Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 50

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 50
ERLENT tveggja. Hefði valið aðeins staðið um já eða nei má telja víst að kjarnorkunni hefði verið hafnað. Að setja upp þrjá möguleika var bara taktik af hálfu jafnaðarmanna. Þeir vissu sem var að fjöldi félaga var hlynntur neii. Þetta rak endahnútinn á að Miljöpartiet varð til. Fjöldi fólks frá línu 3 gekk til liðs við flokkinn og gerði upphafið mögulegt. Flokkurinn var svo stofnaður 1981 að frumkvæði Per Garton (Per þessi er doktor í félagsfræði og sat á árum áður á þingi fyrir Þjóðarflokkinn. Hann er einnig þekktur sem sérfræðingur í málefnum miðausturlanda og hefur mjög talað máli Palestínuaraba.) Hann hafði samband við ýmsa skoðanabræður sína, sem álitu tíma til kominn að gera eitt- hvað þingræðislegt fyrir náttúruna og jafnvel að setja spurningarmerki við sænskt full- trúalýðræði. Við fórum af stað með miklum glæsibrag og var jafnvel búist við að við fær- um á þing í kosningunum 1982. Sérstaklega ýttu fjölmiðlar undir þetta og hinir flokkarnir óttuðust mjög þennan möguleika. En kosningarnar þá fóru ekki vel, sem varla var von. Við komumst ekki út .með boðskap okkar og margir voru hræddir við að hér væri á ferðinni hreinn óánægju- flokkur í stíl við Framfaraflokk Glistrups. Við fengum hvergi að vera með í opinberri umræðu, svo það sem fólk varð að taka af- stöðu til var mynd sem fjölmiðlar höfðu skapað frekar en pólitísk lína flokksins. Okkur var að sjálfsögðu einnig sjálfum um að kenna. Fæstir þeirra sem voru með höfðu áður komið nálægt stjórnmálum og kunnu ekki að koma boðskapnum á framfæri. Þegar við fengum að vera með gekk okkur alls ekki vel. Flokkurinn var jú alveg nýr og ekki hægt að tala um neina skipulagningu á landsmælikvarða. Það var fyrst eftir á sem gengið var í það. Fyrst voru mynduð landssamtök og síðan var farið að mynda deildir í einstökum lands- hlutum, bæjum og borgum. Víða voru fyrir flokkar umhverfissinna í einstökum bæjar- félögum og þeir gengu til liðs við okkur. Við höfum lært mikið síðan án þess þó að breyt- ast því að við erum öðruvísi flokkur, allt öðruvísi flokkur. Flokkurinn er byggður upp á annan hátt en hinir hefðbundnu flokkar. Við höfum hvorki formann né flokksstjórn til að taka allar ákvarðanir milli flokksþinga. Hjá okkur eru nefndir sem sjá um mismun- andi þætti starfsins, stjórnmálanefnd, stjórn- unar-, blaða- og skipulagningarnendir. Miðstýring hefur alltaf verið eitur í okkar beinum og hinar ólíku deildir hafa mikið sjálfræði. Þá er einnig mikilvægt að við höf- um endurnýjunarreglu. Innan flokksins fær enginn að sitja lengur en sex ár í sama em- bætti. Hvað varðar þá meðlimi sem kjörnir eru til opinberra starfa gildir sú regla að end- urkjósa má menn tvisvar, svo menn geta lengst setið níu ár á þingi eða í borgarstjórn fyrir Miljöpartiet. Þetta teljurn við eðlilegra en það sem Die Grune hafa reynt í Þýska- landi, þ.e. að skipta um á tveggja ára fresti. Raunin er sú að það tekur þó nokkurn tíma að læra hvernig unnið er, það er eiginlega fyrst eftir að það hefur lærst sem hægt er að fara að gera eitthvað. Síðan erum við einir flokka um að hafa þá reglu að hvort kyn hafi kröfu á að minnsta kosti 40% fulltrúa hvar sem er innan flokksins eða á framboðslistum hans. Þessa kröfu gerum við líka til annarra flokka og viljum gera að almennri reglu. Ykkur íslendingum þykir þetta sjálfsagt lítt merkilegt, með hreinan kvennaflokk. Það finnst mér nú raunar fulllangt gengið, þið karlmenn eruð nú ekki alveg óalandi. Eg sá í blaðinu í morgun að málpípur ykk- ar mega ekki sitja á þingi. (Málpípur kallast talsmenn flokksins). — Ja, þetta er þannig að ef málpípa er kosin á þing er hún ekki lengur málpípa. Þær eru valdar úr hópi þeirra er sitja í stjórnmála- nefndinni og þar má enginn þingmaður vera. Á sama hátt er það í sveitarfélögum. Kjörinn fulltrúi þar fær ekki að sitja í stjórnmálan- efnd staðarins. Þetta gerum við til að vinna gegn valdasamþjöppun og hefur gengið framar öllum vonum. Svo við víkjum aftur að umræðunni um kjarnorku. Þið viljið helst loka öllum kjarn- orkuverum strax eða innan þriggja ára. Staf- ar andúð ykkar á henni einvörðungu af ótta við slys? — Við vitum jú að möguleiki er á slysi þó hann sé lítill