Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 38
VIÐSKIPTI Ódýrari olía Verðstríð hjá samtökum olíuframleiðslu- ríkja, Opec, síðustu vikur hefur leitt til mik- illar lækkunar á olíu og sjá menn vart fyrir endann á verðlækkunum. Eins og kunnugt er geta ýmsar fréttir orðið til þess að hækka eða lækka heimsmarkaðs- verð á olíu á sama degi; slys á oh'uborpalli, hvirfilbylur á olíuvinnslusvæði geta orðið til að hækka verðið, — nýjar olíulindir og ágrciningur meðal Opec ríkja geta leitt til lækkunar. Og hvað eftir annað hefur einmitt ágreiningur innan Opec leitt til verðlækkun- ar nú síðustu vikur. Verðið hefur hríðfallið og að mati Surbroto aðalritara Opec gæti tunnan farið niður í 5 dollara með sama áframhaldi. 7. október var verðið á Brent olíu úr Norðursjónum komið niður í 11 doll- ara og 50, en það þykir sérstök gæðaolía í háum verðflokki, en tunnan úr olíuvinnslu á Persaflóasvæðinu var þá komin niður fyrir 10 dollara. Að þessu sinni átti Saudi Arabía opinber- lega þátt í verðfallinu með svohljóðandi yfir- lýsingu: „ Konungsríkið mun ekki þola það lengur að einstaka Opec-ríki auki olíuhlut sinn á kostnað konungsríkisins Saudi-Ara- bíu og það mun ekki hefta framleiðslu sína meðan önnur ríki auka hana“. Þar með var ljóst að mikið offramboð yrði á olíu á næst- unni. í kjölfarið var gert kunnugt að Exxon olíuhringurinn bandaríski hefði keypt gífur- legt rnagn, langt umfram þá kvóta sem verið hafa við lýði meðal Opec-ríkjanna. Næsta dag hótaði Arne Öin orkumálaráðherra Nor- egs aukinni framleiðslu á olíu ef Opec-ríkin drægju ekki framleiðslu sína saman til fyrra horfs. Noregur er að vísu ekki meðal Opec ríkja en hafði samið við þau um samrátt á olíuframleiðslu, sem nemur um 7.5% af framleiðslugetu. En þessi þróun varð ekki stöðvuð og á næstu dögum hrundi olíuverð- ið. Fyrir tveimur áruin varð svipuð þróun og cftir dramatísk átök fór olíutunnan niður í 8 dollara. 1985 seldu Opec ríkin olíu fyrir 135 milljarða dollara, en á árinu 1986 fyrir ein- ungis 75 milljarða dollara. Þá var gengið til víðtækra samninga og uppstokkunar með kvóturn á hin ýmsu olíuframleiðsluríki. Tunnan fór upp í 18 dollara og haldið var að lærdómurinn frá 1986 entist lengi enn. Eftir tiltölulega rólegt ár, 1987, fór allt úr böndun- um á þessu ári. Hvað eftir annað hefur kom- ið í ljós hversu brotagjörn samstaða olíuríkj- anna er. írak, sem hafði ekki vegna stríðsins við íran verið' í böndum Opecs, jók stöðugt framleiðslu sína og seldi grimmt olíu á Verfallið á olíu Verð á olíu 1988 í dollurum á tunnu. Dæmi Bent-olía verð í miðjum mánuði Jan. Feb. Marz Apr. Mai Juni Juli Aug. Sept. 7.0kt. Olíuvinnsla í Saudi-Arabíu. heimsmarkaði. Furstadæmið Abu Dhabi lýsti því yfir í sumar að það krefðist stærri kvóta og setti á markað það magn olíu sem því sjálfu þóknaðist. Kuwait og fleiri stærri Opec-ríki fylgdu í kjölfarið þó þau gerðu það ekki með jafn opinskáum hætti og þau sem fyrr eru nefnd. Samstaðan var sem sagt kom- in úr öllu lagi, og um síðir var Saudi-Arabía eitt Opec-ríka um að halda sig við kvótann. Og þá kom að áðurnefndri yfirlýsingu. Kvóti Saudi-Araba var 4.3 milljónir tunna á dag en um þessar mundir eru þeir að dæla um 6 milljónum tunna á dag upp úr eyðimörkinni. íslendingar hagnast að sjálfsögðu á því verðfalli sem orðið hefur á olíu á heimsmark- aði, en deildar meiningar eru um það hvort lækkunin skili sér að fullu hérlendis. Spiegel/-óg 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.