Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 75

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 75
BÍLAR Listin að nema staðar ásamt formála Við íslendingar erum um margt dálítið sér á parti. Sjaldan hefjum við máls á nokkrum hlut nema fyrst komi fram langur formáli og helst ekki að koma sér að málefninu. Sá sem þetta ritar hefur að sjálfsögðu snert af þessari áráttu. Par sem ætlunin er að fjalla um bif- reiðar í þessum pistli þá kemur upp í hugann ýmislegt sem vekur furðu í fari landans. Vegakerfi, sérstaklega í þéttbýli sem hvorki ber þann fjölda ökutækja sem um það fara né liggur á rökréttan hátt til þeirra staða sem fjöldinn stefnir til á mestu umferðartímum dagsins. Umferðarmenning sem hvergi í ... nei það er óþarft að taka lagið í þessum kór nema að hafa eitthvað nýtt og gáfulegt fram að færa. Úr einu í annað. Hefur nokkur hugleitt að þrátt fyrir nán- ast jafnmarga bíla á íbúa í USA, sem eiga heimsmetið, þá er nánast ekkert skrifað um bfla hér nema frásagnir af útliti og reynslu- akstri nýrra bfla; ekkert skrifað fyrir þá sem þegar eiga bfl. Ég held að fullyrða megi að enginn seljandi nýrra bfla hafi rausnast til þess að þýða á íslensku handbók þá sem öllum nýjum bflum fylgir og oftast er á ensku. Peim sem lesið geta útlensku reynast þessar bækur oft hafsjór af gagnlegum upp- lýsingum um meðferð þessa dýra tækis sem bfllinn er. Um útgáfu slíkra bóka eða bækl- inga ættu að vera einhverjar reglur og raunar um flest öll tæki sem fólk kaupir dýrum dóm- um og botnar síðan takmarkað í. Pessu er hérmeð vísað til Neytendasamtakanna, Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda og annarra LoKiNtf i' loKÍnu , A' l-OKALOKWU Þi«av&ien.m SK.ILJA AbElNS WlFigAP^OPSAENN sem málið varðar, að þeir rói í þingmönnum sem hugsanlega vilja setja lög bflneytendum til hagsbóta. Brátt sér fyrir enda formálans, þó er ekki hægt að stilla sig um að nefna heilaga trúar- skoðun meðal bflamanna sem felst í því hvað hinir aðskiljanlegu hlutar og hlutir bifreiðar- innar skuli nefnast á móðurmáli okkar. Skrá- setjarinn telst líklega til„ fríkirkjunnar“ í þessum efnum en því má lýsa gróflega á eftir- farandi hátt. Helst skal nota íslensk þjál og sem gegnsæust orð yfir hluti og hugtök í bfl- um, þar sem gömul afbökuð erlend orð sitja fast fyrir skal nudda nýyrðum að smátt og smátt, ef íslenskra orða er áfátt má reyna að lýsa gerð hlutar, þýða orð eftir orðabók (þykir ruddalegt) eða hafa erlenda orðið í svigum. Lesendur sem fá hugljómun um nýyrði eða endurlífgun gamalla orða gefi sig fram. Fyrirrennari skrásetjarans hafði við orð að það væri vel við hæfi að þetta tímarit birti einhverskonar alþýðufróðleik um bifreiðar. Er þá mál að linni formálanum og gripið niður í alþýðufróðleik og það tekið fyrir sem íslenskum ökumönnum (og flestum ökufönt- um) þykir síst áhugavert, semsé hvernig best megi stöðva bifreiðina. ABS hemlar ABS hemlar (Anti-lock braking system) er viðbót við og endurbót á hemlakerfinu eins og við þekkjum það. Því er ætlað að koma í veg fyrir að hjól læsist við hemlun en heml- unin á jú að fara fram með núningi inni í hjólhemlunum en ekki á milli hjólbarðans og yfirborðs akbrautarinnar. Ekki hefur komið fram hentugt íslenskt heiti yfir þetta fyrir- brigði. Verður því talað um ABS hemla eða kerfi í þessu máli. ABS kerfið er virkt um leið og kveikju- lyklinum er snúið. Örtölvuskynjari við hvert hjól eða drifskaft fylgist með snúningshrað- anum. Gerum ráð fyrir að ökumaðurinn hemli fast og snögglega. Ef eitt eða fleiri hjól skyldu hægja meira á sér en hin sér kerfið um að draga úr vökvaþrýsingi til þeirra. Þótt stigið sé af öllu afli á fótstigið (bremsupetall) til að stöðva eða læsa hjólunum lætur kerfið það ekki gerast. Segullokar opnast og lokast í sífellu u.þ.b. 12-15 sinnum á sekúndu, og skammta þannig þrýstinginn til hjóldælanna. Þessir eru helstu hlutar kerfisins: * Höfuðdæla með hjálparbúnaði sem léttir ástigið. I sambandi við höfuðdæluna er vökvageymir, rafmótor og vökvadæla. * Stjórnstöð með tölvu u.þ.b. 8K. Stjórn- stöðinni er ætlað að sjá svo um að öll hjólin hemli eins. Einu eða fleiri hjólum leyfist ekki að hægja meira á sér en hin hjólin eða læsast alveg. * Hraðaskynjari við hvert hjól eða drif- skaft. Annaðhvort eru skynjararnir fjórir, jafnmargir hjólunum eða þrír og þjónar þá einn þeirra báðum afturhjólunum (bflar með afturhjóladrif). * Skammtari. Rafsegullokar púlsa vökva- þrýstinginn til hjóldælanna. Stundum eru lokarnir sambyggðir höfuðdælunni og því sem henni fylgir. Höfuðdælunni er komið fyrir á hefðbund- inn hátt. Rafknúin dæla heldur vökvanum undir þrýstingi í sérstökum geymi, 150-175 kg/cm2. Aðeins 6-10 sekúndur þarf til að ná upp eðlilegum þrýstingi. Ef dælan svíkur á að vera nægur þrýstingur til 10-20 hemlana með ABS. Síðan verður hemlun með gamla laginu. í kerfinu er viðvörunarljós sem gefur til kynna bilanir hvort sem um er að ræða of lágan eða of háan þrýsting í kerfinu. Allan tímann fylgjast skynjararnir með snúningi hjólanna og stjórnstöðin ber saman upplýsingar sem frá þeim berast. Skynjunin fer þannig fram að lítið tennt hjól snýst með hjóli bflsins. Skynjaranum er komið fyrir við brún hjólsins og telur tennurnar jafnóðum (ekki snerting heldur segulsviðsbreytingar). Merkið sem verður til í skynjaranum hefur misháa tíðni eftir snúningshraða hjólsins. Merkin frá skynjurunum berast síðan stjórn- stöðinni sem ber þau saman við forritað hemlunarátak. Við alla venjulega hemlun reynir ekkert á ABS kerfið og ökumaðurinn verður ekki var við það á nokkurn hátt. ABS kerfið grípur ekki í taumana fyrr en hart er hemlað og eitt eða fleiri hjól hægja meira á sér en hin eða er við það að læsast. Nánar tiltekið er það tvennt sem getur orð- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.