Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 33

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 33
VIÐSKIPTI Garðabæ, á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Verslunarhúsnæði á mann hefur aukist um tæplega þriðjung á fáum árum. Munur á söluverði verslunarhúsnæðis og skrifstofu- húsnæðis hefur minnkað. Söluverð verslun- arhúsnæðis er nú almennt ekki nema 30% - 40% hærra en verð á skrifstofuhúsnæði. Mikill munur er á söluverði besta verslunar- húsnæðisins og þess ódýrasta. Verðmætið ræðst mest af staðsetningu. Söluverð þess húsnæðis sem best er staðsett er tvöfalt eða þrefalt hærra en þess lakasta. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI OG IÐNAÐARHÚSNÆÐI Söluverð skrifstofuhúsnæðis hefur lítið hækkað í hálft annað ár. Nokkur hækkun var í ársbyrjun 1987 en síðan hefur verð að mestu haldist óbreytt að krónutölu. Söluverð skrif- stofuhúsnæðis en nú að raunvirði með þvf lægsta sem verið hefur í áratug. Óvanalega mikið er boðið fram af nýbyggðu húsnæði. Undanfarin ár hafa margar lóðir sem staðið hafa óbyggðar í grónum borgarhverfum verið teknar tii bygginga. Á þeim eru eink- um byggðar skrifstofur og íbúðir. Framboð skrifstofuhúsnæðis er þó tæplega það mikið að valdi langvarandi verðlækkun. Söluverð var mjög hátt í apríl og maí 1987. Söluverð 1987 var 16% hærra en árið áður og hefur þá verið orðið of hátt. Verð á iðnaðarhúsnæði er nokkuð hátt þrátt fyrir talsvert framboð. Undanfarin ár hefur lítið verið byggt af iðn- aðarhúsnæði. Á sama tíma hefur miklu af eldra húsnæði verið breytt í verslanir eða skrifstofur. Múlahverfið í Reykjavík og Skeifan voru skipulögð sem iðnaðarhverfi þó þar sé nú að finna verslanir og skrifstofur. Sama máli gegnir um hverfi í Kópavogi og Hafnarfirði. Söluverð iðnaðarhúsnæðis hef- ur verið stöðugra en verð á öðru atvinnu- húsnæði. Það sem af er þessu ári hafa verið litlar verðhækkanir á iðnaðarhúsnæði. Með- alverð í ár er þó hærra en í fyrra reiknað á Vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja, sam- runa og gjaldþrota, hefur framboð at- vinnuhúsnæðis aukist til muna. í grein- inni kemur fram að verðhrun hefur orðið á fasteignamarkaðinum og að verðbréfa- sjóðirnir geti orðið fyrir miklum búsifjum vegna þessa. föstu verði sökum þess að haustið 1987 varð nokkur verðhækkun. Undanfarna áratugi hefur fasteignamar- kaðurinn gegnt hlutverki fjármagnsmarkað- ar hér á landi. Menn ávöxtuðu fé sitt með því að festa það í atvinnuhúsnæði. Atvinnuhús- næði skilaði verðtryggingu og hóflegum raunvöxtum. Á sama tíma voru bankavextir lægri en verðbólgan. Verðbréfamarkaður- inn hefur nú tekið við þessu hlutverki. Menn telja að fjármagn ávaxtist lakar í fasteignum en skuldabréfum. Fjárfesting í atvinnuhús- næði er ekki eins arðbær og áður. Undanfar- in ár hafa vextir hækkað mikið. Háir vextir hafa tvenns konar áhrif á atvinnuhúsamark- að. Annars vegar valda þeir hækkun leigu- verðs. Hins vegar stuðla þeir að lækkun á verði fasteigna. Undanfarin ár hefur leiga atvinnuhúsnæðis hækkað meira en markað- sverð þess. Á þann hátt mætir markaðurinn kröfum um aukna