Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 12
INNLENT
Vænti mikils af
ríkisstjórninni í
menntamálum...
Viðtal við Danfríði
Skarphéðinsdóttur,
alþingismann og
kvennalistakonu
Danfríður Skarphéðinsdóttir, alþingiskona
og kvennalistakona, er fæddur og uppalinn
Reykvíkingur. Hún er kennari að mennt og
stundaði nám í þýsku við Háskóla íslands.
Að loknu þýskunáminu fluttist hún til Akra-
ness og hóf kennslu við Fjölbrautarskólann
þar í þann mund sem hann var stofnaður
árið 1977. Þar kynntist Danfríður að eigin
sögn hversu mikilvægt og skemmtilegt starf
kennarans er jafnframt krefjandi. Hún gerð-
ist virk í kjarabaráttu kennara, sat í stjórn
Hins íslenska kennarafélags á árunum 1982
til 1985, og gerðist ötull talsmaður umbóta í
skóla- og menntamálum þjóðarinnar. Árið
1987 var Danfríður kosin á Alþingi á Vestur-
landi fyrir Kvennalistann. Síðastliðið haust
var hún valin þingflokksformaður Kvenna-
listans og fyrir skömmu var hún kosin í
menntamálanefnd neðri deildar á Alþingi.
Þjóðlíf hitti Danfríði að máli og átti við hana
stutt viðtal:
„Þingflokkur Kvcnnalistans spannar vítt
svið kvenlegrar hjúskaparreynslu. Sjálf er ég
ógifti og barnlausi einstaklingurinn í hópn-
um. Að kvennalistanum standa konur sem
hafa tekið höndum saman og vilja stuðla að
nýjum viðhorfum í þjóðfélagsumræðunni, á
grundvelli þeirra eigin reynslu, og auka þátt
kvenna í þjóðfélagslegri ákvarðanatöku. Við
leggjum mesta áherslu á það sem sameinar
konur en ekki það sem sundrar þcim. Við
erum konur sem viljum manneskjulegra
þjóðfélag —jafnréttissinnað samfélag. Þetta
er í örstuttu máli sagt Kvennalistinn okkar“,
segir Danfríður Skarphéðinsdóttir í upphafí
samtalsins við Þjóðlíf: — Almennt séð, þá
tel ég störf uppeldis- og umönnunarstétt-
anna allt of lítils metin í þjóðfélaginu og þá
sérstaklega af stjórnvöldum. Það þyrfti að
gera stórátak í þessum málum og í raun end-
urbyggja allt uppeldis- og menntakerfið.
Ríkisstjórnir síðustu ára hafa að mínu mati
brugðist fullkomlega að þessu leytinu. Ég
vænti rnikls af núverandi ríkisstjórn varðandi
þetta uppbyggingastarf, enda kennir hún sig
við jafnrétti og félagshyggju. Það mun virki-
lega reyna á hana í þessum efnum, þó svo að
ég skilji vel að aðkoman hjá núverandi
menntamálaráðherra hafi verið mjög slæm.
En taki hann hressilega til þarna í ráðu-
neytinu, og beiti hann sér fyrir róttækum
félagslegum breytingum á uppeldis- og
menntamálunum, þá er ég sannfærð um að
hann njóti til þess styrks mikils meirihluta
Alþingis, — allavega okkar í Kvennalistan-
um.
— Kvennalistinn á Vesturlandi var stofn-
aður haustið 1984 á Akranesi. Ég mætti á
þennan fund, þá alls ekki ákveðin í að gerast
stofnfélagi. Eg hafði fylgst með starfi
Kvennalistans í Reykjavík og hreifst af starf-
inu þar. Ég var engin eldheit kvennréttinda-
kona og hafði t.d. aldrei haft nein afskipti af
Rauðsokkuhreyfingunni. Kvennafrídagur-
inn 1974 hafði hinsvegar mikil áhrif á mig,
því mér fannst það svo stórkostlegt að konur
á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum
gætu náð samstöðu um sameiginlega hags-
muni. Stofnfundurinn á Akranesi varð til
þess að blása lífi í pólitískar hugmyndir mín-
ar, — hugmyndir sem höfðu gerjast samhliða
kennarastarfi mínu.
— Það var erfið ákvörðun fyrir mig að
SENDIBÍLASTÖÐIN HF.
BORGARTÚNI 21 éS SfMI 25050 S REYKJAVlK