Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 49

Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 49
ERLENT Við erum hvorki sósíalistar né borgaraleg... Viðtal við Kicki Bobacka flokksritara Grœningja í Svíþjóð Annaðhvort tekst þetta hjá okkur eða það verður engin framtíð Nýafstaðnar kosningar í Svfþjóð valda eng- um þáttaskilum hér á landi frekar en gert hafði verið ráð fyrir. Nokkuð kom það raunar á óvart að borgaraflokkarnir töpuðu umtals- verðu fylgi og eiga forystumenn þeirra erfitt með að dylja undrun sína og vonbrigði. Þá hefur það og valdið umhugsun hversu stór- an sigur þeir unnu í Sjöbo sem þar eru and- snúnir móttöku flóttamanna. Hafa ýmsir þekktir kynþáttaaðskilnaðarsinnar þóst sjá dögun á lofti. Þeirra á meðal er Glistrup hinn danski sem nú vill að Framfaraflokkurinn beiti sér fyrir svipuðum kosningum í öllum dönskum bæjarfélögum. í Malmö náðu jafn- aðarmenn aftur völdum eftir þriggja ára setu borgara á valdastólum. Urðu þá margir undrandi því jafnaðarmenn gengu til kosn- inganna með skýr loforð um skattahækkan- ir. Styður það álit margra stjórnmálafræð- inga að þó svo kjósendur greiði atkvæði á grundvelli mats á efnahagsstefnu sé það ekki fyrst og fremst spurning um hvaða pers- ónulegan hag þeir hafi af stefnunni. Frekar íhugi þeir hvort viðkomandi flokkur geti stjórnað þannig að landinu sem heild sé borgið. Þessar kosningar eru sögulegar vegna þess að í fyrsta skipti í 70 ár heldur nýr flokk- ur innreið sína á sænska þingið, þ.e. flokkur sem ekki er klofningur frá öðrum eða við- hengi. Miljöpartiet de gröna hlaut 5.5% at- kvæða og 20 þingmenn af 349. Þessa flokks hefur áður verið nokkuð getið á síðum Þjóð- lífs en í ljósi þessa sigurs þótti mér rétt að fá flokksmenn sjálfa til að gera grein fyrir sér. Höfuðbækistöðvar flokksins eru við járn- brautarstöðina hér í Lundi og þar mælti ég mér mót við Kicki Bobacka sem er n.k. flokksritari, en uppbygging flokksins er með nokkuð öðrum hætti en gengur og gerist. A leið til fundarins leit ég yfir forsíðufréttir morgunblaðanna. Sjómenn í Kattegat höfðu Kicki Bobacka, flokksritari Græningja: „Miðstýring hefur alltaf verið eitur í okkar beinum tilkynnt veikindi til tryggingastofnunarinn- ar. í vikutíma höfðu þeir ekki fengið svo mikið úr sjó að dygði í soðið handa þeim sjálfum. „Við erum ekki veikir sjálfir," sögðu þessir sjómenn, „en hafið er sjúkt, það er í raun í andarslitrunum.“ Það er Ijóst að umhverfismál eru enn í brennidepli. Eg bað Kicki að byrja á að segja mér aðeins af fortíð flokksins. — Ræturnar liggja í umhverfisverndar- hreyfingum Vestur-Evrópu frá sjöunda ára- tugnum, sem síðan má rekja enn lengra aftur eða jafnvel allt til útkomu bókar Rachel Car- son, Raddir vorsins þagna, sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Die Grúne í Þýskalandi urðu til sem flokkur um miðjan áttunda ára- tuginn. í Svíþjóð var mjög virk umhverfis- verndarhreyfing til 1980 en eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um kjarnorkuna það ár og ósigur línu 3 (kjarnorkuandstæðinga) fór hún dalandi. Hinir flokkarnir sviku þá með því að gefnir voru þrír möguleikar í stað 49

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.