ávöxtun. Þegar leigan náði hámarki stuðluðu háir vextir í þjóðfé- laginu að lækkun söluverðs. Ekki má van- meta þátt hækkandi raunvaxta í verðfalli at- vinnuhúsnæðis á liðnu ári. Þekking á markaði fyrir atvinnuhúsnæði er af skornum skammti. í raun er ekki vitað hvað er eðlilegt framboð á húsnæði. Fyrir fáum mánuðum gerði Reykjavíkurborg könnun á framboðinu. Niðurstöður bentu til að um 120 þús m2 af húsnæði væru á söluskrá hjá fasteignasölum. Sökum þess að engin viðmiðun er til hefur vafist fyrir mönnum að túlka þessar niðurstöður. Hversu mikið er framboðið raunverulega? Hversu marga mánuði mun taka að selja þessar eignir? Eru þær ef til vill ekki allar til sölu? Hversu marg- ar af þeim eru tvítaldar sökum þess að þær eru á söluskrám tveggja eða fleiri fasteigna- sala? Þessum spurningum verður ekki svar- að fyrr en komið hefur verið á reglubundn- um faglegum markaðskönnunum. Markað- ur fyrir notað atvinnuhúsnæði er minni en menn telja almennt. Fyrirtæki hafa til skamms tíma sjálf byggt yfir sig húsnæði. Minna hefur verið selt af notuðu húsnæði en byggt af nýju. Sala at- vinnuhúsnæðis nemur varla meiru en 15% af heildarveltu alls fasteignamarkaðarins. Markaðsmálin eru þó í örri þróun. Velta atvinnuhúsnæðis hefur aukist. Fyrirtæki leita nú eftir að kaupa húsnæði í stað þess að byggja sjálf. Þá hafa opinberir aðilar verið meira áberandi við fasteignakaup en áður. Orðið hefur áherslubreyting hvað varðar op- inbera eignaumsýslu. Lengi var húsnæði byggt. Undanfarin ár hefur ríkissjóður hins vegar keypt nokkrar verðmætar eignir og breytt þeim til eigin nota. LÁNASTOFNANIR TAPA VEGNA LÆKKUNAR Á FASTEIGNAVERÐI Mikið er í húfi fyrir lánastofnanir að fast- eignaverð sé stöðugt. Þær tapa ómældu fé á lækkun fasteignaverðs. Mörg lán eru tryggð með veði í fasteignum. Þegar ekki er staðið í skilum skiptir sköpum að gott verð fáist fyrir eignirnar. Raunvirði atvinnuhúsnæðis hefur lækkað það mikið að undanförnu, að veð sem talin voru sæmilega trygg eru það ekki lengur. Það verður sífellt algengara að mark- aðsverð veðsettra eigna dugi ekki fyrir veð- skuldum. Bankastofnanir í landinu tapa BREYTILEGT FASTEIGNAVERÐ Söluverð fasteigna er mjög breyti- legt eftir landshlutum. Hæst er verðið á höfuðborgarsvæðinu en lægra úti á landsbyggðinni. Á Ak- ureyri og Suðurnesjum er fast- eignaverð hið hæsta utan höfuð- borgarsvæðisins. Á þeim stöðum kostar íbúðarhúsnæði oftast 70% - 80% af söluverði í Reykjavík. Á öðrum stöðum er verðið enn lægra. Ekki er óalgengt að það sé 50% til 60% af söluverði í Reykja- vík. í töflunni hér á eftir má sjá mismun á söluverði íbúðarhús- næðis í nokkrum stórum sveitar- félögum árið 1984. Söluverð íbúðarhúsnæðis 1984 Seltjarnarnes 120% Reykjavík 100% Mosfellshreppur 90% Keflavík og Njarðvík 70% Akureyri 70% Akranes 60% Vestmannaeyjar 50% Ef reiknað er með að brunabótamat húsnæð- is sé hliðstætt á þessum stöðum stendur eig- andi skuldabréfs með veð sem miðast við brunabótamat, misjafnlega vel að vígi á þess- um stöðum ef hann þarf að ganga að eigninni vegna vanskila. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.