Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 54
ERLENT
Mafíustarfsemi á frjálsum markaði
Veitingastaður í einkaeign í Sovétríkjunum.
Svo virðist vera sem frjálslynd-
is- og umbótastefna Mikhails
Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkj-
anna, hafi leyst áður óþekkt öfl
úr læðingi og sett stjórnvöld í
vanda. Skipulögð glæpasamtök í
líkingu við Mafíuna eru í síaukn-
um mæli að hasla sér völl samfara
því að einkarekstur fyrirtækja
hefur verið leyfður að hluta. Á
skömmum tíma hafa hundruð
smáfyrirtækja verið stofnsett
víðsvegar í Sovét sem telja sig
geta boðið uppá betri þjónustu
og vörur heldur en stjórnvöld.
Stjórnvöld hafa leyft rekstur
þessara þjónustufyrirtækja, en
hins vegar hafa engin lög verið
sett til að vernda starfsemi
þeirra, hvorki gagnvart glæpsam-
legum viðskiptaháttum né öðru,
sem þeim kann að stafa hætta af.
Umbótastefnan hefur nefnilega
falist í því að afnema hömlur en
ekki að setja nýjar t.d. með laga-
setningu.
Margir hafa orðið til að gagn-
rýna „perestroiku" Gorbachevs á
grundvelli þessa. Gagnrýniradd-
irnar benda á að aukið frjálsræði í
viðskiptalífinu auki hættuna á
óheiðarlegum viðskiptaháttum og
slíkt geti jafnvel leitt til þess að
skipuiögð glæpasamtök nái yfir-
höndinni. Því þurfi að setja skýr-
ari lög um þennan rekstur og tak-
marka frelsið. Stuðningsmenn
„perestroikunnar" hafna þessari
gagnrýni hinsvegar alfarið og
segja sem svo að glæpasamtökin
þrífist eingöngu vegna andstöðu
íhaldssamra skrifræðisseggja í
stjórnkerfinu gegn umbótastefn-
unni.
Mikið hefur verið skrifað um
þessi mál í sovéskum blöðum og
sýnist sitt hverjum. I nýlegu
blaðaviðtali við við Alexander
Gurov, sovéskan lögreglufor-
ingja, sem rannsakað hefur þessi
mál, er haft eftir honum að í So-
vétríkjunum séu starfandi yfir 200
skipulögð glæpasamtök sem séu
að mörgu leyti sambærileg þeim
amerísku. í Sovét eru guðfeður í
ætt við A1 Capone með það mikl-
ar tekjur að þeir geta eytt meir en
milljón dollara í það eitt að múta
embættismönnum. Og að sögn
Gurovs á starfsemi þessara sam-
taka eftir að aukast til muna ef
ekki verður nú þegar gripið í
taumana.
Þessa dagana deila sovéskir
stjórnmálamenn hart um þessa
hluti, en á meðan blómstra
glæpasamtökin og festa enn bet-
ur rætur. Sum þessara samtaka
leggja höfuðáherslu á að skapa
sér hagnað með því að „bjóða"
fyrirtækjum upp á „vernd" gagn-
vart þeirri skemmdarverkastarf-
semi, sem þeir hafa sjálfir uppá
að bjóða. Önnur stunda fjárfest-
ingar íþessum fyrirtækjum, til að
fela illa fenginn gróða, s.s. af eit-
urlyfjasölu og vændi. Enn er
óljóst hvernig sovésk stjórnvöld
hyggjast bregðast við þessum
vanda. Þó er ljóst að menn hafa
tröllatrú á „glasnost-stefnu"
Gorbachevs í þessum efnum,
þ.e.a.s. að opin og gagnrýnin
umræða meðal almennings leiði
til þess að dragi úr glæpum.
(Byggt á Newsweek/KAA)
ön gö|t" ð
J !'-«&'"
Múlalundur Hátúm ioc,
símar: 38450, 38401, 38405