Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 48

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 48
ERLENT Peronistar sigurstranglegir í Argentínu er nú aðeins tæpt ár til annarra lýðræðislegu kosninganna frá því herstjórn- in fór frá völdum, árið 1983. Ríkisstjórn rad- icalans Raul Alfonsín hefur á undanförnum fímm árum mistekist að ná stjórn á efnahags- málunum sem voru í mikilli óreiðu eftir stjórnartíð herstjórnarinnar. Erlendar skuldir nema nú 60 þúsund mill- jónum bandarískra dollara og nægja þjóðar- tekjurnar hvergi nærri til að borga árlega vexti af skuldasúpunni sem eykst með hverju árinu sem líður. Verðbólgan er á hraðri upp- leið, hefur verið í kringum 25% undanfarna mánuði en náði 30% í september síðastliðn- um og vex ásmegin ef eitthvað er. Að sama skapi vex reiði almennings og traust hans á ríkisstjórn Alfonsín minnkar óðum. Þegar ríkisstjórnin lagði fram efna- hagsáætlun næsta árs nú fyrir skömmu undir kjörorðinu „Herðið sultarólarnar“ varþolin- mæði fólks á þrotum og þegar Alfonsín kom skömmu síðar fram á opnum fundi, var hann hrópaður niður og varð að slíta fundinum. Alls kyns mótmælaaðgerðir eru á ný orðn- ar algengar á götum Buenos Aires og 9. sept- ember s.l. var allsherjarverkfall um allt land og söfnuðust þúsundir manna saman fyrir framan stjórnarráðið til að krefjast bættra kjara. Lögreglan sendi út sérsveitir sínar á staðinn og hundruð lögreglumanna reyndu að tvístra mannfjöldanum með táragasi og kraftvatnsslöngum. Hundruð manna voru handtekin og tugir slösuðust í átökum við lögreglu. Sem svar við afskiptum stjórnvalda af verkfallinu ákváðu forystumenn verka- lýðsfélaganna annað allsherjarverkfall tveimur dögum seinna og var almenn vinnu- stöðvun þann dag, þó án útifunda. Aðrar aðgerðir almennings verða einnig æ algeng- ari og víðtækari, s.s. að borga ekki opinbera reikninga. En óskipulögð bylgja í þá átt er hafin og þúsundir manna borga ekki lengur reikninga fyrir „rafmagn", „gas“ og „síma“, til að mótmæla gífurlegum hækkunum á þessum útgjaldaliðum. Svona er staðan í Argentínu þegar tæpt ár er til kosninga. Mikil almenn óánægja og ríkisstjórn Alfonsíns riðar til falls. Stjórnmálaflokkarnir eru löngu farnir að huga að kosningum og nú þegar eru „Radic- alar“, „Peronistar“, „Frjálshyggjumenn" og „Humanistar" búnir að velja sér forseta- frambjóðendur fyrir næsta ár. Mest hefur borið á innri kosningum radicala og peron- ista, sem eru þeir flokkar sem líklegastir eru til að slást um forsetastólinn og ríkisstjórn- ina. Radicalar voru einhuga um kosningu frambjóðanda og var Eduardo Angeloz ríkis- stjóri í Cordova kosinn með 89% atkvæða þeirra 1 1/2 milljóna radicala sem mættu á kjörstað, en kjörsókn meðal radicala var frekar dræm, eða aðeins 28%. Það fór öllu meira fyrir prófkjörinu innan flokks peronista (Partido Justicalista) en þar voru í kjöri þeir Antonio Cafiero, formaður flokksins og leiðtogi peronista í Buenos Air- es og Carlos Menem, varaformaður flokks- ins og ríkisstjóri í La Rioja. Mikill kraftur var í slagnum sem stóð í rúma tvo mánuði. Per- onistar eyddu bæði miklu fé í þessar innri kosningar og mikilli orku, en á meðan á henni stóð var einna líkast því að færu í hönd kosningar til forseta Argentínu, en ekki for- kosningar innan eins stjórnmálaflokksins. Samtals eyddu peronistar 8 milljónum bandarískra dollara í forslaginn, þar af Men- em 5 milljónum. Til viðmiðunar má nefna að kosningabarátta radicalanna Angeloz og andstæðings hans Leons kostaði „aðeins" 500 þúsund bandarískra dollara. í byrjun kosningabaráttu peronista voru menn á eitt sáttir um að Cafiero væri öruggur með kosningu sem forsetaefni, enda hann vinsæll sem formaður flokksins, en Menem, hins vegar, tiltölulega óþekktur annars stað- ar en í La Rioja heimafylki sínu. Það kom því mjög á óvart að Menem náði naumum meiri- hluta í forkosningum og var kjörinn forseta- frambjóðandi Partido Justacalista með 53,5% atkvæða. Það sem helst réði úrslitum um þennan óvænta sigur var að Menem, sem sækir fylgi sitt aðallega til lágstéttarperonista landsbyggðarinnar, tókst að auka kjörsókn í fátækari héruðum Argentínu meir en nokkr- um öðrum hefur tekist í sögu peronistahreyf- ingarinnar. Það verða því Menem og Angeloz sem koma til með að vera í sviðsljósinu næstu mánuði sem frambjóðendur tveggja stærstu stjórnmálaflokka Argentínu. Ef kosið yrði í dag væri Menem nokkuð öruggur sigurveg- ari, en hann er á allra vörum þessa dagana og þykir hafa hleypt krafti í hreyfingu peronista sem vex fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður. Hann hefur hins vegar á brattann að sækja innan flokks sem utan, vegna þess að í röðum millistéttarinnar eru menn ekki á eitt sáttir um hann sem frambjóðanda. Og stuðningsmenn Cafieros hafa enn ekki tekið ósigrinum og það verður því hálfklofinn flokkur peronista sem gengur til kosninga að ári liðnu. Radicalar geta því, þrátt fyrir auknar óvin- sældir ríkisstjórnar Alfonsíns, náð að koma á óvart með sigri í kosningunum. Því þrátt fyrir allt eru radicalar einhuga um stuðning við Angeloz sem þykir traustvekjandi og nýt- ur stuðnings mikils meirihluta millistéttar- innar. Auk þess er of fljótt að spá Menem sigri, þó hann virðist standa vel að vígi þessa dagana eftir öfluga áróðusherferð undanfar- inna mánaða. Radicalar sitja enn á kosninga- sjóði upp á 20 milljónir bandaríkjadollara og hafa enn ekki hafið kosningabaráttuna af fullum krafti. Kristín Sævarsdóttir 48

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.