Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 55
MENNING Af lágu leiði Kafli úr nýrri bók eftir Björn Th. Björnsson: Það svæði garðsins sem við höfum nú dvalizt í um stund er að mestum hluta legstaðir fyrir- fólks og þjóðskörunga, Jóns forseta, Bergs landshöfðingja, Péturs biskups, Jóns Magn- ússonar forsætisráðherra, Steingríms bisk- ups, Jóns Péturssonar yfirdómara og fleiri slíkra, sem minnzt er með veglegum vörð- um. Saga þessara manna er skráð á bækur og börnum er kennt að þekkja nöfn þeirra og vegsemd í lífinu. Pví er það sem næst heilsu- samlegt að staldra við lágt leiði ókunns fólks og spyrja sjálfan sig: Hver var hann eða hún? Hver var vegferðin, hvert skaplyndið, hver stétt og örlög í lífinu? Þegar reikað er um meðal nafnfrægðarinnar í þessum hluta garðsins, rekst gesturinn á reit sem er ekki nema fáa faðma frá varða Jóns forseta og enn nær steini Bergs landshöfðingja: Um- hverfis hann hafa verið gildir steinstólpar, en eru nú brotnir, járnstengurnar milli þeirra löngu brunnar úr og leturplatan mosagróin. Pað er auðséð að enginn á hér lengur til neins skyldleika að telja. Sú var þó tíðin að enginn Reykvíkingur fór í grafgötur um þær fátæku en fyrirmannlegu systur sem hér hvíla, ásamt foreldrum sínum, enda áttu þær ekki svo lítið fóstur í uppvaxandi borgarstétt bæjarins. Pað voru þær Thomsen-systur, og reitur þeirra er merktur S 401. Systur þessar voru dætur Thomas Henrich Thomsens faktors (sem var alóskyldur Thomsenunum í Thomsens-Magasíni) og Inger Margarethe Thomsen, f. Hansen, svo sem stendur á leturplötunni, en var þó ís- lenzk og hét rétt og slétt Margrét Einarsdótt- ir, dóttir Einars Hannessonar snikkara. Slík var danska fordildin hér í bæ. Thomas þessi Thomsen, sem fæddur var árið 1792, kom ungur hingað til lands og starfaði við Eyrar- bakkahöndlun, en árið 1820 gerðist hann faktor við Flensborgarverzlun í Reykjavík og var jafnan síðan við hana kenndur og kallaður Flensborgar-Thomsen. Hann kem- ur sæmilega undir sig fótum, nýtur almenns trausts og er kosinn í bæjarstjórn. Hann tek- ur sér bústýru, yngisstúlkuna Margréti Ein- arsdóttur, og svo sem verða vill um ungar bústýrur, hækkar hún brátt upp í frúarstétt, og eru þau Thomsen gefin saman í dómkirkj- unni þann 25. nóvember 1830, hann 37 ára, hún 30. Hún er þar kölluð Inger Margrethe Hannesen, yngisstúlka og jómfrú, en er þar með orðin Fru Thomsen, födt Hansen. Þeim hjónum fæðast nú þrjár dætur í rennu, Christiane Elisabeth 16. október 1831, Marie Sophie 4. nóvember 1832 og Anne Cathrine 6. október 1833. Ekki er vit- að um uppvöxt þeirra systra né menntun, en ljóst er að þeim hefur verið haldið að ströng- um og dönskum siðum. Þær voru ekki nema rétt komnar fram yfir tekt þegar faðir þeirra dó, 1845, og síðan bösluðust þær áfram með 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.