Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 70
UPPELDISMÁL „Ég hef líka orðið vör við að börn skipta oft um skóla. Ég man eftir níu ára gömlu barni sem hafði verið í fimm skólum..“ Sjö ára og sjálfala Austurbæjarskólinn er oft talinn vera erf- iður skóli. Skólahverfið, sem er gamli Aust- urbærinn, er blandað og í því eru margar litlar leiguíbúðir. Vilborg segir að það hafi ekki verið kannað hvort börn í þessum skóla hafði það erfiðara en í öðrum skólum, ekki frekar en annað sem snerti hag barna. „Eg vona hins vegar að ástandið hér sé verra en í öðrum skólum. Ef svo er ekki er ástandið mjög slæmt. Með þessu er ég ekki að segja að skólinn sem slíkur sé slæmur, þvert á móti finnst mér hann að mörgu leyti mjög góður. Hér er gott og samstillt starfslið.“ Vilborg segist verða mikið vör við það í starfi sínu að börnin hafi það ekki gott. „Þau leita til mín, ekki af því þau séu meidd eða lasin, heldur af því þeim leiðist og líður illa. Þau koma stundum og spyrja hvort þau megi ekki horfa á mig vinna. Þau eiga erfitt með að tala um erfiðleika sína en mörg hver eru með lykla og það er enginn heima. Sum eru jafnvel ekki einu sinni með lykil heldur eiga að bíða úti eða hjá kunningjunum. Eg man eftir sjö ára barni sem átti að bjarga sér í þrjá tíma eftir að skólanum lauk þangað til móð- irin kom heim úr vinnu. Égræddi við móður- ina og var henni sammála í því að barnið gæti farið sér að voða heima fyrir. En það tók mig langan tíma að fá hana til að skilja að það væri ekki sjálfsagt mál að sjö ára barn þyrfti að bjarga sér sjálft. Hún sagðist þurfa að vinna allan daginn og barnið var á biðlista á yfirfullu skóladagheimili. Svona lagað gerist hvorki vegna þess að fólk hafi ekki nægar upplýsingar né að það sé vont í eðli sínu. Það er einfaldlega búið að sætta sig við örþrifaráðin sem það neyðist til að grípa til ef dæmið á að ganga upp. Auðvit- „Ég hef fengið til mín 9 ára börn sem þjást af vöðvabólgu og stöðugum höfuðverk og ég hef heyrt af 6 ára börnum með vöðvabólgu..." að hafði þessi kona áhyggjur af barninu sínu en hún þurfti að vinna til að sjá því og sjálfri sér farborða. Þetta er bara látið viðgangast eins og svo margt annað. Það á ekki að vera í lagi að foreldrar vinni allan daginn. Ég hef líka orðið vör við að börn skipta oft um skóla. Ég man eftir níu ára gömlu barni sem hafði verið í fimm skólum. Fólk segir sem svo að þetta sé allt í lagi, börn séu svo fljót að aðlagast og eignast nýja vini. En það er ekki þannig, þau verða öryggislaus af stöðugum breytingum á umhverfi. Þetta á fólk erfitt með að skilja en því finnst sjálfsagt að halda í sama heimilislækninn.“ Börnin aldrei spurð — Af hverju stafar þetta skilningsleysi fólks? „Það er erfitt að segja en ein skýringin er eflaust hve margir eru óánægðir í húsnæðis- málum. Fólk linnir ekki látunum fyrr en það kemst í 200 fermetra einbýlishús. Það spyr aldrei þeirrar spurningar hvort sé barninu nauðsynlegra að hafa sérherbergi eða hafa foreldrana stundum heima. Forgangsröðin getur stundum verið dálítið skrýtin. Ég man eftir foreldrum sem höfðu ekki efni á að kaupa gleraugu handa barninu sínu. Um 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.