráttur í kaupi er svo stór stærð að hún hefur afger- andi áhrif á viðskiptahalla og aðrar tölulegar stærðir. Allt þjóðhagsdæmið hlýtur að koma til með að ákvarðast af einhverju mati á því sem þarna er að gerast, sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ að lok- um. Kristján Ari Þjóðhagsstofnun Samdráttur Útlitið jafnvel dekkra á höfuðborgarsvœðinu Veruleg umskipti hafa orðið á vinnumar- kaðinum frá því í vor, dregiö hefur úr þenslunni og snarlega hefur dregið úr eftir- spurn eftir vinnuafli, t.d. er talið að um 500 stöður séu ófylltar í samanburði við 3000 í vor, samkvæmt könnun sem Þjóðhags- stofnun og Atvinnumáladeild félagsmálar- áðuneytisins gerði á dögunum hjá um 200 fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum landsmanna. Einnig er Ijóst að samdráttur- inn er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Samdráttareinkennin koma víða fram í könnuninni; fyrirtæki í verslun, samgöng- um og veitingastarfsemi vilja fækka starfs- fólki. Þó skortur sé enn á fólki í fiskvinnslu á landsbyggðinni hefur starfsmannafjöldi þar dregist verulega saman. Víða vantar sérhæft starfsfólk og ber stundum á því að ófaglært starfsfólk hafi verið ráðið í staðinn og er þetta áberandi í starfsemi sjúkrahúsa, segir í frétt frá Þjóðhagsstofnun. Fyrirtækin voru einnig spurð um væntan- legar breytingar og æskilegan starfsmanna- fjölda og komu fram vísbendingar um að starfsmönnum muni fækka í heild um 2% miðað við stöðuna í septemberlok, þannig að fyrirtækin gera ráð fyrir áframhaldandi minni eftirspurn eftir vinnuafli. Þá kom í ljós að samdráttareinkennin eru sterkari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þannig var fjöldi starfs- manna sem sóst var eftir á höfuðborgar- svæðinu í októberbyrjun 1987 1500 og á landsbyggðinni 1450. í októberbyrjun 1988 var hins vegar sóst eftir 450 á landsbyggð- inni en einungis 50 á höfuðborgarsvæðinu. í aprílbyrjun sl. vor var sóst eftir 1400 manns á höfuðborgarsvæðinu en 1500 á landsbyggðinni, þannig að umskiptin hafa verið mjög snögg. — óg 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.