Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI eitt af meginverkefnum samtaka okkar að standa við bakið á fólki og gefa því góð ráð þegar svona mál koma upp. Ég tel mjög brýnt að fólk geti leitað til annarra sem hafa farið í gegnum þennan sama vítiseld. Von- andi tekst samtökum okkar að ráða hér bót á og rjúfa þá einangrun sem gjaldþrota fólk hefur lennt í. — Gjaldþrota fólk, og jafnvel fjölskyldur þess, mætir oft miklum fordómum í samfé- laginu. Fólk virðist oft á tíðum vera mjög blint á mannlega þáttinn í þessu öllu saman. Það er nefnilega mannlegt að gera mistök og slíkt hendir alla. Það slær mann því virkilega þegar sumt fólk hreytir út úr sér ónotum í okkar garð, — að við séum ómerkileg, kæru- laus og jafnvel eitthvað enn verra. Það virð- ist vera mjög almenn skoðun meðal almenn- ings að gjaldþrota fólk geti sjálfu sér um kennt og því átt sig sjálft. Mér finnst þetta mjög undarlegt sjónarmið og ómanneskju- legt. Manni er til dæmis sagt að stór hluti af umferðarslysum stafi af gáleysi eða glanna- skap í akstri. Það dettur engum í hug að segja að það fólk sem verður fyrir slysum eigi að ganga um háls- og hauskúpubrotið. Það eru alllir sammála um það þurfi að hjálpa þeim og það sama ætti að gilda um fólk sem lendir í þeirri ógæfu að missa allar eigur sínar vegna mistaka. Það leikur sér enginn að því að verða gjaldþrota, því slíku fylgir mikill sárs- auki og vanlíðan, og þá ekki síst fyrir fjöl- skyldu viðkomandi. Ég hygg að hér þurfi hugarfarsbreytingu til. Að henni munu sam- tökin okkar vinna. — Persónulega þarf ég ekki að kvarta yfir skilningsleysi og fordómum. Á netaverk- stæðinu þar sem ég vinn hef ég mætt miklum skilningi meðal vinnufélaga minna og ekki hvað síst hjá yfirmönnum mínum. Ég er mjög þakklátur því umburðarlyndi sem mér hefur verið sýnt í vinnunni, því oft á tíðum hefur hugurinn verið allt annarsstaðar en þar, ég hef þurft að fá mikið af fríum og þess háttar. Það væri óskandi að aðrir gætu sagt hið sama. Lýsi eftir manninum sem kom mér á hausinn — I dag er þetta allt saman orðið svo óper- sónulegt. Maður fær bara þessi gluggabréf, - menn tala orðið ekkert saman og þekkja ekkert vanda hvers annars. Ég vildi gjarnan nota tækifærið í þessu viðtali og hreinlega lýsa eftir þeim manni sem kom mér á haus- inn. Sá hinn sami er á flótta undan mér og það finnst mér vera ástæðulaust með öllu. Ég vil gjarnan hitta hann, ræða hlutina og leysa okkar mál eins og mönnum er sæmandi. Það að krefjast þess að einhver verði gerður gjaldþrota ætti að vera neyðarúrræði þegar fullreynt þykir að viðkomandi geti ekki og muni ekki geta staðið í skilum. Menn hljóta að þurfa að tala saman og reyna að ná sam- komulagi áður en gripið er til svona úrræða. Það kostar ekkert að tala saman fyrst. — Það er fullt af fólki í samtökunum sem hefur orðið gjaldþrota vegna þess að það hefur gengið í ábyrgð fyrir aðra. Fólk ætti að fara varlega í slíkt, því oft geta jafnvel litlir víxlar orðið að miklum skuldum. Ég hitti til dæmis mann fyrir stuttu sem hafði gert vini sínum þann greiða að skrifa uppá 150 þúsund króna víxil. Allt í lagi með það. Svo líður og bíður í nokkra mánuði og hann heyrir ekki nokkurn skapaðan hlut, fyrr en hann fær einn góðan veðurdag bréf þar sem hann er rukkaður um 450 þúsund krónur, því við vanskil byrjar innheimtukostnaðurinn að bætast við. Það segir sig sjálft að slíkt getur komið fólki í opna skjöldu. Breytinga er þörf — Það virðist vera alltof mikil harka í þessum málum. Ég held að það þurfi ekki bara hugarfars- breytingu, heldur beinlínis einhvern millilið sem gæti kornið á beinum samningum áður en allt fer í óefni. Og það er orðið brýnt að • / Þegar ráðist er í húsnæðiskaup nægir ekki alltaf að vera fullur kapps eða eiga stóra drauma. Húsnæðiskaup eru mikilvægur áfangi í lífi hverrar íjölskyldu sem þarf að undirbúa vel. Eigi kaupin að geta gengið stórslysalaust, er til lítils að láta eigin ákafa hlaupa með sig í gönur. Kemst þótt hægt fari. Með fyrirhyggju kemst Á vegum Húsnæðisstofnunar er starfandi ráðgjafastöð sem m.a. aðstoðar fólk við áætlanagerð, reiknar út greiðslubyrði af fyrirhuguðum kaupum og gefur ráð varðandi sparnað og lántökur. Viðtal á ráðgjafastöðinni er sjálfsagður liður í undirbúningi húsnæðiskaupa eða byggingar. Stöðin er öllum almenningi opin. þú áfallalaust á leiðarenda. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77101 REVKJAVIK SIMI 696900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.