Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI Á saumastofu. Fjöldi kvenna hefur misst vinnuna á saumastofum, sem orðiö hafa gjaldþrota eða sagt upp fólki í samdrættinum. Og fyrirsjáanlegt er að fleiri missa vinnuna á næstunni í þessari atvinnugrein. þá missa atvinnuna. Ég sé alls ekki fyrir mér að það verði störf til að bjóða þeim, hvað svo sem öll meðaltöl segja. — Það er nú svo að jafnvel þó sprenglærðir meðaltalsútreiknar á borð við hagfræðinga komist að þeirri niðurstöðu að nægjanlegt framboð á störfum sé fyrir hendi, þá virðist þeim yfirsjást að um er að ræða fólk af holdi og blóði, sem ekki getur gengið inn í hvað sem er. Þessir menn komast yfirleitt að þeirri niðurstöðu að þó svo að einhver lítill hópur sé atvinnulaus þá komi það mörg atvinnu- tilboð á móti að útkoman beri vott um jafn- vægi. í reynd er þetta hinsvegar þannig að þótt það sé verið að auglýsa eftir fram- kvæmdastjórum eða mönnum til þess að sjá um tölvukerfi í einhverju stórfyrirtæki, þá breytir það litlu um atvinnumöguleika 60 ára gamallrar saumakonu. Þetta gleymist alltof oft að mínu mati í þessari umræðu. Hve mikill er vinnusamdrátturinn að þínu mati? — Ég tel útlitið vera mjög svart um þessar mundir. Það er ekki bara um að ræða sam- drátt í venjulegum skilningi heldur hreinlega spennufall í atvinnulífinu, og það hefur að sjálfsögðu haft slæmar afleiðingar fyrir launafólk, sérstaklega í iðnframleiðslunni og versluninni. — íslensk iðnfyrirtæki eiga almennt undir högg að sækja um þessar mundir, því auk erfiðra rekstrarskilyrða er alveg ljóst að þau eru að tapa gríðarlegum fjármunum vegna gjaldþrota viðskiptavina sinna. Hér er um að ræða hundruð milljóna og sjálfsagt sér eng- inn fyrir endann á því dæmi enn. — Það hafa nálægt 500 manns, aðallega konur, misst vinnu sína í fata- og vefjariðn- aðinum frá því á síðasta ársfjórðungi ársins 1987, vegna samdráttaraðgerða eða gjald- þrota. Og það er langt frá því að þessi þróun sé gengin yfir. Nú þegar hafa verið boðaðar umtalsverðar samdráttaraðgerðir sem fela í sér atvinnumissi fjölda manns. Við höfum einnig fundið fyrir því að það er að slakna verulega á spennunni í öðrum greinum. Maður fréttir t.d. að iðnfyrirtæki sem áður fyrr áttu mjög erfitt með að halda starfsfólki, og fá nýtt til starfa, geta núna valið úr fjölda umsókna. Þetta bendir óneitanlega til þess að samdrátturinn sé farinn að gera vart við sig víðar heldur en í þessum fata- og vefjar- iðnaði. Hvaða afleiðingar hafa gjaldþrot ein- stakra fyrirtækja gagnvart launþegum? Verður starfsfólkið fyrir fjárhagstjóni? — Við hjá Iðju höfum það fyrir reglu að fylgjast mjög náið með öllum þeim gjaldþrot- um sem snerta okkar félagsmenn. Um leið og okkur berst vitneskja um að eitthvert fyrirtæki sé komið til gjaldþrotaskipta þá lát- um við okkar félagsmenn vita og skýrum þeim frá réttarstöðu þeirra. í raun hefur þessi upplýsingamiðlun okkar þrósat út í það að við hreinlega höfum séð um þessi mál fyrir okkar fólk því oft á tíðum getur verið ærið torsótt að sækja rétt þess. — Lögin um ríkisábyrgð á launum, sem sett voru 1985, eiga að tryggja að launþegar lendi ekki í stórkostlegum fjárhagslegum skakkaföllum vegna gjaldþrota. Samkvæmt lögunum ábyrgist ríkið greiðslu á vangoldn- um launum, orlofs- og lífeyrissjóðsgreiðsl- um, eftir ákveðnum reglum þar um. Lögin taka einnig til ákveðinna skaðabóta sem launþegar eiga rétt á, svo sem vegna samn- ingsbundins uppsagnarfrests. — Þó að lögin séu að mörgu leyti ágæt, þá er kerfið hinsvegar nokkuð þungt í vöfum og því hefur fólki reynst erfitt að standa á rétti sínum. Almennt má þó segja að launþegar séu nokkuð vel tryggðir gagnvart gjaldþrot- um sem slíkum, — ef rétt er á spilunum haldið, þó svo að einhver dráttur geti orðið á greiðslunum. — Dráttur á þessum greiðslum getur að sjálfssögðu komið sér mjög illa fyrir fólk. Nú hafa Lára V. Júlíusdóttir og Jón Sæmundur Sigurjónsson lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um bætur úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði meðan á gjaldþrotaskiptum stend- ur. Ég tel þetta frumvarp til mikilla bóta fyrir launafólk sem missir vinnu sína á þennann hátt, því breytingin felur í sér að fólk fái greiðslur miklu fyrr en ella. Hitt er annað mál að atvinnuleysið sem nú bíður þessa fólks getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel gjaldþrot hjá einstakl- ingum, sagði Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri Iðju í lok samtalsins við Þjóðlíf. Kristján Ari ASÍ „Erum að skoða stöðuna“ — Við erum að hefja kortlagningu stöð- unnar hringinn í kringum landið, sagði Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ, þegar Þjóðlíf innti hann eftir viðbrögðum ASÍ við gjald- þrotunum: — Við erum í þann mund að byrja á því að kortleggja þetta. Við ætlum að meta stöðuna hringinn í kringum landið og spyrja okkar fólk hvernig það haldi að mál- in þróist það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Gjaldþrotin að undanförnu eru hluti af almennum samdrætti í atvinnulíf- inu og það er fyrst og fremst þessi almenni samdráttur sem kemur niður á launafólki. bæði í formi atvinnuleysis og tekjumissis vegna minni vinnu. - Það sem við höfum auknar áhyggjur af er hve mikill samdrátturinn verður í verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti verið að það dæmi líti verr út en menn átta sig á. Ég hef að undanförnu heyrt dæmi um að fyrirtæki virði ekki á sama hátt og áður samningsbundinn uppsagnarfrest fólks og að sumt launafólk þori ekki lengur að standa á rétti sínum gagnvart vinnuveit- anda af ótta við fyrirvaralausa uppsögn. Astandið er að mínu mati mun svartara en verið hefur, sagði Ari Skúlason hjá ASÍ að lokum. KAA/— 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.