Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 17

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 17
INNLENT bikarmótunum þremur. Með sigri sínum hafi Kasparov sýnt hvers hann er megnugur þegar hann er í óstuði, eins og berlegt hafi verið í þetta sinn. Greinilegt er að hollenski stórmeistarinn nagar sig í handarbökin vegna tapsins gegn heimsmeistaranum. Hann segist hafa tekið þá fífldjörfu ákvörð- un í skákinni að hafna öruggri jafnteflisleið og tefla til sigurs; hafi raunar brennt sig á slíku í fleiri skákum, farið of geyst í sakirnar og ekki gætt þess sem skyldi að hvfla sig af og til með átakalitlum jafnteflum. Engin jafn- teflisskáka sinna hafi verið styttri en 40 leik- ir! Timman telur þó árangur sinn viðunandi þegar á heildina sé litið og hann sé nú á leið upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í lungann úr þessu ári. Hann tekur sér nú gott hlé frá skákiðkun og stefnir að því að vera kominn í sitt besta form á næsta ári. Jóhann Hjartarson —erfiður andstæðingur Timman var einn þeirra fjölmörgu sem spáði Jóhanni tapi fyrir Kortsnoj í áskor- endakeppninni, en segir að á þeim mánuð- um sem síðan eru liðnir hafi komið í ljós að sigur Jóhanns var engin tilviljun. Hann sé nú mun jafnari og öruggari skákmaður en Kortsnoj og virðist fara fram með hverju mótinu sem líður og eigi bersýnilega eftir að ná enn lengra. Að hans mati standa fáir Jó- hanni á sporði í flóknum og óljósum stöðum þar sem baráttan fer fram út um allt borðið, en hann eigi enn nokkuð ólært í sígildri stöðubaráttu. Jóhann sé mjög erfiður and- stæðingur vegna þess að hann tefli nánast allar byrjanir milli himins og jarðar, sem er mikill kostur fyrir ofurstórmeistara. A móti komi að hann hafi enn ekki fullt vald á öllum þeim byrjunum sem hann teflir og geti því enn bætt þekkingu sína á þessari hlið skákar- innar. Hér getur Timman reyndar trútt um talað því sá stórmeistari mun vandfundinn sem hefur yfirgripsmeiri þekkingu á skákbyrjun- um en hann. Gunnar og Njáll Timman er orðinn svo tíður gestur hér á landi að hann er að mestu hættur að brjóta heilann um Skákundrið Island. Honum finnst augljóst að skáklistin stendur mjög traustum fótum í menningu okkar. Ef til vill eigi hugaríþróttir svona vel við Islendinga, hver svo sem skýringin sé. Timman hefur raunar kynnt sér leikfléttt- unáttúru landans á fleiri siðum en skákborð- inu, því hann hefur dundað sér við að lesa Islendingasögurnar í heimsóknum sínum hér og stytti sér stundir milli umferða á heims- bikarmótinu með því að glugga í Njálu sem hann er fullur aðdáunar á. Hinn knappi stíll minnir á góða skák; engum leik er ofaukið. Hins vegar er ekki laust við að honum of- bjóði öll vígin, kannski minnugur þess að enginn skyldi taka þá áhættu með góða stöðu að drepa of mörg peð. Skákin í sókn Jan Timman sér ekki ástæðu til annars en hann geti verið atvinnumaður í skák a.m.k. þrjátíu ár enn. Hann óttast ekki um þessa fornu hugaríþrótt í hraða og tæknifári sam- tímans. Að hans mati fara vinsældir skákar- innar vaxandi, í það minnsta í Evrópu, og tölvutæknin ætti að geta orðið íþróttinni til framdráttar. Þótt ímynd skákarinnar geti breyst og aukin áhersla verði lögð á hrað- skák og atskák til að fá meira „fjör“, komi slíkt sem hrein viðbót. „Gamla“ skákin haldi sínu gildi og sönnum skákunnendum fari síst fækkandi. Eða getur nokkur sem hefur kom- ið til Islands og orðið vitni að atburðum síð- ustu vikna sannfærst um annað? Áskell Örn Kárason STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar frá BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60 OÐ SAMVINNA GERIR GÆFUMUNINN Ef þú þarft að vinna mikið við Ijósritun þygg- ist árangurinn á góðri samvinnu við Ijósritunarvélina þina. Er nokkuó sem þreytirþig meir en tíðar bilanir og löng bið eftir viðgerðarmanni? Með Nashua Ijósritunarvélerþessum áhyggjum af þér létt. Lág bilanatíðni Nashua og fljótog örugg viðgeróar- þjónusta Optima gerir gæfumuninn. n SuðurlandsbrautlO — Simi 84900 17

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.