Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 30
VIÐSKIPTI Heildsalar Tapið að nálgast milliarð Viðtal vw Árna Reynisson, forstjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. — Tap stórkaupmanna vegna gjaldþrota viðskiptafyrirtækja þeirra gæti numið hundruðum milljóna króna að sögn Árna Reynissonar framkvæmdastjóra Féiags íslenskra stórkaupmanna. í viðtalinu gagnrýnir hann meðal annars bankakerfið fyrir að velta eigin áhættuákvörðunum yfir á heildsala, og telur slíkt bera vott um örvæntingu: Öll þessi g.jaldþrot, — hvað er eiginlega að gerast? — Það sem er að gerast er afleiðing af því að grundvallarleikreglum í viðskiptum var breytt fyrir örfáum árum síðan. Verðmynd- un var gefin frjáls og vextir voru einnig að nokkru gefnir frjálsir. Eftirleikurinn er upp- stokkun í fyrirtækjum. í harðri samkeppni sem þá upphefst reynir mjög á styrkleika þeirra í öllum greinum, og munar þá mest um eiginfjárstöðu. Pað er algengur misskiln- ingur að lítil fyrirtæki eigi helst undir högg að sækja, en mörg þeirra eru ágætlega stæð og standa sig vel. Það eru fyrst og fremst þau fyrirtæki sem skulduðu mest, sem eru nú í hættu. Fyrirtæki sem hafa eignast sinn lager og áhöld hafa mestu möguleikana til að lifa þessar hræringar af. Það er aðalatriðið. Telurðu að hér sé urn eðlilega hreinsun að ræða? — Eigum við ekki að segja að hér sé um að ræða breytingar sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið þegar sjálfum grundvellinum er breytt. Árni Reynisson forstjóri Félags íslenksra stórkaupmanna. Upp á síðkastið hafa til- teknir bankar verið að senda mönnum til baka allt að sex mánaða gamlar innist- æðulausar ávísanir... Hafa stórkaupmenn tapað miklum pening- um á gjaldþrotum fyritækja að undanförnu? — Ég hef ekki handbæra neina tölu í því sambandi og hún verður ekki til á næstunni því öll stóru dæmin eru í óvissu ennþá. En málið snýst um hundruð milljóna og tölurnar hækka með degi hverjum. Eftir því sem ég fæ best séð er milljarðurinn kominn í sjónmál, ef litið er til allra framleiðanda, innflytjenda og þjónustufyrirtækja sem tapa kröfum sín- um. Iðnrekendur hafa haldið því frani að gjaldþrotalögin séu það gloppótt að menn geti haldið rekstri fyrirtækja áfram þó svo að að allur rekstrargrundvöllur sé löngu brost- inn. Þannig telja þeir tap kröfuhafa mun meira en nauðsyniegt sé. Eru íslenskir stór- kaupmenn sammála þessu? — í þessum efnum er enginn munur á stórkaupmönnum og iðnrekendum, vanda- mál smásöluverslunarinnar snúa eins að báð- um aðilum. Og það er augljóst, að menn reyna að reka fyrirtækin allt of lengi eftir að höfuðstóllinn er uppurinn. Erlendis er slíkt saknæmt, því þar eru menn skyldugir, að viðlagðri opinberri ákæru, að gefa sig upp miklu fyrr en hér er gert. En það má gagn- rýna fleira. Upp á síðkastið hafa tilteknir bankar verið að senda mönnum til baka allt að sex mánaða gamlar innistæðulausar ávís- anir frá gjaldþrota fyrirtækjum, án þess að hafa hirt um að tilkynna það í upphafi. Svo virðist vera sem hér sé um að ræða nokkurs konar yfirdráttarfyrirgreiðslu hjá bönkun- um, sem sé áhættulán, sem veitt voru fyrir- tækjum á sínum tíma, en þegar í óefni er komið reyna þeir að láta heildsölustigið, það er að segja stórkaupmenn og iðnrekendur, bera skaðann. Þetta eru auðvitað hrein ör- þrifaráð, en geta orðið til þess að eyðileggja þann ágæta greiðslumiðil, sem tékkinn hefur verið um langa hríð. Er tap stórkaupmanna vegna gjaldþrota smásölufyrirtækja að leiða þá sjálfa í gjald- þrot? — Það er of fljótt að tala um gjaldþrot ennþá, en ef þessi skuldatöp halda áfram geta þau orðið það þung að róttækra aðgerða verði þörf. Það kæmi mér því ekki á óvart að sjá fyrirtæki sameinast og annað þess háttar. Hafa stórkaupmenn verið of bláeygðir gagnvart viðskiptavinum sínum og veitt þeim gjaldfrest út á andlitið eitt saman? — Ég vil nú kannski orða það öðruvísi. Stórkaupmenn hafa gengið með smásölu- versluninni í gegnum þennan erfiða tíma og reynt að birgja þá eins lengi og þeir hafa talið sér stætt á því. Viðskiptaskuldir innheimtast afar seint og innheimtukostnaður er því mjög hár fyrir utan skuldatöpin. Að hluta til hefur þetta áhrif á heildsöluálagninguna, en að öðrum hluta þurfa fyrirtækin að bera þennan kostnað sjálf vegna þess hve sam- keppnin er hörð. Menn þurfa líka að hugsa um þann markað sem þeir hafa, meðan hann er til. Það er sem sagt ekkert einboðið, að þó einhver hætti að geta borgað á réttum tíma, þá eigi að loka á hann og hætta viðskiptum. Margt er undir því komið að fyrirtæki nái að viðhalda markaðshlutdeild sinni og helst aukið hana. En má búast við því að stórkaupmenn bregðist á skipulagðan hátt við því ástandi sem nú hefur skapast og innleiði jafnvel nýja viðskiptahætti? — Að vissu leyti hafa viðskiptahættirnir þegar breyst. Menn þurfa að fara mikið var- legar í sakirnar en hingað til og afla sér upp- lýsinga reglulega um stöðu og þróun hjá við- skiptamönnum. Það traust, sem menn áður höfðu á víxlum og tékkum sem ábyggilegum greiðslumiðlum, svo nálgaðist falskt öryggi, hefur nú látið á sjá. Á fundum hér í félaginu er nú mikið talað um nýja viðskiptahætti, þar á meðal hvernig hægt er að sjá fyrir greiðslu- þrot fyrirtækja og skerast í leikinn áður en í óefni er komið. Er tími gagnkvæms trausts liðin? — Öll viðskipti byggjast á trausti og munu gera það áfram. En nýir viðskiptahættir krefjast aukins hraða og mikillar einföldunar viðskipta á öllum sviðum. Ég sé því fyrir mér að samningar milli heildsölu og smásölu verði í framtíðinni gerðir til lengri tíma og um meira magn. Smásöluverslunin byggi meira á eigin fé og hreinum rekstrarlánum, en hætti að nota heildsalann sem einhvers- konar bankastjóra. Með þessu móti vinnst ákaflega margt, ekki aðeins að viðskipta- vextir falli út, heldur einnig hitt að inn- heimtu — og áhættuþátturinn í heildsölu- álagningunni hverfur. Einnig má nefna þann möguleika, sem F.I.S. hefur lengi barist fyrir, það er að fyrirtækjum verði leyft að hagnýta sér erlendan greiðslufrest, sem sam- svaraði eðlilegum birgðatíma í heildverslun og smásöluverslun. Þetta yrði gífurleg búbót til neytenda við það ástand í vaxtamálum sem nú ríkir hérlendis sagði Árni Reynisson í lok samtalsins við Þjóðlíf. Kristján Ari. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.