Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 29
VIÐSKIPTI Ólafur Davíðson. Oft þegar svona ástand hefur komið upp hafa íslensk stjórnvöld haldið uppi atvinnu með lögbundinni kaupmáttarskerðingu. að undanförnu. En sem betur fer minnst vegna gjaldþrota. Sum fyrirtækjanna hafa hætt starfsemi áður en í óefni var komið, önnur hafa dregið saman seglin eða aukið hagræðinguna í rekstrinum, til dæmis sam- einast öðrum fyrirtækjum. Telurðu að umtalsvert atvinnuleysi sé yfir- vofandi samfara almennum samdrætti í at- vinnulífinu, uppsögnum og stöðumissi vegna gjaldþrota? — Ég vil svo sem ekki spá atvinnuleysi, en hinsvegar hefur orðið veruleg breyting á vinnumarkaðinum. Umframeftirspurnin eft- ir vinnuafli er er ekki lengur fyrir hendi, en hún var yfirþyrmandi í fyrra. Þessi samdrátt- ur á enn eftir að aukast og starfsfólki á eftir að fækka hjá ýmsum fyrirtækjum. Ég vil því ekkert útiloka að það verði hér nokkurt at- vinnuleysi á næstu mánuðum eða misserum. En í hvað mörgum prósentum það komi til með að mælast treysti ég mér ekki til að fullyrða, því það er svo margt sem getur haft áhrif á þróunina. Til dæmis skapar aukinn samdráttur í kaupgreiðslum aukið svigrúm fyrir fyrirtæki til að halda uppi atvinnu. Oft þegar svona ástand hefur komið upp, hafa íslensk stjórnvöld einmitt haldið uppi at- vinnunni með lögbundinni kaupmáttar- skerðingu. Telurðu gjaldþrot eðlilega lcndingu fyrir fyrirtæki sem á í greiðsluerfiðleikum? — Það má vera að gjaldþrot séu að ein- hverju leyti eðlileg og óhjákvæmileg lending fyrir fyrirtæki. En í grundvallaratriðum tel ég hinsvegar að það sé ekkert æskilegt að fyrirtæki lendi í slíku. Auðvitað á það að vera undantekning frá reglunni. Ég tel hins- vegar að þegar aðstæðurnar breytast eins og orðið hefur þá sé það skynsamlegra að gera fyrirtæki gjaldþrota heldur en að reyna að bjarga vonlausum rekstri. Ég held að vanda- málið í dag sé fyrst og fremst það að menn hafa gripið allt of seint til þessa úrræðis. Líkast til er það skýringin á því hve gjald- þrotamál eru oft stór, — hve skuldir umfram eignir eru oft á tíðum miklar. Menn undrast hreinlega hvernig slíkt getur átt sér stað. braðgsstöðu samdráttartímar. Verði samdrátturinn hins- vegar að kreppu og atvinnuleysi, þá verður myndin allt öðruvísi og verri. Nú eru menn byrjaðir að tala um að umtalsvert atvinnuleysi sé yfirvofandi hér á Islandi. Hvaða afleiðingar gæti slíkt haft í för með sér varðandi heilsufar þjóðarinnar? — Pað má búast við að þeim fjölgi sem fara á örorkubætur. Það er talinn mjög öruggur mælikvarði á það að það sé kreppa í þjóðfé- laginu þegar umsóknum um örorkubætur fer snarlega fjölgandi. Enn sem komið hefur þetta ekki átt sér stað, en gæti gert það ef um alvarlegan, viðvarandi samdrátt verður að ræða. Atvinnuleysi og kreppa hafa verulega útgjaldaaukningu í för með sér fyrir ríkið vegna heilbrigðis— og félagsmála. Það þyrfti að fylgjast mjög vel með elli— og örorkulíf- eyrisþegum og einstæðum foreldrum, því þar má búast við að áhrifin komi fyrst til með að segja til sín —. Það væri mjög neikvætt að meðhöndla þau einkenni sem koma fram í samdrætti með geðlyfjum. Slíkt er bara frestur en engin bót. Skapist einhverskonar kreppuástand hér, þá er fyllsta ástæða til þess að búa heilbrigðis- starfsfólk undir það og taka mið af reynslu nágrannaþjóðanna —. Sjálfsvíg aukast yfirleitt aldrei í upphafi kreppu eða atvinnuleysis heldur dregur jafn- vel eitthvað úr þeim. Fólk virðist fyllast ákveðnum krafti til