Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 35

Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 35
VIÐSKIPTI SAMANBURÐUR A SOLUVERÐISKRIFSTOFUHUSNÆÐIS OG ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS1983-1988 (Reiknað áföstu verðlagi. Meðalverð = 100 allt tímabilið) IBUÐARHUSNÆÐI OG ATVINNUHÚSNÆÐI Þaö er útbreidd skoöun aö söluverö at- vinnuhúsnæöis og íbúöarhúsnæöis þróist með hliðstæðum hætti. Þegar litið er á langt tímabil helst verðþróun þessara ólíku fasteigna í hendur. Annaö er uppi á tening- num þegar litiö er á skemmri tímabil. Þó ótrúlegt kunni aö virðast er atvinnuhúsa- markaðurinn mun sveiflukenndari. Að mörgu leiti er hann einnig óræöari. í mynd- inni hér á eftir er aö finna samanburð á söluverði íbúöarhúsnæöis og skrifstofu- húsnæöis á höfuðborgarsvæðinu. Sölu- verð er reiknað á föstu verölagi miðað viö lánskjaravísitölu. Meðalverð árin 1984 til 1988 hefur verið sett 100 stig bæði fyrir atvinnuhúsnæðið og íbúðarhúsnæðið. Mönnum hefur orðið tíðrætt um miklar hækkanir á íbúðaverði. Myndin sýnir að þær verðsveiflur voru smávægilegar sam- anborið við það sem gerðist með skrif- stofuhúsnæði. að endurskoða veðmat sitt og taka upp að- ferðir sem reynst hafa vel í öðrum löndum. ENDURSKOÐA ÞARF REGLUR UM NAUÐUNGARSÖLUR Þegar vanskil verða á lánum kemur að því að lánveitendur ganga að veðum sínum og krefjast þess að fasteignirnar séu seldar á nauðungaruppboði. Á nauðungaruppboði eru eignir almennt slegnar hæstbjóðanda. Hér á landi taka uppboðshaldarar oft mjög lágum boðum. Þess eru dæmi að eignir hafi verið seldar fyrir hálfvirði eða lægri fjárhæð. Víða erlendis er opinberum aðilum óheimilt að selja fasteignir á uppboði fyrir of lágt verð. í Bandaríkjunum þekkist til dæmis að á opinberu nauðungaruppboði rnegi ekki taka boði sem er lægra en 2/3 af markaðsverði. Miðað við reynslu síðustu ára er brýnt að fylgt verði svipuðum reglum hér á landi. Þegar mikið liggur við og selja verður eign með skömmum fyrirvara er það ekki talin frjáls sala heldur nauðungarsala jafnvel þó hún fari fram á fasteignasölu. Fyrir eignir sem seldar eru nauðungarsölu fæst lágt verð. Ekki er óalgengt að þær seljist 20% til 40% undir markaðsverði. Nú er mikið framboð á fasteignamarkaði. Boðið er fram húsnæði sem svarar líklega til 67 mánaða sölu í meðal- ári. Mörg fyrirtæki eru að reyna að bjarga fjármálum sínum með því að selja eignir til að losa fjármagn. Þau hafa skamman tíma til sölunnar og verða oft að sætta sig við verð sem er lægra en markaðsverð. Ganga má út frá því að nú sé nokkuð um „þvingaðar söl- ur-‘ af þessum toga. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Algengt er að verð atvinnuhúsnæðis hækki umfram almennar verðhækkanir í upphafi árs. Hins vegar er það sjaldgæft á síðustu mánuðum ársins. Af þeim sökum er ekki að vænta marktækra breytinga á sölu- verði atvinnuhúsnæðis fyrr en kemur fram í fyrsta ársfjórðung næsta árs. Þegar verð- hækkanir hefjast geta hins vegar orðið tals- verðar sviptingar. Söluverð atvinnuhúsnæð- is breytist oft fyrirvaralítið. Markaðurinn er óstöðugur og kaupendur stjórnast gjarnan af tilfinningu. Ef aðstæður eru hagstæðar getur markaðurinn náð fyrri stöðu á skömmum tfma. Nægir að nefna árið 1984 til staðfest- ingar. Þá hækkaði verð atvinnuhúsnæðis um 25% -30% reiknað á föstu verðlagi eftir langt samdráttarskeið. Ekki er þó unnt að segja að útlitið sé bjart fyrir verslunar- og skrifstofu- húsnæði á næstu mánuðum. Stórar skrif- stofubyggingar verða teknar í notkun með vorinu þegar Sambandið flytur skrifstofur sínar og ráðuneytin taka Sambandshúsið í notkun. Við það losnar mikið húsnæði. Fyrstu mánuðirnir 1989 verða afgerandi um framhaldið. Ef söluverð skrifstofuhúsnæðis hækkar ekki á tímabilinu janúar til mars get- ur ástandið orðið hið versta í áratug. Lítil von er til þess að almennt verslunar- húsnæði hækki í bráð meira í verði en skrif- stofuhúsnæði. Gott verslunarhúsnæði mun hins vegar halda verðmæti sínu betur. Horf- urnar eru bestar fyrir iðnaðarhúsnæði þó það muni sennilega ekki hækka mikið. í Reykja- vík er vöntun á góðum byggingarsvæðum fyrir iðnaðarhúsnæði. Nágrannasveitarfé- lögin, sérstaklega Kópavogur, bjóða hins vegar upp á betri kosti. Fyrir lánastofnanir eru horfurnar síður en svo jákvæðar. Áhrifa lækkandi fasteignaverðs og greiðsluerfið- leika fyrirtækja mun sennilega gæta í afkontu þeirra á þessu ári og því næsta. Hvort þær geta unnið upp tap sitt með því að hækka vexti eða á annan hátt verður reynslan að leiða í ljós. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur 35

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.