Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 62
MENNING Gyrðir Elíasson: „Reyni að hugsa sem minnst um gagnrýnina." Mynd Þorkell Þorkelsson. „Enginn getur hjálpað skáldum“ Gyrðir Elíasson rithöfundur með nýja smásagnabók, eiginlega skáldsögu... Gyrðir Elíasson er óefað eitt þeirra skálda okkar af yngri kynslóðinni, sem best kunna að yrkja ljóð og segja sögu. Einn gagnrýn- andi hefur lýst honum sem efnilcgasta ljóð- skáldi þjóðarinnar, og fyrsta skáldsaga hans, Gangandi íkorni, hlaut ágætar viðtökur þegar hún kom út í fyrra. Nú í haust kemur út ný bók, Bréfbátarigningin, eftir Gyrði. Hún hefur að geyma fjórar langar, sjálfstæðar smásögur, sem þó tengjast, skarast að efni: „Það má segja kannski að þetta sé skrítin skáldsaga. Að hluta eru söguhetjurnar þær sömu í öllum sögunum; og segj a má að í þeim öllu sé sami heimurinn ríkjandi. Þær gerast allar í samtímanum og sögusviðið er smábæj- arsamfélag, sem hugsanlega gæti borið ein- hvern keim af uppeldisstað mínum, Sauðár- króki. Síðasta sagan er þó reyndar nokkuð frábrugðin hinum þremur.“ Nú kvaddir þú þér fyrst hljóðs sem Ijóð- I skáld. í fyrra varstu síðan með skáldsögu og núna smásögur. Er þetta eitthvert fráhvarf frá ljóðunum eða ertu bara að hvfla þau? „Nei, ég er alls ekki hættur að yrkja ljóð. Ég á töluvert í handriti af ljóðum og næsta bók mín verður eflaust ljóðabók." Skrifarðu jöfnum höndum Ijóð og prósa? „Nei, eiginlega á ég mjög erfitt með að vinna að þessu tvennu í einu. Þetta kemur í tímabilum hjá mér. Það koma tímar þegar ég skrifa engin ljóð og bara prósa og öfugt.“ Þér finnst ekkert bókmenntaform liggja betur fyrir þér en annað? „Mér finnst munurinn á formtegundum ekki eins mikill og sumir vilja vera láta. Allt á sinn tíma og það fer í rauninni bara eftir því, sem ég vil segja, koma á framfæri hverju sinni, hvaða form verður ofan á. En það er eins með form og efni annars vegar og hins vegar líkama og sál. Erfitt að skilja á milli.“ Þórbergur — mesti höfundur aldarinnar Þú hefur ást á Þórbergi Þórðarsyni? „Já, hann er gríðarlega víðfeðmur höfund- ur. í verkum hans ríkir mesti andi, sem ég hef skynjað hjá íslenskum rithöfundi. Hann er mesti höfundur aldarinnar hér á landi. Af ljóðskáldum myndi ég vilja nefna Jóhannes úr Kötlum og ísak Harðarson.“ Nú hefur þú fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda. Meðal annars verið sagður efnilegasta skáld þjóðarinnar. Finnst þér slíkt vera hvatning eða byrði? „Ég reyni að hugsa sem minnst um gagn- rýnina. Reyni að láta hana ekki hafa áhrif á mig. Ég vil ná því fram, sem ég hef sjálfur áhuga á, og forðast að láta utanaðkomandi hluti hafa áhrif á mig. Gagnrýnin snertir ekki það dýpsta í mér. Þó verð ég að viðurkenna að slæm gagnrýni hefur meiri áhrif á mig en góð.“ Hvað finnst þér að öðru leyti um þá um- fjöllun, sem ungir höfundar fá í fjölmiðlum samtímans? „Mér finnst hún stundum nokkuð yfir- borðskennd. Ekki höfðatil mín. Þegarbókin kom út í fyrra var hringt til mín frá fjölmiðli, sem mér er frekar lítið gefið um, og ég beð- inn um að koma fram þar. Ég neitaði, og þá fann ég að viðkomandi fjölmiðlamanni þótti ég bara eitthvað skrítinn. Að vilja ekki koma fram og auglýsa mig. En mér finnst stundum að umfjöllun um skáld í fjölmiðlum miðist frekar við að auglýsa fjölmiðlana og sýna fram á ágæti þeirra en vekja athygli á skáld- unum.“ Þú býrð í Borgarnesi. Finnst þér þú hafa meiri ró og frið til skrifta úti á landsbyggð- inni en í bænum? „Já mér finnst mér ganga betur að finna sjálfan mig úti í dreifbýlinu.“ Nú ert þú í fullu starfi, ef svo má segja, sem skáld. Finnst þér þú finna fyrir þessari frægu einsemd, sem svo oft er talað um að skáld líði? „Auðvitað finnur maður stundum fyrir einsemd. Enginn getur hjálpað skáldum. Þau verða að hjálpa sér sjálf . . .“ —eh 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.