Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 72

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 72
„Oft koma börnin til mín og geta ekki sagt hvað er að, ég bara finn að þau bíða eftir svörun, ekki plástri. Þau eiga erfitt með að tala um foreldra sína, reyna að verja þá eins og þau geta. Og ef þau kvarta undan þeim fá þau bullandi sektarkennd...“ „og svo kallar hún mig druslu af því ég kom einu sinni full heim.“ Það eru til foreldrar sem bregðast við drykkju barna sinna á frjálslyndan hátt og leyfa þeim að drekka heima því það sé þó betra að fylgjast með þeim en vita af þeim einhvers staðar í misjöfnum félagsskap. Sumir ganga jafnvel svo langt að kaupa áf- engi handa þeim. Mín reynsla er sú að ungl- ingar vilja ekki eiga slíka foreldra, þeir vilja gamaldags aðhaldssama foreldra. Hins veg- ar eru þau ekki alltaf samkvæm sjálfum sér, blessuð. Pau vilja gjarnan að kunningjar þeirra eigi slíka foreldra." Samvinna um velferð — Þegar ég var í skóla sást h júkrunarkon- an ekki nenia þegar átti að sprauta og var því ekki par vinsæl. Hefur þetta breyst? Ert þú ekki að fara inn á svið skólasálfræðingsins? „Nei, skólahjúkrunarfræðingar eru ekki að fara inn á„ svið“ eins eða neins. Hvaða hagsmunum er verið að þjóna með slíku tali? Hvernig væri að við Islendingar færum að hugsa aðeins meira um þýðingu samvinn- unnar? Markmið skólaheilsugæslu er að barnið fái að þroskast við bestu skilyrði — andleg, líka- mlegogfélagsleg — sem völ erá. Hjúkrunar- fræðingur er fær á fleiri sviðum en bara því líkamlega, hann er jafnfær um að taka á and- legum og félagslegum málum. Því niiður er skólayfirvöldum og jafnvel stjórnendum margra skóla þetta ekki nægilega ljóst og biðja því stöðugt um meiri aðstoð utan frá. Þeir kunna ekki að nýta sér skólahjúkrunar- fræðinginn, í sumum skólum er hann jafnvel útilokaður þegar rætt er um andlega og fé- lagslega erfiðleika barna. Kannski erum við ekki nógu duglegar að koma okkur á fram- færi. Skólasálfræðingarnir eru oft með fleiri en einn skóla á sinni könnu og koma kannski UPPELDISMÁL einu sinni í viku í hvern skóla. Það er því útilokað að þeir kynnist börnunum og heim- ilunum eins vel og kennarar og hjúkrunar- fræðingar. Sálfræðingar geta oftast aðeins sinnt erfiðustu málunum, því miður. Við er- um hins vegar á staðnum og vinnum með börnunum. Þess vegna leita þau mikið til okkar. Farsælasta lausnin væri sú að kennarar, hjúkrunarfræðingar og skólasálfræðingar vinni í sameiningu að velferð barnanna og hafi að leiðarljósi að það sem einn úr hópn- um skortir getur annar bætt upp. Með því móti er ef til vill hægt að veita barninu og fjölskyldu þess raunhæfa aðstoð. Eða er það ekki markmiðið? Hjúkrunarfræðingar ættu að vera í öllurn skólum. Því miður gæti stefna fræðsluyfirvalda virst vera önnur. I sumum nýjum skólum er ekki gert ráð fyrir húsnæði til skólaheilsugæslu. Fræðsluyfirvöld telja sennilega að börnin geti sótt sína heilsugæslu á næstu heilsugæslustöð og gleyma því að barnið er meira en bara líkami. Skólahjúkr- unarfræðingur er oft einskonar öryggisvent- ill fyrir barnið og það mjög mikilvægur. Það væri mikil afturför að færa starf okkar úr skólunum. Ég hef stunduð undrað mig á því hvers vegna skólaheilsugæsla sé ekki mark- visst kynnt í Kennaraháskóla íslands.“ Um hvað stendur valið? — Heilbrigðisráðherra var að hrinda af stað fræðsluherferð um heilbrigði til að koma unglingum í skilning uni að valið sé þeirra. Hvernig líst þér á hana? „Hún vekur þá spurningu hvort unglingur- inn sé fær um að velja. Veit hann um hvað valið stendur? Velur hann ávaxtasafann eða þykir honum áfengið betra? í augum margra unglinga felst heilbrigði í því að taka lýsi og borða hollan mat. Andlegt og félagslegt heilbrigði er ekki tekið með í reikninginn. Og þau tengja heilsuræktará- .hugann ekkert við það að stuðla að heil- brigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. Sjúk- „Ég held að það sé dálítið hættuspil að sýna þessa umtöluðu norsku sjónvarpsmynd um kynferðislegt ofbeldi hér á landi. Við erum ekki reiðubúin að taka við öllum þeim málum sem upp kunna að koma í kjölfar hennar....“ „ í sumum nýjum skólum er ekki gert ráð fyrir húsnæði til skólaheilsugæslu. Fræðsluyfirvöld telja sennilega að börnin geti sótt sína heilsugæslu á næstu heilsugæslustöð og gleyma því að barnið er meira en bara líkami...“ dómar eru fyrirbæri sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af fyrr en maður er orðinn gamall, svona 25 ára. Heilsuræktin snýst ein- ungis um að gera líkamann fegurri og fá hraustlegt útlit sem er í tísku. Það þyrfti að byrja snemma, strax í sex ára bekk, á markvissri fræðslu um daglegt heil- brigði, andlegt, líkamlegt og félagslegt. Þegar unglingur útskrifast svo úr 9. bekk veit hann um hvað valið stendur. Þá er hægt að segja við hann: Þitt er valið. Það er þörf á nánara samstarfi yfirvalda mennta- og heilbrigðismála um málefni barna og unglinga. Og við þurfum að losna við valdabaráttuna, hrokann og hagsmunaá- rekstrana sem allt of rnikið er um í kerfinu. Fyrirbyggjandi aðgerðir hafa oft strandað á samvinnu starfshópa, þar hafa margir meiri áhyggjur af öryggi sínu og stéttarinnar en velferð þeirra sem við eigum að sinna. Þetta á líka við um skólana. Við erum svo hrædd við að aðrir komist að því að við vitum ekki allt og þurfum jafnvel að leita aðstoðar og ráða. Þegar leysa þarf vandamál sem tengjast börnum er peningaleysi iðulega borið við. Til dæmis hefur það komið í ljós að 10-20% allra skólabarna slasast í skólanum á hverj- um vetri. Fæst eru slysin þó alvarleg, sem betur fer. í mörgum tilvikum er hægt að fækka slysum verulega með lagfæringum en það er okkar reynsla í Austurbæjarskólanum að slík fjárbeiðni er strokuð út á hverju ári, td. um lagfæringu á húsnæði eða skólalóð. Það er oft sagt að það þurfi að fækka slys- um, hvað sem það kostar, „en það má ekki kosta neitt". Samt virðast vera til nógir pen- ingar í samfélaginu. Það sýnist manni á ráð- húsinu, skopparakringlunni og íþróttahöll- inni sem yfirvöld ætla að ráðast í. Þarna er líka spurning um rétt val,“ segir Vilborg G. Guðnadóttir. Þröstur Haraldsson 72

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.