Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 57

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 57
MENNING Kvikmyndir Terry Gilliam og baráttan við skrif- ræðið Einu sinni, fyrir langa löngu, var gerð kvik- mynd sem hlaut nafnið Brazil. Kvikmynd sem vakti mikla athygli úti í hinum stóra heimi og hlaut fjölmörg verðlaun. Þetta var árið 1984. Að vísu voru ekki allir jafn hrifnir. Bandaríkjamenn, nei. Yfirmenn kvik- myndavers Universai voru ekki hrifnir. Ég ætla að segja ykkur söguna frá byrjun. Fyrsti vísirinn að gerð Brazil var í nætur- klúbbi í París. I þessum næturklúbbi voru m.a. komnir saman leikstjórinn Terry Gilli- am og framleiðandinn Arnon Milchan. Terry var að reyna að selja Arnon, sem þá var að framleiða „The King of the Comedy“ og „Once Upon a Time in America", handrit að kvikmynd sem átti að gerast „einhvers staðar í 20. öldinni." Arnon var glaður og reifur, enda gekk leikritið sem hann var að setja upp og var með Roman Polanski í aðal- hlutverki, mjög vel. Eftir sýningar kom Pol- anski venjulega í klúbbinn og partýin stóðu langt fram á morgun. Einhvern veginn tókst Gilliam að fá Milchan til að leggja eina mill- jón $ í púkkið og að auki að fá eitthvert af stóru kvikmyndaverunum til að fjármagna restina. Alla vega. 20th Century Fox og Universal ákváðu að leggja peninga í myndina. Fox átti að fá Evrópu og restina af heiminum, Uni- versal fékk Bandaríkin. Kostnaðaráætlun hljómaði upp á 15.000.000 $. Gilliam fékk breska leikritaskáldið Tom Stoppard (The Empire of the Sun), og leikarann Charles McKeown til að hjálpa sér við handritið. Svo var hafist handa við að kvikmynda. Kvik- myndað var í Englandi og Frakklandi, jafnt inni sem úti. Leikarar voru ekki af verra taginu: Jonathan Pryce (frábær í aðalhlut- verkinu), Robert De Niro (andspyrnuverk- fræðingur), Katherine Fielmond (móðir Pryce), Bob Hoskins, Ian Holm, Ian Richardson og auðvitað Michael Palin, fé- lagi Gilliam frá Monty Python dögunum. Þrátt fyrir gífurlegt álag, lauk Gilliam við myndina á réttum tíma og undir kostnaðar- áætlun. Svo skilar hann myndinni til Fox og þeim finnst hún fín og setja hana strax í dreif- ingu í Evrópu. Annað var það nú með Uni- versal og Bandaríkjamarkaðinn. Universal, og þá aðallega forstjóranum, Sidney J. Sheinberg, fannst myndin allt of þrúgandi, niðurdrepandi og of ruglingsleg fyrir banda- ríska áhorfendur. Hann skipaði Gilliam að klippa en Gilliam brást ókvæða við og sagð- ist hafa staðið við sína samninga, Universal þyrfti að standa við sína. Sidney Sheinberg gaf ekki eftir og sat á myndinni í nokkra ntánuði. Þetta var stríð á milli leikstjóra sem skilað hafði inn metnaðarfullu listaverki, og kvikmyndastúdíós sem vildi afþreyingu í bandarískan almenning. Það fór að lokum svo að Gilliam stóð uppi sem sigurvegari. Hans útgáfa hlaut verðlaun kvikmyndagagn- rýnenda Los Angeles, fyrir besta handrit, bestu mynd og bestu leikstjórn. Auk þess var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handrit og bestu listrænu útfærslu (art dir- ection). Ekki má gleyma því að Frakkar voru yfir sig hrifnir og tala um hana sem eina bestu mynd síðustu áratuga. En af hverju er ekki búið að sýna hana 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.