Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 58
MENNING hér? Prátt fyrir að hún sé til „á lager“ og hafi verið það í a.m.k. tvö ár? Líklega vegna þess að hún fellur ekki undir formúluna. Kald- hæðni ekki satt? Gilliam lendir í því sama á íslandi og hann lenti í úti í Bandaríkjunum. Jæja, nóg um það. Ég er að tala um Brazil vegna þess að þann 9. desember verður nýj- asta mynd Terry Gilliam, The Adventures of Baron Von Munchausen (Ævintýri Munc- hausen baróns), frumsýnd í Pýskalandi. Myndin er geysilegt stórvirki (40.000.000 $$$), með gífurlegum fjölda statista, svið- setningum, tæknibrellum, o.s.frv. Myndin skartar kanadíska leikaranum John Neville í aðalhlutverki en auk þess eru flestir vinir Gilliam í öðrum hlutverkum, má þar nefna Monty Pythonistana Eric Idle og Michael Palin, Charles McKeown (Brazil), Terry Gilliam sjálfur og Christopher Lambert. Handritið skrifar Gilliam ásamt McKeown og flest öll tæknivinna er unnin af vinunum úr Brazil og Time Bandits. Myndin var að mestu leyti tekin á Italíu, í Cinécittá stúdíóinu í Róm en útitökur fóru fram á Spáni. Eins og flestir vita var Munchausen barón, einn mesti lygalaupur allra tíma og sögurnar um hann hafa heillað ófáan manninn. Pær hafa verið þýddar á fjölda tungumála, m.a. á íslensku. Við skulum bara vona að Gilliam komi með annað eins stórvirki á borð við Brazil. Munkhausen barón í Suðurhöfum. Gilliam segir sjálfur að Munchausen sé loka- myndin í „trílógíu" hans um „manninn" og fantasíur hans. Fyrsta myndin var Time Bandits, þar var það drengur sem upplifði undraveröld. Önnur var Brazil, þar sem ung- ur maður flýði úr stálköldum raunveruleik- anum, í drauma sem síðar breyttust að vísu í martröð. Og síðasta myndin er auðvitað Munchausen, ævintýri og upplifelsi gamals manns. Svo óska ég ykkur til hamingju sem verðið svo heppin að vera í Pýskalandi í desember. Pið eigið áreiðanlega stórkostlega upplifun í vændum. P.S. Hvernig væri nú að sýna Brazil? Marteinn St. Þórsson Bruce Willis leikur New York löggu sem kemur til Los Angeles til að koma reiðu á ástamálin og tala við fyrrverandi konu sína. Vettvangurinn er háhýsi í L.A., þar sem konan er í hófi hjá fyrirtæki sínu. Málin skip- ast þannig að hryðjuverkamenn ráðast inn í bygginguna og taka hana á sitt vald. Halda öllum í gíslingu, nema Bruce Willis sem tókst að sleppa berfættum eitthvert inn í háhýsið. Og þannig lítur sviðið út. Þetta er ekki það frumlegasta, en hverjum er ekki sama þegar svona mynd á í hlut. Petta er afþreying í toppklassa. Eins og ég sagði áðan þá heldur leikstjórinn vel utan um þétt handrit, að vísu er einn akkilesarhæll á myndinni, en það er örlítið atriði sem gerist í lok myndarinnar. Af hverju þurfa þessir menn að koma með B-mynda atriði inn í svona toppmynd? Bruce Willis stendur sig mjög vel og er þó nokkuð sannfærandi ofurlögga (verum nú samt ekki að bera hann saman við Indiana Jones og James Bond, þótt þeir séu ekki langt undan). Að sjálfsögðu er öll tæknivinna í fyrsta klassa, þeir mega eiga það þarna fyrir vestan að þeir klikka ekki á brellunum. Pess má geta að myndin er sú fyrsta hér á Bíóborgin er um þessar mundir að sýna myndina Die Hard, meö Bruce „Moonlight- ing“ Willis í aðalhlutverki. Það er skemmst frá því að segja að myndin sú arna var geysi- lega vinsæl í USA í sumar, enda ekki furða. Hér er komin ein þéttasta hasarmynd sem undirritaður hefur séð síðan Indiana Jones sveiflaði svipunni sinni. Leikstjórinn John McTiernan, hafði áður gert Predator, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, og hafði þar sýnt að hann kunni að fara vel með „aksjón“. Þetta sannar hann í „Die Hard“, því þar er nánast ekki dauður punktur út í gegn. Jonathan Pryce í hlut- verki sínu; martröð mætt með brugðn- um brandi. Blús berfættu löggunnar 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.