að takast á við þessi vandamál. En ef kreppa verður mjög viðvar- andi og mjög mikil þá fjölgar sjálfsvígum. En það skeður fyrst eftir nokkurn tíma. — Félagsleg einangrun sem bætist ofaná það álag að verða atvinnulaus getur brotið fólk niður. Sérstaklega er því fólki sem er ekki mjög eftirsótt á vinumarkaðinum hætt við þesskonar einangrun—. Islenska samfélagið hefur breyst það mik- ið upp á síðkastið að það getur verið erfitt að átta sig á hve sveigjanlegt það er í félagslegu tilliti. Nú er svigrúm manna svo miklu minna en áður. Allt okkar líferni tekur mið af einhverjum gjalddögum. Fólk þarf að standa skil á mán- aðarlaunum sínum á einu bretti. Ég óttast að það séu allt of fáir sem eiga einhvern vara- forða, sem þeir geta gripið til. Neyslustigið er mjög hátt fyrir þannig að erfitt getur reynst fólki að breyta því í einu vettvangi. — — Það er mjög útbreidd skoðun meðal manna innan iðnaðarins að það sé ákveðin brotalöm í núgildandi gjaldþrotalögum og ekki síður í framkvæmdinni. Við teljum mjög nauðsynlegt að þessi löggjöf verði end- urskoðuð þannig að menn og fyrirtæki raun- verulega fari í gjaldþrot þegar sú staða kem- ur upp. Það þarf skýrari reglur um þetta og það þarf að framfylgja þeim, þannig að ákveðin hugarfarsbreyting komi til. Gjald- þrot er alvarlegur hlutur og menn verða að taka þau lög og þær reglur sem gilda af mun meiri alvöru en nú er. Hefur þú þá trú á markaðinum að hann geti sjálfur leyst úr þeim ógöngum sem fjöld- inn allur af fyrirtækjum er kominn í? — Ég er ekki í minnsta vafa um það að markaðurinn getur leyst úr þessu. En það þarf tvennt tii. Annarsvegar þarf betri lög- gjöf og betri framkvæmd á henni. Á þennan hátt tel ég að mögulegt sé að skapa ákveðna viðhorfsbreytingu hjá mönnum varðandi gjaldþrot. Hinsvegar þarf að skapa hér slíkt jafnvægisástand í efnahagsmálum að jafn óheftir uppgangstímar og voru á árunum 1986 og 1987 komi ekki aftur. Reyndar hefur íslenskt efnahagslíf hagað sér svona í alla- vega fjóra áratugi, og það hefur sýnt sig að vera afar óheppileg hegðun. Við skulum bara vona að hér sé ekki um náttúrulögmál að ræða, sagði Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda að lokum við blaðamann Þjóðlífs. Kristján Ari Atvinnuleysistryggingabætur á íslandi eru mjög lágar miðað við laun, andstætt því sem gerist hjá nágrannalöndunum. Þar eru at- vinnuleysisbætur yfirleitt um 90% af laun- um. Það getur vart verið nein tilviljun að þær séu svona háar þar. Auðvitað er þetta hag- fræðilegt vandamál. Ef kreppan verður mjög mikil þá gæti það verið ráð gegn henni að auka magn peninga í umferð og þá sérstak- lega hjá þeim sem hafa lágar bætur eða engar til að auka neysluna. Og það er enn meira vit í því að gera svona nokkuð ef maður telur að um mjög tímabundið ástand sé að ræða. Á þann hátt mætti komast yfir tímabilið með sem minnstum heilsufarslegum afleiðingum, því það er engan veginn gefið að þær heilsu- farslegu afleiðingar gangi til baka aftur þegar ástandið batnar. Hefur landlæknisembættið hugsað sér að vara stjórnvöld að einhverju leyti við þeirri heilsufarslegu hættu sem almenningur býr við samfara þeim samdráttaraðgerðum sem nú einkenna íslenskt atvinnulíf? — Komi svona kreppa upp þá munum við að sjálfsögðu koma þeim upplýsingum til stjórnvalda sem við teljum nauðsynlegar til að draga úr heilsufarslegum afleiðingum. Við lítum á það sem skyldu okkar, sagði Guðjón Magnússon að lokum. Kristján Ari 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.