og við álítum að sem manneskj- ur og sem stjórnmálamenn getum við ekki tekið ábyrgð á afleiðingum slíks. Því finnst okkur við ekki geta tekið áhættuna. Við spyrjum oft hina flokkana hvort þeir treysti sér til að axla þá ábyrgð. Því er engu svarað. En það er einnig valdasamþjöppunin og ör- yggisleysið sem við óttumst. Ef eitthvað ger- ist t.d. í Barsebak er jú öll Suður-Svíþjóð rafmagnslaus. Við erum háð erlendu hráefni og síðan er það ekki hvað síst úrgangurinn sem við erum hrædd við. Okkur þykir það forkastanlegt að okkar úrgangur hjálpi Frökkum að búa til kjarnorkusprengjur. Já er það svo að sænskur kjarnorkuúr- gangur er notaður í franskar sprengjur? — Já, já, það er ekkert leyndarmál. En það hlýtur að vera feimnismál fyrir jafnaðarmenn? — Já, maður skyldi ætla það, en þeir ræða þetta aldrei. Þeir víkja sér undan. Sjálfsagt segja þeir eins og svo oft að það sé ekki okkar vandamál hvað Frakkar geri við úrganginn. Þar sé um annað land að ræða og við ráðum því ekki hvað þeir geri. Óttist þið ekki að niðurlagning kjarnorku- vera hafi í fór með sér aukna notkun kola og olíu og þar með aukna mengun? — Það á ekki að þurfa að eiga sér stað svo nokkru nemi. Á sama hátt og með kjarnork- una viljum við láta gera áætlun um hvernig við á t.d. 30 árum getum orðið óháð kolum og olíu. Það er margt hægt að gera. Fyrst og fremst spara orku og styðja framleiðslu sem krefst lítillar orku. Margt slíkt er mögulegt nú þegar en þar eð orkan er svo ódýr er því ekki sinnt. Það má segja að markaðsöflin vinni ekki með okkur núna. En ef orkan verður seld á raunvirði er öruggt að breyting verður á. í stærri, orkufrekum iðnaði papp- írs- og stáliðnaðinum t.d. þarf á hinn bóginn að leggja í þó nokkrar fjárfestingar til að draga úr orkunotkun. Við viljum jú ekki leggja þennan iðnað niður. Fyrirtæki þurfa tíma til að aðlaga sig og þau munu fá hann. Þið teljið sem sagt ekki nauðsynlegt að lækka hinn efnislega staðal? — Nei, en hins vegar gerir ekkert þó hann lækki aðeins. Við höfum það mjög gott, allt- of gott. Sóun og eyðilegging verðmæta sýnir að við höfum tapað virðingunni fyrir því sem við höfum. Eg lít því svo á að það sé engin hindrun þó að einhver samdráttur eigi sér stað. Ef stefnuskrá okkar yrði framkvæmd í heild yrði lokaniðurstaðan hugsanlega ein- hver kaupmáttarminnkun. Við lítum ekki á það sem neitt neikvætt. Það gerir ekkert til þó fólk hugsi sig aðeins um áður en það kaupir allar þessar plastpökkuðu límonaði- flöskur. Við höfum nóg af peningum, okkur líður mjög vel í Svíþjóð. Miljöpartiet hefur sagt að stefna beri að þeirri orkunotkun sem hér var 1970-80. Síðan hefur orkunotkunin tvöfaldast en við lifðum jú líka þá og höfðum það bara ágætt. Okkur var ekkert kalt og við höfðum nægan mat. Þessi ótrúlega aukning orkueyðslu er bæði á ábyrgð iðnaðarins og heimilanna. Bein rafmagnshitun einbýlis- húsa hefur stóraukist sem bein afleiðing kjarnorkunnar og það er hræðileg sóun pen- inga og hráefna. Það er vart hægt að hugsa sér verri aðferð til upphitunar en rafmagn. Það tapast svo mikil orka á hverju stigi. Hér viljum við að samfara niðurlagningu kjarn- orkuveranna fái eigendur þessara húsa ríkis- aðstoð til að breyta um hitunaraðferð. Og síðan verður að stórauka notkun annarra orkulinda, vinds, sólar og bylgjuhreyfinga. Á þessum sviðum er mikið að gerast og ef við söfnuðum saman reynslunni í heiminum kæmumst við fljótt mjög langt. Yrðum óháð kjarnorkunni og smám saman einnig kolum og olíu. Og þaðermikilvægt, þvíþarer jú um endanlegar auðlindir að ræða, þær ganga til þurrðar að lokum. Við viljum notfæra okkur þá hreinu orku sem alltaf verður til staðar. Sú orka skaðar okkur ekki, og notkun henn- ar er skaðlaus náttúrunni. En svo við snúum okkur að öðru. Þið liaflð staðfastlega neitað að taka þátt í hinni hefð- bundnu fylkingaskiptingu sem einkennir sænsk stjórnmál. Hvernig stendur á því? — Við erum einfaldlega hvorki sósíalistar né borgaraleg. Við leggjum höfuðáherslu á umhverfismál. Einnig höfum við viljað setja spurningarmerki við sænskt lýðræði, hvort það sé í raun svo lýðræðislegt. Hér bendum við t.d. á litla þáttöku kvenna og bitlinga- söfnun stjórnmálamanna. Oftar en ekki gera þeir lítið annað en fara af einum fundinum á 50

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.