Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 32

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 32
VIÐSKIPTI Verðfall á fasteignum Söluverð atvinnuhúsnœðis hefur lœkkað um 20% á einu ári Undanfarið ár hefur söluverð atvinnuhús- næðis lækkað um fimmtung, sé reiknað á föstu verðlagi. Söluverð margra tegunda at- vinnuhúsnæðis er nú svipað í krónum talið og fyrir hálfu öðru ári. Verðþróuninni má líkja við það sem gerðist á íbúðarhúsa- markaði 1983. Söluverð skrifstofuhúsnæðis er með því lægsta í heilan áratug. Verslunar- húsnæði hefur ekki lengi verið ódýrara sam- anborið við skrifstofuhúsnæði. Verslunar- húsnæði sem er vel staðsett heldur þó enn verðmæti sínu. Sama máli gegnir um iðnað- arhúsnæði, það hefur haldið verðmæti sínu. SVEIFLUKENNT SÖLUVERÐ Söluverð atvinnuhúsnæðis er óstöðugt. Verðsveiflur eru ineiri en þegar íbúðarhús- næði á í hlut. Frá árinu 1979 lækkaði söluverð atvinnuhúsnæðis að raunvirði í nokkur ár og náði lágmarki 1983. Árið eftir hækkaði verð- ið öllum að óvörum um 40% til 50%. Síðan hafa skipst á hækkanir og lækkanir. Venja er að skipta atvinnuhúsnæði í þrjá flokka; iðn- aðarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og verslun- arhúsnæði. Oft verða innbyrðis breytingar á verði þessara flokka, sérstaklega þegar litið er á stutt tímabil. Markaðsverð eignanna fylgir þó breytingum á byggingarkostnaði þegar til langs tíma er litið. Horfur næstu mánaða eru ólíkar eftir því hvaða húsnæði á í hlut. Sennilega er varanlegt offramboð á verslunarhúsnæði. Skrifstofuhúsnæði líður fyrir tímabundið offramboð. Hins vegar bendir margt til að skortur verði á iðnaðar- húsnæði í náinni framtíð. VERSLUNARHÚSNÆÐI Fyrir rúrnu ári var verslunarmiðstöðin Kringlan tekin í notkun. Tilkoma hennar hafði mikil áhrif á verslunarhætti á höfuð- borgarsvæðinu. Erlendis hafa verslunarmið- stöðvar mikla markaðshlutdeild. Til dæmis er talið að um helmingur smásöluverslunar í Bandaríkjunum fari fram í verslunarmið- stöðvum. Auk Kringlunnar hefur mikið af verslunarhúsnæði verið byggt í Reykjavík og Eftir Stefán Ingólfsson verkfrœðing grannsveitarfélögum undanfarin ár. Versl- unin dreifist víða um höfuðborgarsvæðið. Fyrir hálfum öðrum áratug voru verslanir aðallega í gamla miðbænum, Bankastræti og við Laugaveg ásamt aðlægum götum. Sölu- verð verslunarhúsnæðis var þá liðlega tvöfalt hærra en skrifstofuhúsnæðis. Mikil versl- unarhverfi hafa nú risið í Múlahverfi og við Suðurlandsbraut, í Skeifunni og á Grensás- vegi, í Mjódd og jafnvel á Ártúnshöfða. Einnig eru risin verslunarhverfi í Kópavogi, í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.