Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 20

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 20
VIÐSKIPTI Bankakerfið — í stríði við atvinnulífið Atvinnurekendur eru teknir að gagnrýna bankakerfið í ríkari mæli en áður. Þeir kvarta undan okurvöxtum þess og óliðleg- heitum gagnvart atvinnulífinu. Enn aðrir gagnrýna bankakerfið fyrir að bregðast eftir- litsskyldu sinni og lána út á hæpin veð í stað þess að kynna sér rekstur fyrirtækjanna. Hæpin veð eru m.a. fasteignirsemfallið hafa í verði að undanförnu (sjá grein Stefáns Ing- ólfssonar verkfræðings um verðfall á fa- steignum á bls. ). Þá er bankakerfið einnig gagnrýnt fyrir bruðl og óhóf við eigin rekstur. Fullyrt er að að rekstur bankanna sé alltof óhagkvæmur og dýr, allt að fimm sinnum dýrari en í nágr- annalöndum okkar. Þetta sé ein ástæða hárra vaxta. Bent er á að um þessar mundir er verðbólga sáralítil, en engu að síður eru raunvextir áfram gífurlega háir og bankarnir þrjóskast við að lækka vextina þrátt fyrir greinilegan þrýsting atvinnulífsins og stjórn- valda. Telja margir að ef ekki verði breyting snarlega þar á, muni verða gerðar kröfur um að ríkisstjórnin beiti „handafli“ við vextina eins og hún hefur og boðað að gert verði, ef vextir lækki ekki með öðrum hætti. Háir vextir —eitrið í æðum efnahagslífsins Þegar þau fyrirtæki og einstaklingar sem lent hafa í vanskilum eru spurðir um aðalástæðu erfiðleikanna, nefna flestir aðil- anna háa vexti og annan fjármagnskostnað sem aðalsökudólg. En mörgum vefst tunga um höfuð þegar skýra á ástæðu hárra vaxta. Þannig var t.d. forstjóri fyrirtækis spurður á dögunum hversu margir væru um ákvörðun á vöxtum. „ Þeir eru 83 talsins", svaraði for- stjórinn. Spyrillinn hváði og fékk þá skýr- ingu, að lífeyrissjóðirnir væru 83 talsins og ættu stærstan hlut að máli í þeirri vaxtaþróun sem sligaði einstaklinga og fyrirtæki. Flestir venjulegir menn benda á að háir vextir hefðu kallað á enn hærri vexti, þvert á kenningar margra hagfræðinga um að háir vextir leiddu til minni eftirspurnar eftir fjár- magni. Það sem hefði gerst væri þvert á móti; til að standa undir afborgunum af lánum með háum vöxtum og verðtryggingu, þyrftu einstaklingar og fyrirtæki að biðja um lán, með háum vöxtum og svo koll af kolli; fram- boðið á peningum væri mun minna en eftir- spurnin. Hvað sem veldur; háir vextir, mikill fjármagnskostnaður hafa reynst sem eitur í æðum íslenska efnahagslífsins síðustu mis- seri. Önnur kenning hagfræðinga segir reyndar, að háir vextir um lengri tíma dragi úr hagvexti og leiði um síðir til samdráttar þjóðartekna, - er ekki einmitt það að gerast í íslenska efnahagslífinu? Allar greinar í erfiðleikum Allar greinar atvinnulífsins eiga í erfið- leikum, þó gjaldþrot séu ekki tekin að hrjá þær allar jafn mikið. Það er t.d. athyglisvert hversu hröð uppstokkun er í verslun á höfuð- borgarsvæðinu. Það er einnig umhugsunar- vert hversu Samband íslenskra Samvinnufé- laga er illa statt; fjölmörg kaupfélög hafa farið á hausinn, verið lögð niður eða samein- uð öðrum. Flestar greinar Sambandsins hafa lent í ógöngum og það er saman lagt dæmi upp á milljarða króna. Vert er að undirstrika að þáttur samvinnuhreyfingarinnar í at- vinnulífinu er gífurlega stór, allt að 40% í atvinnulífi landsmanna. Það er sama hvert litið er; hátæknifyrir- tæki, heildsölu, hótel, iðnfyrirtæki, fisk- vinnslu, fiskeldi, framleiðslugreinar