Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 66

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 66
Nýjar bækur aö læknast af sjálfsdáðum. Bókin fjallar um það að lækna og lina þjáningar, hún segir frá sjúklingum sem hafa sterkan vilja til að sigr- ast á sjúkdómum og lifa af. Hún fjallar um hugrekki til að horfast í augu við sjúkdóma og vinna gegn þeim með hjálp lækna og hjúkrunarfólks. Bernie S. Siegel er bandarískur læknir sem unnið hefur einstætt brautryðjandastarf til stuðnings fólki með alvarlega sjúkdóma. Þótt bókin fjalli einkum um krabbameins- sjúklinga skírskotar hún ekki síður til fólks með aðra sjúkdóma. Hún á líka erindi til fullfrískra manna sem láta sér annt um heilsu sína. Boðorð Siegels læknis er einfalt: Hægt er að ná undraverðuin árangri með því að beita kærleik, skilningi og innsæi. Ef sálarlíf- ið er í jafnvægi eykst líkamanum styrkur. Helga Guðmundsdóttir þýðir bókina. Nýjung á íslandi — matreiðslubók um jurtafæði Grænt og gómsætt nefnist matreiðslubók eftir breska matargerðarmanninn Colin Spencer, einn helsta meistara Breta á þessu sviði. Bókin hefur að geyma mikið safn fjöl- breyttra uppskrifta fyrir þá sem neyta vilja jurtafæðis. Hér er að finna mat við allra hæfi, bæði þeirra sem hafa neytt jurtafæðis lengur eða skemur og hinna sem hyggjast kannski taka upp nýtt mataræði öðru hvoru, sér til tilbreytingar og heilsubótar. Heita má að nær allt sem notað er í uppskriftunum fáist nú hér á landi. í bókinni eru leiðbeiningar um heilsusam- legt fæði og hvernig setja skal saman hollar máltíðir. Sérstaklega er hugað að þörfum barna, þungaðra kvenna, íþróttamanna og roskins fólks. Hér er fjallað um þann háska sem fylgir ótæpilegri neyslu á salti, sykri, fitu og aukaefnum og bent á hvernig draga megi úr henni. Hér eru einnig greinargóðar leið- beiningar um hvað best er að eiga til í kæli og búri, hvaða áhöld koma að mestu gagni og síðast en ekki síst er í bókinni myndskreytt orðaskrá þar sem margt má læra um liinar ýmsu fæðutegundir sem matreiða skal. Barna- og unglingabækur Tónlistarsaga æskunnar er ísiensk útgáfa bókarinnar The Oxford First Companion to Music eftir Kenneth og Valerie McLeish. Þessi víðfræga bók er nýjung á íslandi, því í fyrsta skipti eiga íslensk börn og unglingar kost á að fræðast um tónlist á móðurmáli sínu ívönduðu alfræðiriti. I bókinni erfjallað um margar greinar tónlistarinnar — sígilda tónlist Vesturlanda, popptónlist, djass og tónlist framandi þjóða. Tónlistarsaga æskunnar hefur að geyma rúmlega 1000 myndir og myndskreytingar sem hafa ómetanlegt upplýsingargildi. Auk þess eru rúmlega 50 tóndæmi í bókinni sem auðvelt er að leika á blokkflautu eða píanó. Einnig er leiðbeint um tónlist á hljómplötum til að hlusta á. Bókin er einkum ætluð börn- um og unglingum sem eru að hefja tónlistar- nám eða vilja vita meira um þá tónlist sem þau heyra á hljómplötum, í útvarpi eða sjón- varpi. Eyjólfur Melsteð þýddi. Kuggur til sjávar og sveita eftir Sigrúnu Eld- járn hefur að geyma nýjar sögur um snáðann Kugg. Semfyrreru vinirhans meðíferð: þær Málfríður og mamma hennar — kostulegar kerlingar sem ekki kalla allt ömmu sína þegar taka skal til hendinni, að ógleymdum Mosa — glaðlyndu og hrekkjóttu krfli sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Þau eru á eilífum þeytingi til sjávar og sveita, bregða sér í útilegu, fara á skak og skreppa síðast en ekki síst í geimferð il annarrar stjörnu. Bók- ina prýða rúmlega 40 litmyndir eftir höfund- inn. Lifandi heimur — lífið í kringum okkur eftir Marit Claridge og John Schackell er fræðslu- bók um náttúruna í myndum og máli. Hér fá börnin svalað forvitni sinni og svör við spurningum um lífið í kringum okkur. Bókin geymir mikinn fróðleik um það sem gerist í jurtaríkinu, dýraríkinu og daglegu lífi barn- anna sjálfra. í bókinni er yngstu kynslóðinni kennt að gera einfaldar tilraunir sem leiðir hana fyrstu sporin í líffræði og náttúrufræði. Einnig eru grundvallarhugtök líffræðinnar útskýrð á einfaldan og fjörlegan hátt. En bókinni er ekki aðeins ætlað að fræða — heldur er henni líka ætlað að temja börnun- um virðingu fyrir öllu því sem lifir og andar í kringum okkur. Bjarni Fr. Karlsson þýddi bókina. Heimur í hnotskurn er fjölfræðibók fyrir börn ogunglinga eftir Jane Elliot. Þessi litríkabók hefur að geyma ógrynni af hagnýtum fróð- leik við hæfi barna og unglinga. Hér er að finna ítarlegan kafla um jörðina, dýralíf og gróður á hnettinum, sögu mannkyns og þró- un vísindanna. Breski myndlistarmaðurinn Colin King myndskreytir bókina og glettnis- legar myndir hans eiga ríkan þátt í að gera flókna hluti svo auðskilda að hvert barn get- ur notið þeirra. Bjarni Fr. Karlsson þýddi bókina. Jólagjöfin nefnist saga eftir Lars Welinder. Hún segir frá búálfi, honum Grástakki gamla. Hann átti heima í kofa sem staðið hafði mannlaus árum saman og hann var fjarska einmana. Þótt búálfar vilji láta sem minnst á sér bera, þá líður þeim samt best í návist fólks. En dag nokkurn birtist heil fjöl- skylda í kofanum. Pabbi, mamma og þrjú börn voru komin til sumardvalar. Hvílíkt gleðiefni fyrir gamla búálfinn. Og nú tók eitt æintýrið við af öðru. Jólagjöfin er prýdd fjölmörgum litmynd- um eftir sænska myndlistarmanninn Harald BIIAGEYMSLAN Ný þjónusta við bifreiða- eigendur Bílageymsla aö Bakkastíg 16, Njarðvík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu áður en þú kemur aftur. • Þú getur fengið: þvott, þónun, djúphreinsun á teppum ogsœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar á söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dráttarþíll allan sólarhringinn. 985-24418 og 92-11659 BIIAGEYMSLAN 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.