Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL
Gjaldþrotin
Harkalegur samdráttur í íslenska efnahagslífinu
Einstaklingar og fyrirtæki lenda í
greiðsluerfiðleikum og verða gjaldþrota eins
og á færibandi; útgerðarmenn, kaupmenn og
kaupfélög, iðnfyrirtæki og verslunarfyrirtæki.
Heilu atvinnugreinarnar stynja undan
greiðslubyrði og samdrætti sem gæti orðið
þeim að fjörtjóni. Sjóðir og sveitarfélög riða
til falls. Keðjuverkanir vegna gjaldþrota
byrjaðar. Heill og hamingja einstaklinga og
fjölskyldna í hættu. Heilbrigðisyfirvöld í
viðbragðsstöðu vegna kreppunar. 2%
atvinnuleysi í desember. Á þessum nótum
hljóma lýsingar þeirra bölsýnustu á íslenska
þjóðfélaginu árið 1988 í dag!
Flestir viðmælenda Þjóðlífs voru á eitt
sáttir um að núverandi ástand ætti sér rætur í
fortíðinni. Til sögunnar var nefnd atvinnu-
háttabylting við sjávarsíðuna, offjárfestingar
fyrirtækja, óhagkvæmt og tillitslaust banka-
kerfi, kolvitlaus peningastefna stjórnvalda
með okurvöxtum, óðaverðbólga og þar fram
eftir götum. „Það hlaut að koma að þessu“,
segja menn. Viðmælendur Þjóðlífs voru hins
vegar alls ekki sammála um hversu langt þró-
unin væri á veg komin. Sumir töldu sam-
drættinum lokið að mestu, aðrir kváðu
landsmenn aðeins hafa séð toppinn á ísja-
kanum, hann ætti eftir að koma betur í ljós í
vetur. Svipað var uppi á teningnum varðandi
keðjuverkun gjaldþrota, viðmælendur töldu
sumir hverjir að keðjuverkunin yrði tak-
mörkuð, aðrir að hún ætti eftir að koma fram
af fullum þunga í vetur. Um eitt voru menn
sammála; ástandið er mjög alvarlegt, alvar-
legra en áður í sögu lýðveldisins, nema ef
vera kynni að samdrátturinn í kringum 1967
verði tekinn til samanburðar.
Milljarðar í vanskilum
—horfnir?
Að undanförnu hafa fréttir um áhrif gjald-
þrota ýmissa fyrirtækja vakið óhug meðal
almennings. Margir telja að fram að þessu
hafi verið um of einblínt á fyrirtækin sem
verða gjaldþrota en vandamálið liggi ekki
síður hjá þeim fyrirtækjum og einstaklingum
sem tapa fé sínu og viðskiptum með gjald-
þrotum viðkomandi. Þannig þarf iðnaðurinn
að taka á sig yfir 200 milljónir vegna gjald-
þrota annarra eins og fram kemur í viðtali
við Ólaf Davíðsson í Þjóðlífi, heildsalar sjá
heilan milljarð í sjónmáli, eins og Árni Reyn-
isson forstjóri Félags íslenskra stórkaup-
manna segir, bændur og afurðastöðvar eru
með yfir 200 milljónir í hættu vegna gjald-
þrota verslana og veitingastaða. Og þannig
mætti lengi telja.
En þetta er einungis brot af vandræðum
íslenska atvinnulífsins, því vanskil hafa færst
mjög í vöxt og þarf ekki að koma gjaldþrot
til. Fólk í ábyrgðum er í stórhættu. Reikna
má með að margir milljarðar séu glataðir
eigendum sínum á síðustu mánuðum.
Snaggaraleg viðbrögð
Margir telja það óréttmæta gagnrýni að
atvinnulífið hafi ekki brugðist rétt við breyt-
ingum í efnahagslífinu síðustu ár. Þá er nefnt
til sannindamerkis, að fjölmörg fyrirtæki
hafi lagt niður starfsemi sína án þess að verða
lýst gjaldþrota, önnur hafi sameinast og
reynt þannig að styrkja stöðu sína. Kostnað-
ur við reksturinn er tekinn til meðferðar, og
reynt að spara á öllum sviðum. Atvinnulífið
hefur einnig brugðist við með skuldbreyting-
um, lengingu lána, breytingu lána í hlutafé
og þar fram eftir götum. Þannig má segja að
fyrirtæki hafi brugðist við á skjótan og ábyrg-
an hátt.
Margir hafa orð á því, að gjaldþrotin séu
ekki annað en„ heilbrigð hreingerning", en
hversu mörg og margvísleg mega þau verða
áður en þau megi kalla veikleikamerki í ís-
lenska efnahagslífinu? Og hversu mörg
gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja þolir ís-
lenska efnahagslífið? Getur atvinnuleysi
nokkurn tíma verið „heilbrigt"? Flestir eru
þeirra skoðunar að nú þurfi ríkisvaldið að
grípa í taumana og aðstoða við að koma
hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik.
Reikna má með að verkalýðshreyfing setji
einnig ofurþunga á að koma í veg fyrir at-
vinnuleysi, sem margir telja fyrirsjáanlegt í
vetur.
Þá hefur atvinnulífið verið sakað mjög um
að halda áfram offjárfestingum, en erfitt
mun að finna slíkum ásökunum stað. Þannig
mun hafa verið fjárfest í þjóðfélaginu fyrir
17% af landsframleiðslu á þessu ári, en það
mun vera lægsta hlutfall fjárfestingar síðan
árið 1945. Þrátt fyrir umfangsmikil flugvé-
lakaup Flugleiða á næsta ári munu fjárfest-
ingar á því ári halda áfram að dragast saman.
19