og þjón- ustugreinar, —hvarvetna blasa erfiðleikar- nir við. Margir vara samt við alhæfingum um slæma stöðu einstaka atvinnugreina. Þannig sé t.d. hæpið að alhæfa um fiskvinnsluna. Af 65 frystihúsum eru 17 mjög illa í fjármagns- sveit sett meðan öll hin eru á sæmilegu eða mjög góðu róli. Þessi 17 frystihús dragi niður meðaltalið. Og þetta eigi við um fleiri meðal- talstölur um stöðu atvinnuveganna. Atvinnufyrirtæki eru ekki ein um að verða gjaldþrota. Mörg sveitarfélög eru einnig í slæmri greiðslustöðu, og í vissum skilningi gjaldþrota. Meðal kaupstaða og sveitarfé- laga sem illa er fyrir komið eru Hveragerði, Hofsós, Ólafsvík, Ólafsfjörður, Siglufjörð- ur, Sauðárkrókur, Suðureyri og Kópasker. Margir eru þeirrar skoðunar að á sumum stöðum sé ástandið það alvarlegt að félags- málaráðuneytið eigi að fara grípa í taumana, a.m.k. að setja eftirlitsmenn á fjárreiður eða jafnvel í sumum tilfellum að setja stjórnend- ur sveitarfélaganna af, en fyrir því er heimild eða jafnvel fyrirmæli í lögum. Áframhaldandi uppstokkun Meðal sérfræðinga er sú skoðun reifuð að það þurfi að nota tækifærið í samdrættinum til aukinnar hagkvæmni bæði í atvinnulífinu sjálfu og við efnhagsstjórnun landsins. Það sé ekki bara bankakerfið sem er alltof dýrt, heldur landbúnaðarkerfið, sjóðakerfið o.m.fl. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að steypa ýmsum sérlánasjóðum atvinnuveg- anna í einn sterkan og voldugan sjóð, breyta ýmsum lánum gömlu sjóðanna í hlutafé og stokka upp sjóðakerfið allt. Enn fremur að kominn sé tími til að breyta um„ strúktur“ í sjávarútvegnum og velta upp nýjum spurn- ingum. Þannig er spurt hvort það sé sjálfgef- ið, að það borgi sig fyrir íslendinga að eiga fiskstautaverksmiðjur í Bandaríkjunum, hvort gæti ekki verið hagkvæmara að selja fiskinn einfaldlega Bandaríkjamönnum vestra? Og þannig er spurt áfram utan endis? Vandinn stærri á höfuðborgarsvæðinu Margir telja að samdrátturinn og gjald- þrotin komi verr niður á höfuðborgarsvæð- inu en landsbyggðinni. Til marks um það eru nauðungaruppboðin og gjaldþrotin, sem eru margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu en ann- ars staðar á landinu eins og fram kemur í viðtölum Þjóðlífs við fógetaembættin. Fleiri þjónustufyrirtæki virðast hafa orðið gjaldþrota en framleiðslufyrirtæki eins og von er. Stjórnvöld hafa til að byrja með lagt ofurkapp á að bjarga útflutningsgreinum t.d. með Atvinutryggingasjóðnum, sem mun að- stoða fyrirtæki í þeim geirurn atvinnulífsins. Auðvitað er efnahagslífið samhangandi, þannig að velgengni í útflutningsgreinum skilar sér fjótlega til þjónustugreinanna. En ef gjaldþrotabylgjunni linnir ekki fljótlega hlýtur að vera álitamál hvort ekki þurfi við- lagasjóði og opinber inngrip í atvinnulífið til bjargar fleirum en útflutningsgreinunum. Sömuleiðis þarf að grípa til ráðstafana til aðstoðar einstaklingum sem lent hafa í gjald- þroti. En frumforsenda hlýtur að vera, að stjórnvöld fylgist betur með gangi efna- hags— og atvinnulífsins en þau gera nú. Þannig er t. d. ótækt að opinberir aðiljar skuli ekki safna upplýsingum um fjölda nauðung- aruppboða, gjaldþrotabeiðna og gjaldþrota og þóunina í þessum efnum. Það er ekki gert, þannig að stór skaði kynni að vera skeður áður en upplýsingarnar berast til þeirra sem þyrftu að grípa á málum. 20

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.