Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 47
ERLENT Benazir Bhutto lék á fjandmenn sína við fæðingu barnsins, en hvers er hún megnug eftir kosningar? sagðist telja að dauði U1 Haks leiddi til þess að mannréttindi í Pakistan yrðu fyrr viður- kennd en ella. PPP leggur megináhersluna í þessum kosningum á að styrkja þurfi lýðræði og lög- ræði í landinu, auk þess sem tryggja þurfi sum grundvallar mannréttindi. Baktiarlagði mikla áherslu á það í þessu sambandi að stjórnarskrá sem Ali Bhutto setti í gildi 1972 og U1 Hak afnam 1977, yrði aftur tekin í gildi. Andstæðingar PPP hafa leyft sér að draga í efa lýðræðisást flokksins og hafa bent á að rnikil spilling hafi verið í Pakistan á valdatíma Ali Bhuttos. Auk þess benda þeir á að flokkurinn hafi aldrei kosið leiðtoga, — að Bhutto-feðginin hafi aldrei verið kjörin til forystu af flokksmönnum. Baktiar, sem er án efa mikill lýðræðissinni, sagði að lýðræðið hefði aukist innan flokksins, einkum í grunn- einingum hans. Hann sagði að svæðisbundn- ar flokkstjórnir og flokksþingið væri lýðræð- islega kjörið en hins vegar hefði enn ekki skapast tækifæri til þess að koma á fullu lýð- ræði í efstu lögum flokksins. Önnur mál sem setja hvað mestan svip á þessar kosningar tenpjast tveimur af ná- grönnum Pakistana. I fyrsta lagi eru það nágrannarnir í norðri, Afghanir. Zia U1 Hak tókst með all undarlegum hætti að styðja bæði Mushahadin samtökin í Afghanistan, eiga góð samskipti við Bandaríkjastjórn og styggja ekki yfirvöld í Afghanistan eða verndara þeirra í Moskvu. Að sögn Baktiar þá styður PPP Mushahadin samtökin einarð- lega og hann sagði að pakistanska þjóðin hyllti afghanska frelsishermenn og að ekki kæmi til greina að flokkurinn viðurkenndi núverandi stjórnvöld í Afghanistan. Baktiar dró í efa að sendingar frá Bandaríkjunum til afghönsku þjóðfrelsishreyfingarinnar ættu eins auðvelda leið í gegnum Pakistan og í tíð Zia, kæmist PPP til valda. Hann taldi þó að Pakistanar myndu áfram þiggja efnahags-og þróunaraðstoð frá Bandaríkjamönnum. Hann sagði að vandamál Pakistans væru næganlega mörg og því þyrftu Pakistanar að hugsa fyrst um sjálfa sig. Nágrannar Pakistana í vestri eru íranir. Paðan hafa borist raddir hinnar íslömsku byltingar. Á síðustu misserum bar svolítið á því að Zia U1 Hak styddi sífellt meira stranga og bókstaflega túlkun Kóransins og var hann því að sumu leyti farinn að aðhyllast eitt og annað sem talist hefur viðtekið hjá nágrönn- unurn í vestri. Sumir sögðu reyndar að með kreddutúlk- un Kóransins að vopni gæti hann haldið aftur af konum og þar með erfiðað höfuðandstæð- ingi sínum, Benazir Bhutto störf á vettvangi stjórnmála. Múhameðstrúin á djúpar rætur í þjóðarvitund Pakistana. Ríkið varð til vegna þess að múhameðstrúarmenn, sem voru í meirihluta í þessum héruðum hálfheimsálf- unnar sem nýlenduherrarnir, Bretar, köll- uðu Indland, óttuðust afleiðingar þess að verða minnihluti í ríki búddatrúarmanna. Samkvæmt stjórnarskrá þeirri sem Ali Bhut- to lét lögleiða þá var Pakistan íslamskt lýð- veldi og því hafa stuðningsmenn PPP bent á að sporgöngumenn Zia U1 Hak geti nú ekki gert neitt frekara tilkall til múhameðstrúa- innar en þeir. Þetta þýðir sem sé það að fyrir utan að greina á um allt sem heitið getur veraldleg pólitík þá deila stuðningsmenn U1 Haks og Bhuttos einnig um túlkun Kórans- ins. Slíkt hefur hingað til ekki auðveldað hlutina í þessum hluta heims. Stjórnmál í Pakistan eru margslungin og sagan hefur sýnt að þar eru ekki einungis embætti og völd í veði heldur einnig manns- líf. Erfitt er að spá um úrslit kosninganna þann 16. nóvember. Ljóst er að ef þær fá að fara fram án beinna afskipta hers og úrslitin endurspegli vilja fólksins þá er það fyrst og fremst áfangasigur fyrir lýðræðisöflin í land- inu. Sumir telja þetta full mikla bjartsýni. Ásgeir Friðgeirsson. „Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.“ Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öörum fremur stuölaö að róttækum breytingum á skáld- sagnagerö og leikritun eftir seinni heims- stvrjöld. Beckett. sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefö en flestir aörir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guö- lausri atómöld. lýsir leitinni aö tilvist og samastaö í veröld sem er á mörkum lífs og dauða. þar sem tungumáliö hevr varnarstríö við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomiö getuleysi. niöurlægingu og algera örbirgö mannskepnunnar er henni lýst með miklum húmor og af ómótstæðilegri Ijóörænni fegurö. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán Ijóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal þekktasta verk Becketts. leikritið Beöið eftir Godot. í nýrri þýðingu. og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur. frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út i íslenskri þýöingu. ^vort á fivítu b________________ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.