Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 53
ERLENT Thatcher um framtíð Evrópu: Bandaríki Evrópu ekki til umræðu I september síðastliðnum hélt Margaret Tha- tcher forsætisráöherra Bretlands ræöu í Evrópuháskólanum í Bruges í Belgíu þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um framtíö Evrópu. Hún hafnaði afdráttarlaust hug- myndum um stjórnmálalega og efnahagslega sameiningu Evrópu, en hvatti þess í stað til náinnar samvinnu þjóðanna sem „sjálf- stæðra og fullvalda ríkja“. Þau ættu að byggja upp Evrópubandalagið með það að leiðarljósi að örva einkaframtak og frjálsa verslun landa á milli. Ræða Thatchers hefur hleypt nýju lífi í umræður um framtíð og markmið Evrópu- bandalagsins. Þetta er þeim mun brýnna mál sem nær dregur 1992, en þá ætla aðildarríkin tólf að afnema hömlur á viðskiptum sín á milli og mynda með sér sameiginlegan mark- að. Thatcher telur það „afar skaðlegt" að reyna að bæla sjálfstæði þjóða og safna vald- inu saman í evrópska ríkjasamsteypu. Evr- ópa sækir einmitt styrk sinn í fjölbreytni þjóðanna, sem hver hefur sína siði, hefðir og einkenni. „Það væri heimska að reyna að móta þær eftir einhvers konar samevrópsk- um persónueinkennum.“ Bandaríki Evrópu eru ekki til umræðu að hennar áiiti. Tryggð og hollusta fólks er við þjóðina, ekki ein- hverjar stærri heildir. „Það er kaldhæðnis- legt“, segir Thatcher, „að einmitt þegar þjóðir á borð við Sovétmenn, sem hafa reynt að stýra öllu með einni hendi, eru að verða þess áskynja að árangur næst aðeins með því að draga úr miðstjórnarvaldinu, þá vilja sumir innan Evrópubandalagsins fara í gagn- stæða átt. Sá góði árangur sem náðst hefur í Bretlandi við að vinda ofan af ríkisvaldinu er til lítils ef á að færa það út aftur með evrópsku stórríki sem stjórnað er frá Brus- sel.“ Evrópa opnist fyrir einkaframtakinu Thatcher vill fara aðra leið. Hún vill sjá Evrópu sem þróttmeiri heild með skýr sam- eiginleg markmið án þess að miðstjórnar- valdið í höfuðstöðvum bandalagsins í Brus- sel sé aukið. í ræðunni setti hún fram fimm meginreglur sem móta ættu samskipti Evrópuríkja: *Þjóðir Evrópu hafi virka samvinnu sín á milli sem „fullvalda og sjálfstæð ríki“. A Neikvæð afstaða Thatchers til samein- ingar Evrópu mælist misjafnlega fyrir í Bretlandi. Róttæklingar til hægri og vinstri styðja hana þó heilshugar. sviði verslunar, varnarmála og samskipta við aðra heimshluta skilar samvinna betri ár- angri en þegar þjóðir vinna hverjar í sínu lagi. *Leita verður hagnýtra lausna á vanda- málum Bandalagsins. Ef einhver stefnumið reynast röng og óhagkvæm í grundvallar- atriðum verður að breyta þeim. Til dæmis er ekki rétt að verja helmingi af tekjum Banda- lagsins til að geyma og losna við matvæli. Landbúnaðarstefnan er enn „þunglamaleg, óhagkvæm og óhóflega kostnaðarsöm." *Fyrirtækin þarf að örva til framkvæmda svo að Evrópa dafni og atvinnutækifærum fjölgi. Megintilgangurinn með áætluninni um Evrópu sem eitt markaðssvæði 1992 er að opna álfuna fyrir þessu framtaki. Með því að afnema hömlur og veita fyrirtækjum at- hafnafrelsi um alla Evrópu erm við sterkari í samkeppninni við Bandaríkin, Japan og önnur öflug ríki. Þetta þýðir ekki meiri mið- stýringu heldur þvert á móti frjálsari mark- að, aukið val neytenda og minni ríkisaf- skipti. Thatcher