Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 49
ERLENT Við erum hvorki sósíalistar né borgaraleg... Viðtal við Kicki Bobacka flokksritara Grœningja í Svíþjóð Annaðhvort tekst þetta hjá okkur eða það verður engin framtíð Nýafstaðnar kosningar í Svfþjóð valda eng- um þáttaskilum hér á landi frekar en gert hafði verið ráð fyrir. Nokkuð kom það raunar á óvart að borgaraflokkarnir töpuðu umtals- verðu fylgi og eiga forystumenn þeirra erfitt með að dylja undrun sína og vonbrigði. Þá hefur það og valdið umhugsun hversu stór- an sigur þeir unnu í Sjöbo sem þar eru and- snúnir móttöku flóttamanna. Hafa ýmsir þekktir kynþáttaaðskilnaðarsinnar þóst sjá dögun á lofti. Þeirra á meðal er Glistrup hinn danski sem nú vill að Framfaraflokkurinn beiti sér fyrir svipuðum kosningum í öllum dönskum bæjarfélögum. í Malmö náðu jafn- aðarmenn aftur völdum eftir þriggja ára setu borgara á valdastólum. Urðu þá margir undrandi því jafnaðarmenn gengu til kosn- inganna með skýr loforð um skattahækkan- ir. Styður það álit margra stjórnmálafræð- inga að þó svo kjósendur greiði atkvæði á grundvelli mats á efnahagsstefnu sé það ekki fyrst og fremst spurning um hvaða pers- ónulegan hag þeir hafi af stefnunni. Frekar íhugi þeir hvort viðkomandi flokkur geti stjórnað þannig að landinu sem heild sé borgið. Þessar kosningar eru sögulegar vegna þess að í fyrsta skipti í 70 ár heldur nýr flokk- ur innreið sína á sænska þingið, þ.e. flokkur sem ekki er klofningur frá öðrum eða við- hengi. Miljöpartiet de gröna hlaut 5.5% at- kvæða og 20 þingmenn af 349. Þessa flokks hefur áður verið nokkuð getið á síðum Þjóð- lífs en í ljósi þessa sigurs þótti mér rétt að fá flokksmenn sjálfa til að gera grein fyrir sér. Höfuðbækistöðvar flokksins eru við járn- brautarstöðina hér í Lundi og þar mælti ég mér mót við Kicki Bobacka sem er n.k. flokksritari, en uppbygging flokksins er með nokkuð öðrum hætti en gengur og gerist. A leið til fundarins leit ég yfir forsíðufréttir morgunblaðanna. Sjómenn í Kattegat höfðu Kicki Bobacka, flokksritari Græningja: „Miðstýring hefur alltaf verið eitur í okkar beinum tilkynnt veikindi til tryggingastofnunarinn- ar. í vikutíma höfðu þeir ekki fengið svo mikið úr sjó að dygði í soðið handa þeim sjálfum. „Við erum ekki veikir sjálfir," sögðu þessir sjómenn, „en hafið er sjúkt, það er í raun í andarslitrunum.“ Það er Ijóst að umhverfismál eru enn í brennidepli. Eg bað Kicki að byrja á að segja mér aðeins af fortíð flokksins. — Ræturnar liggja í umhverfisverndar- hreyfingum Vestur-Evrópu frá sjöunda ára- tugnum, sem síðan má rekja enn lengra aftur eða jafnvel allt til útkomu bókar Rachel Car- son, Raddir vorsins þagna, sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Die Grúne í Þýskalandi urðu til sem flokkur um miðjan áttunda ára- tuginn. í Svíþjóð var mjög virk umhverfis- verndarhreyfing til 1980 en eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um kjarnorkuna það ár og ósigur línu 3 (kjarnorkuandstæðinga) fór hún dalandi. Hinir flokkarnir sviku þá með því að gefnir voru þrír möguleikar í stað 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.