Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 51
ERLENT 31 m ÆiM < Ji jmj jJSSffg & sJfl * /ví t| 4Mi fflr ' A jr ,j WgÆ Mikið fjör einkenndi kosningabaráttu Græningja í Svíþjóð. Skoðanakannanir bentu til að erfitt yrði að mynda stjórn án þáttöku þeirra. Reyndin var þó önnur. annan. Þá skortir öll tengsl við raunveruleik- ann. Síðan viljum við mikla tekjujöfnun og þar erum við trúlega nálægt VPK (kommún- istaflokknum). En í atvinnulífinu trúum við alls ekki á skipulagshyggju. Við viljum gefa fólki tækifæri til framkvæmda, ýta undir frumkvæði eins og hægt er. Þar stöndum við langt frá VPK svo það dæmi sé aftur tekið. Sænskir jafnaðarmenn hafa hins vegar aldrei verið mjög sósíalískir þegar kemur að at- vinnulífinu. Við höfum ekkert á móti sér- eignarréttinum, en þó þannig að við viljum hafa ströng lög til að takmarka alla iðju sem ógnar umhverfinu. Við viljum líka ýta undir sameignarfyrirkomulagið. Hvað varðar hlutabréfaeign t.d. viljum við að starfsmenn fyrirtækja og íbúar í nágrenni þeirra fái möguleika til að eignast beint 1/3 hlutabréf- anna. Verðbréfaniarkaðurinn verður sem sagt til eftir sem áður í grænni Svíþjóð? — Já, hann verður til, en trúlega verða fjármálamennirnir nokkuð áhyggjufullir. Það kemur til með að sýna sig eftir næstu kosningar þegar við verðum í oddaaðstöðu. Þeir eru mjög hræddir um að verðbréfa- markaðurinn hrynji ef græningjar fá oddaað- stöðu. Við sjáum til eftir þrjú ár. Nú voru niargir búnir að spá því að þið fengjuð þá aðstöðu núna en svo reyndist ekki. Heldurðu að það sé gott eða slæmt fyrir flokkinn? — Það verður eðlilega leiðinlegra. Við verðum ekki jafn spennandi þetta kjörtíma- bil. En fyrir okkur sem stjórnmálaflokk er það vafalaust mun betra því við fáum tæki- færi til að þreifa okkur áfram á allt annan hátt. Við gætum haft meiri áhrif í oddaað- stöðu en um leið hefði verið hætta á að við lentum í ónauðsynlegum átökum og vanda- málum vegna reynsluleysis. Það getur verið gott að losna við slíkt. Okkur gefst líka færi á að reka „hreinni" græna pólitík næstu þrjú ár. Síðan getum við tekið við oddaaðstöð- unni. Það er annað í sambandi við fylkingaskipt- inguna sem ég vildi koma að. í mörgum stærstu samfélagsmálunum, svo sem iðnað- aruppbyggingunni, hagvextinum o.þ.h. er hin klassíska tvískipting í borgara og sósíal- ista ekki fyrir hendi eins og fólk kannski heldur. Þar eru þvert á móti jafnaðarmenn og moderatar (sá flokkur sem í Svíþjóð stendur lengst til hægri) innilega sammála. Þeir vilja byggja eins mikið og framast er unnt, leggja vegi, stórefla iðnaðinn og þá helst á svæðum þar sem þegar er þensla. Að þessu leyti eru bæði jafnaðarmenn og moderatar höfuðandstæðingarokkar. Mark- mið okkar, að skapa samfélag sem er í jafn- vægi við náttúruna, gengur þvert á stefnumið þeirra. Hingað tii hefur verið unnið að því að skapa samfélag sem á einhvern hátt er sett ofaná jörðina og í raun tekur ákaflega lítið tillit til fólks, hvernig því líður og hvað það vill. En ef moderatarnir og jafnaðarmenn eru sammála um þetta, — hvar er þá hugsanlega oddaaðstaða ykkar? — Nei, það er langt í að við fáum einhverja oddaaðstöðu hvað þetta varðar. Fólk er fjarri því að átta sig á þessum tengslum. Við 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.