Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 68
Nýjar bækur baki. Þeim kemur þess vegna sumt af því sem segir frá í þessari bók og bókinni Gullna flugan sem kom út í fyrra, jafn mikið á óvart og lesendum sem stóðu málinu víðsfjarri. Undirheimar íslenskra stjórnmála er sjálf- stætt framhald Gullnu flugunnar. Saga Þorlákshafnar Saga Þorlákshafnar til loka áraskipaútgerð- ar eftir Skúla Helgason. Þetta er þriggja binda ritverk. Hér er á ferðinni einskonar safn til sögu Þorlákshafnar. Höfundur verks- ins hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorlákshöfn í áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolviðarhóls og Sagnaþættir úr Árnes- sýslu í tveimur bindum. Saga Þorlákshafnar er viðamikið og margþætt verk, í senn safn þjóðsagna frá Þorlákshöfn, sagnræðileg út- tekt á sögu staðarins, þjóðháttarit um sjó- sókn fyrri tíma þar sem útgerðarsagan er rakin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti þar til áraskipaútgerð lauk um 1929, og ævisög- urit sögufrægra bænda og sjósóknara í Höfn- inni eins og t.d. Jóns Árnasonar og Jóns Ólafssonar. Auk þessa er hér safnað á einn stað ýmsu efni varðandi Þorlákshöfn er birst hefur áður í blöðum og bókum eða hefur varðveist í handritum. Bækurnar eru ríku- lega myndskreyttar. Lækningahandbókin Lækningahandbókin eftir Erik Bostrup í þýðingu Ólafs Halldórssonar líffræðings. Formála ritar Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir. Lækningahandbókin er í sarna broti og hin vinsæla Vegahandbók. Hún er rúmar 350 bls. handhæg og auðveld í notkun. Það sem er nýmæli við þessa bók er upp- bygging hennar og framsetning efnis. I stað þess að fjalla skipulega um einstaka sjúk- dóma eftir eðli þeirra eða staðsetningu eru efnisatriði bókarinnar í stafrófsröð. Þetta auðveldar leit að svörum við spurningum og gerir þann fróðleik sem bókin hefur að geyma aðgengilegan með uppflettingum. I bókinni er að finna ýmsar greinar sem ætlað er að auðvelda fólki að glöggva sig á ýmsu því er snertir sjúkdóma beint eða óbeint. Má þar nefna greinar um frumuna, genaþætt- ingu, svefn, verkun margvíslegra lyfja og gerð og starfsemi ýmissa líffæra. Auk að- stoðarlandlæknis hafa yfirlesið handritið þeir Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, Pálmi Hallgríms- son læknir, Örn Bjarnason læknir og ritstjóri læknablaðsins og Jóhannes Tómasson, rit- stjórnarfulltrúi við Læknablaðið. Mývatn Mývatn A Paradise for Nature lovers eftir David Williams. Bókin er rituð á ensku, hún er 144 bls. og í henni eru 133 litmyndir og kort sem tengjast efni bókarinnar. Bókinni fylgir sérprentuð teikning, víðmynd, af öllum fjallahringnum við Mývatn með nöfnum allra fjallanna. Þá teikningu gerði Sigurður Valur Sigurðsson. Þótt Mývatn og Mývatns- svæðið sé meginviðfangsefni bókarinnar þá fjallar höfundurinn samhliða um sögu lands og þjóðar en efninu skiptir hann í þrjá aðal- kafla. Fyrsti kaflinn ber heitið Landið. Und- irkaflar eru: Eldfjallaeyjan, ísland á ísöld, Mývatn eftir ísöld, Mývatnseldar og Kröflu- eldar. Annar kaflinn nefnist Þjóðin. Undir- kaflar hans eru: Landnámið, Island frá 12. — 19. aldar, Nítjándaöldin, Umheimurinn upp- götvar Mývatn, Mývatn á 20. öldinni, Orkan beisluð, Lífið við vatnið árið um kring og framtíðin. Þriðji kaflinn ber heitið Fuglarn- ir. Hönnun bókarinnar annaðist Sigurþór Jakobsson. Eins og að framan segir þá fjallar bókin einnig um sögu lands og þjóðar og er því hin besta landkynning. Minningar Huldu Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur, lokabindi sem ber undirtitilinn Skólastarf og efri ár. Bókin skiptist í tvo meginhluta. Nefnist hinn fyrri Tveir skólar, en hinn síðari Við glugg- ann minn. í fyrri hlutanum segir hún frá Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún var tvisvar skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem stofnaður var á stríðsárun- um. í skólastarfinu kynntist Hulda hundruð- um námsmeyja og aðstandendum þeirra, kennurum, ábyrgðarmönnum og forvígis- mönnum skólanna. I síðari hluta bókarinnar situr Hulda við gluggann sinn í Reykjavík, háöldruð kona, og lætur hugann reika. Loks eru í lokabindinu sem hinum fyrri ljósmynd- ir, gamlar og nýjar, sem efninu tengjast og vandaðar og ítarlegar skrár um öll ntanna- og staðarnöfn sem skipta þúsundum í bindun- um fjórum. Þrautgóðir Þrautgóðir á raunastund nítjánda bindi björgunar- og sjóslysasögu Islands eftir Steinar J. Lúðvíksson fjallar um árin 1972, 1973 og 1974. Þetta er jafnframt síðasta bindi bókaflokksins í bili að því undanskildu að áformað er að gefa út lykilbók með ítarleg- um nafnaskrám á næstunni. Á þeim árum sem bókin fjallar um gerðust margir stórvið- burðir og má þar m.a. nefna er togarinn Hamranes sökk út af Jökli í júnímánuði 1972, en mikil réttarhöld fylgdu í kjölfar þess at- burðar, hörmuleg sjóslys er urðu í skaða- veðrum í febrúar 1973 en þá fórust vélbátarn- ir María og Sjöstjarnan með allri áhöfn. Stóð leitin að áhöfn Sjöstjörnunnar í tíu daga og mun umfangsmesta leit á sjó við ísland. Þá segir frá strandi breska togarans Port Vale við ósa Lagarfljóts og fjölmargar aðrar frás- gagnir eru í bókinni. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.