Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 32
VIÐSKIPTI
Verðfall á
fasteignum
Söluverð atvinnuhúsnœðis hefur lœkkað
um 20% á einu ári
Undanfarið ár hefur söluverð atvinnuhús-
næðis lækkað um fimmtung, sé reiknað á
föstu verðlagi. Söluverð margra tegunda at-
vinnuhúsnæðis er nú svipað í krónum talið
og fyrir hálfu öðru ári. Verðþróuninni má
líkja við það sem gerðist á íbúðarhúsa-
markaði 1983. Söluverð skrifstofuhúsnæðis
er með því lægsta í heilan áratug. Verslunar-
húsnæði hefur ekki lengi verið ódýrara sam-
anborið við skrifstofuhúsnæði. Verslunar-
húsnæði sem er vel staðsett heldur þó enn
verðmæti sínu. Sama máli gegnir um iðnað-
arhúsnæði, það hefur haldið verðmæti sínu.
SVEIFLUKENNT SÖLUVERÐ
Söluverð atvinnuhúsnæðis er óstöðugt.
Verðsveiflur eru ineiri en þegar íbúðarhús-
næði á í hlut. Frá árinu 1979 lækkaði söluverð
atvinnuhúsnæðis að raunvirði í nokkur ár og
náði lágmarki 1983. Árið eftir hækkaði verð-
ið öllum að óvörum um 40% til 50%. Síðan
hafa skipst á hækkanir og lækkanir. Venja er
að skipta atvinnuhúsnæði í þrjá flokka; iðn-
aðarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og verslun-
arhúsnæði. Oft verða innbyrðis breytingar á
verði þessara flokka, sérstaklega þegar litið
er á stutt tímabil. Markaðsverð eignanna
fylgir þó breytingum á byggingarkostnaði
þegar til langs tíma er litið. Horfur næstu
mánaða eru ólíkar eftir því hvaða húsnæði á í
hlut. Sennilega er varanlegt offramboð á
verslunarhúsnæði. Skrifstofuhúsnæði líður
fyrir tímabundið offramboð. Hins vegar
bendir margt til að skortur verði á iðnaðar-
húsnæði í náinni framtíð.
VERSLUNARHÚSNÆÐI
Fyrir rúrnu ári var verslunarmiðstöðin
Kringlan tekin í notkun. Tilkoma hennar
hafði mikil áhrif á verslunarhætti á höfuð-
borgarsvæðinu. Erlendis hafa verslunarmið-
stöðvar mikla markaðshlutdeild. Til dæmis
er talið að um helmingur smásöluverslunar í
Bandaríkjunum fari fram í verslunarmið-
stöðvum. Auk Kringlunnar hefur mikið af
verslunarhúsnæði verið byggt í Reykjavík og
Eftir Stefán
Ingólfsson
verkfrœðing
grannsveitarfélögum undanfarin ár. Versl-
unin dreifist víða um höfuðborgarsvæðið.
Fyrir hálfum öðrum áratug voru verslanir
aðallega í gamla miðbænum, Bankastræti og
við Laugaveg ásamt aðlægum götum. Sölu-
verð verslunarhúsnæðis var þá liðlega tvöfalt
hærra en skrifstofuhúsnæðis. Mikil versl-
unarhverfi hafa nú risið í Múlahverfi og við
Suðurlandsbraut, í Skeifunni og á Grensás-
vegi, í Mjódd og jafnvel á Ártúnshöfða.
Einnig eru risin verslunarhverfi í Kópavogi, í