Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 65
Nýjar bækur einhverju varða og hvernig búið er að ungu fólki á íslandi. Heimsbókmenntir í íslenskri þýðingu Astkær nefnist ný skáldsaga eftir bandarísku blökkukonuna Toni Morrison en þetta er fyrsta verk hennar sem út kemur á íslensku. Ulfur Hjörvar þýddi. Sagan gerist upp úr miðri 19. öld í suður- ríkjum Bandaríkjanna. Sethe er strokuþræll sem flúið hefur með börnum sínum undan kvölurum þeirra. Til að forða dóttursinni frá því að hljóta örlög þrælsins deyðir hún hana. En frelsi kaupir enginn með dauðanum og minningin um verknaðinn ásækir Sethe alla tíð síðan — minningin um dótturina sem ekki á sér annað nafn en það sem Ietrað er á legstein hennar — Ástkær. Skáldsagan Ástkær kom út í Bandaríkjun- um haustið 1987 og hálfu ári síðar hlaut hún virtustu bókmenntaverðlaun vestan hafs — Pulitzer-verðlaunin. Sjaldan hefur skáldverk hlotið jafn einróma lof gagnrýnenda þar í landi sem telja söguna einstætt listaverk og ógleymanlegan vitnisburð um hugrekki, bar- áttu og kvöl undirokaðra manna, borinn uppi í senn af djúpri heift og óvenjulegri ljóðrænni fegurð. Andrúmsloft glæps er skáldsaga eftir spænska rithöfundinn Juan Benet. Guðberg- ur Bergsson þýddi söguna. Sagan gerist á auðnum Spánar — uppi á Héraði — á valdatímum Francos. Morð hef- ur verið framið. Þar með er hrundið af stað rás atburða sem í nokkrar vikur umturna lífi þeirra sem silast áfram í lognmollu héraðsins og lesandinn er leiddur inn í„ andrúmsloft glæpsins“. Andi einræðisins svífur yfir auðn- inni og áður en varir flækist lesandinn í harmleik tveggja manna í spænska hernum á tímum Francos og dregst inn í hið kæfandi andrúmsloft valdbeitingar og mannlegrar niðurlægingar. Andrúmsloft glæps hefur hlotið meira lof en títt er um spænskan skáldskap síðustu ára. Árið 1980 hlaut höfundurinn Planeta-verð- launin, helstu bókmenntaverðlaun Spánar, fyrir þessa sögu. Juan Benet er fæddur 1927 og hefur sent frá sér rúman tug skáldverka sem vakið hafa mikla athygli á Spáni og er- lendis og eru af mörgum gagnrýnendum talin fágæt snilldarverk. Sagan hefur einnig verið kvikmynduð. Dagbók góðrar grannkonu er skáldsaga eftir Doris Lessing. Puríður Baxter þýddi söguna. Doris Lessing er Islendingum að góðu kunn, en áður hefur Forlagið gefið út skáldsögu hennar, Grasið syngur. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona í ábyrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eiginmanni sínurn og móð- ur í gröfina, rennur smám saman upp fyrir henni að samband hennar við samferða- menn sína hefur verið reist á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast samband þeirra á þá lund að Jane axlar ábyrgð á gömlu konunni og dreg- ur um leið lærdóm af lífi hennar. Maudie sýnir henni veröld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvægna baráttu ungrar stúlku um aldamótin fyrir tilveru sinni —baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn vonlausri baráttu fyrir verðugu lífi. Á eftirminnilegan hátt lýsir Doris Lessing sárum tilfinningum þess sem sviptur er getu sinni og rétti til að varðveita mannlega reisn. Við kynni sín af Maudie öðlast Jane þann þroska sem hana skorti til að meta líf sitt á ný og gefa því tilgang — handan sýndar- mennsku og sjálfumgleði. Óvenjuleg bók um hæfileikann til að læknast af sjálfsdáðum Kærleikur, lækningar, kraftaverk nefnist bók eftir skurðlækninn Bernie S. Siegel og fjallar hún um reynslu hans af ein- stökum hæfileika krabbameinssjúklinga til 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.