Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 16
INNLENT sem um var að ræða glannalegar yfirlýsingar um forráðamenn skákmála, óðamála skák- skýringar við þriðja mann að loknum kær- komnum sigri, eða leikræna örvæntingu eftir tapleikinn víðfræga gegn Sókolov, verða lík- lega öllum ógleymanlegar er á horfðu. Hann lék því ótvírætt aðalhlutverkið á mótinu, þótt raunar hafi lengi vel litið út fyrir sigur Alexanders Beljavskí, sem um hríð hefur staðið í skugga Kasparovs, en tefldi frábær- lega í þetta sinn. Hann mátti sjá á eftir efsta sætinu í hendur heimsmeistarans eftir tap sitt fyrir Boris Spassky í síðustu umferð. Þetta var eini sigur Spasskys og fór ekki á milli mála að eldri kynslóðin átti undir högg að sækja á þessu móti, að undanskildum hinum ótrúlega töframanni Mikhail Tal, sem hreppti þiðja sætið og virtist þó taka lífinu léttar en aðrir keppendur. Arangur Jóhanns Hjartarsonar, sem varð í 4-.5. sæti var af- burðagóður og er fyllilega sambærilegur við það sem hann hefur best gert áður. Jóhanni hefur ekki gengið sem best á „of- urmótum“ til þessa, en frammistaða hans hér í kjölfar fyrirtaksárangurs á Interpolis- mótinu í Hollandi sýnir að slíkt heyrir sög- unni til. Eistlendingurinn Jaan Ehlvest, sem varð jafn Jóhanni kom nokkuð á óvart og er greinilega ört vaxandi skákmaður. Ungverj- inn Sax tefldi sitt besta mót í lengri tíma en árangur annarra var tæpast umfram vænting- ar. Eins og gera má ráð fyrir á löngu og ströngu móti voru sumir farnir að lýjast nokkuð undir lokin og urðu þá mörg úrslit óvænt. Viktor Kortsnoj, reykjandi sem aldrei fyrr, barðist vel að vanda, en var orð- inn þrekaður nokkuð í lokin og hafnaði í næstneðsta sæti, hálfum vinningi á undan Margeiri Péturssyni, sem þó má allvel una við sitt. Hann vann þrjár skákir og sýndi að hann er skeinuhættur hverjum serþ er í þess- um klúbbi. Áskell Örn Kárason Garrí Kasparov lék ótvírætt aðalhlutverk- ið á skákmótinu. „Las Njálu milli skáka“ Jan Timman tekinn tali Hollenski stórmeistarinn Jan Tiniman er ís- lendingum að góðu kunnur. Hann hefur verið einn sterkasti skákmaður heims í hálf- an annan áratug og sá Vesturlandabúi sem helst hefur ógnað ofurvaldi Sovétmanna síð- an Fischer hvarf sjónum manna. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur — hann er fæddur 1951 - hefur Timman þegar öðlast gífurlega reynslu og haft er á orði að hann viti meira um skák en nokkur annar núlif- andi stórmeistari. hann hefur að eigin sögn verið atvinnumaður í skák frá átta ára aldri, eða í tæp þrjátíu ár, og gerir ráð fyrir að vera að a.m.k. önnur þrjátíu! Timman er varaforseti og ein aðaldriffjöð- ur hins nýstofnaða stórmeistarasambands, þar sem Garrí Kasparov er forseti. Hann er þó alger andstæða heimsmeistarans í við- ræðu, er spar á stórar yfirlýsingar og virðist ekki tamt að slá fram getgátum í óljósum málum. Það fer ekki framhjá viðmælanda hans að Timman er atvinnumaður fram í fingurgóma og hagsmunamál skákmanna honum hug- leikin. Hann er þeirrar skoðunar að viðburð- ur á borð við heimsbikarmótin sé ómetanleg- ur fyrir framþróun skákarinnar sem keppnis- íþróttar. Þó halda hefði mátt fjölda opinna skákmóta fyrir það fé sem varið er í eitt slíkt mót eru gæðin ekki síður mikilvæg en magn- ið. Á þessum mótum komi það besta fram sem skákin hefur að bjóða, þau setji ákveð- inn „standard“ sem nauðsynlegt sé að geta miðað við, þetta sé hið besta — toppurinn í skákmótahaldi. Þá gagnrýni sem heyrst hef- ur í garð stórmeistarasambandsins að það sinni eingöngu þörfum ofurstórmeistara tel- ur hann byggða á misskilningi. Samtökin séu ung og geri ekki allt í einu, en heimsbikar- rnótin séu góð byrjun. Á næstunni ntuni hefj- ast undanrásir fyrir næstu heimsbikarkeppni Áskell Örn ræðir við Jan Timman. Þessi leikreyndi skákmaður telur nýlokið Heimsbikarmót Stöðvar 2 verða eftir- minnilegt sakir góðrar skákmennsku og mikiis keppnisanda þáttakenda. með viðamiklu opnu móti í Belgrad. Þá hefst á næsta ári keppni í„ atskák“ (hálftímaskák) á vegum sambandsins. Næsta verkefni verð- ur hinsvegar keppnin Sovétríkin—Heimur- inn sem fram fer í Madrid í desember. Timrn- an segir samtökin stefna að því að efla skák- iðkun á öllum stigum, um allan heim og vill í því efni taka upp meira samstarf við Al- þjóðaskáksambandið, FIDE. Það er þó við ramman reip að draga, þar sem forsetar sam- takanna tveggja Kasparov og Campomanes geta ekki setið á sárs höfði, heldur kallast á með heitingum og formælingum hvor í ann- ars garð. Eftirminnilegasta mótið Eins og aðrir stórmeistarar sem við höfum spurt, lýkur Timman miklu lofsorði á nýlok- ið Heimsbikarmót Stöðvar 2. Hann segir raunar ekki hafa gengið að því gruflandi að vel yrði staðið að þessu móti; svo sé jafnan um alþjóðleg skákmót á íslandi. í þetta sinn hafi aðbúnaður keppenda verið frábær enda ríkti hér á landi skilningur á aðstæðum kepp- enda á löngu og sterku móti sem þessu; þeir væru undir miklu álagi og ekkert mætti fara úrskeiðis ef þeir ættu að sýna sitt besta. Hann telur þetta mót hið jafnasta og lík- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.