hvetur Evrópulönd til að feta í fótspor Breta, opna markaði sína og leyfa frjáls peningaviðskipti milli landa. Varðandi peningastefnuna skiptir ekki mestu máli hvort stofnaður sé sameiginlegur seðlabanki, heldur að Bandalagið beiti sér fyrir raunsæjum og knýjandi umbótum: óheftum fjármagns- og gjaldeyrisviðskiptum milli landa og frjálsum markaði á sviði fé- sýslu, bankaviðskipta, trygginga og fjárfest- inga. *Evrópa á ekki að grípa til verndarstefnu gagnvart ríkjum utan Bandalagsins, heldur að stuðla að afnámi hvers konartakmarkana á viðskiptum með alþjóðasamningum. *Evrópa verður að halda áfram að tryggja varnir sínar með öflugri þátttöku í NATO. Evrópuríki þurfa að ieggja meira af mörkum til eigin varna og „verða að sýna almenningi að það er ekki endalaust hægt að láta aðra um varnir okkar.“ Misjafnar viðtökur Framtíðarsýn Thatchers hefur hlotið mis- jafnar viðtökur. Fylgismenn voldugs Evrópubandalags hafa fundið henni margt til foráttu og telja hana „neikvæða í garð Bandalagsins“. Leo Tindemans, utanríkis- ráðherra Belgíu, sagði að ræða Thatchers væri „fallegt bókmenntaverk", en þegar hún sæi nauðsyn breytinganna myndi hún verða sveigjanlegri. Boðskap Thatchers mátti skilja sem sneið til Jaques Delors, forseta Evrópubandalags- ins. Hann hefur spáð því að vald þjóðþing- anna muni færast til stofnana Evrópubanda- lagsins, þannig að innan 10 ára verði 80% af löggjöf á sviði félags- og efnahagsmála sett í Brussel. Þegar Delors heimsótti þing breska Alþýðusambandsins snemma í september hvatti hann til að Bandalagsþjóðirnar mót- uðu sameiginlega stefnu um réttindi verka- fólks. Fékk hann glimrandi undirtektir, því verkalýðshreyfingin telur að slík samræming muni auka réttindi breskrar alþýðu. í ræðu sinni sagði Thatcher að nýjar reglur sem leiddu til óhagkvæmni, aukins kostnaðar og ósveigjanlegri vinnumarkaðar væru óþarfar og beindi greinilega máli sínu til Delors. Heimafyrir hefur íhaldsflokkurinn stutt boðskap Thatchers, en Verkamannaflokk- urinn hefur h'tið látið uppi um afstöðu sína. Þó er uppi sú skrýtna staða, að sumir róttæk- ir vinstrimenn taka undir aðvörunarorð for- sætisráðherrans um valdasamþjöppun og skerðingu á þjóðlegu fullveldi, en auðvitað á allt öðrum forsendum en Thatcher gerir. Af- staða atvinnurekenda er tvíbent. Margir þeirra hugsa sér gott til glóðarinnar þegar á kemst eitt markaðssvæði fyrir Bandalagsrík- in 1992 og sjá þar aukið svigrúm fyrir bresk fyrirtæki. John Hoskyns framkvæmdastjóri eins stærsta félags atvinnurekenda, Institute of Directors, hefur þó lýst áhyggjum yfir að of mikil völd verði dregin undir aðalstöðv- arnar í Brussel og að opinbert eftirlit og stýr- ing efnahagslífs færist í aukana. Andstaða Thatchers við evrópskan seðla- banka hefur verið gagnrýnd, utanlands og innan. Bæði The Financial Times og The Times benda á, að kostir sameiginlegs mark- aðar verða ekki nýttir nema stöðugleiki og samræming í gengismálum sé tryggð, en slíkt sé helst á færi eins seðlabanka fyrir aðildar- ríkin öll. Af öllu þessu sést að á næstunni mun reyna mjög á samningsvilja innan Evrópubandalagsins ef ná á tilætluðum ár- angri með 1992-áætluninni, sem er að öll rík- in myndi eitt og sama markaðssvæðið. Guðmundur Jónsson/Lundúnum. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.