Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 34

Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 34
34 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Að togA sig upp á hárinu Munkhásen Minnir núnA á sig í Atvinnulífinu. ÞAð er of MArgt öfugsnúið og lygilegt. unkhásen minnir núna á sig í atvinnu­ lífinu. Það er of margt öfugsnúið og lygilegt. Flestir þekkja söguna af því þegar Munkhásen sagðist hafa togað sig upp á hárinu með góðum árangri. Erum við að toga okkur upp á hárinu í efnahagsmálum? Hvernig stendur t.d. á því að við hækkum laun á almennum vinnumarkaði í kerfi sem hefur skroppið saman og búum til verðbólgu? Hvernig stendur t.d. á því að við hækkum skatta á atvinnulífið og drögum þannig úr getu þess til að vaxa og fjárfesta? Það er mikilvægt að laun séu ekki hækk ­ uð á meðan reynt er að rífa sig upp úr kreppunni. Þá gefst meira fé til fjár fest ingar sem skapar varanlegan hagvöxt. Launa ­ hækkun í hagkerfi sem hefur skroppið sam an skapar fyrst og fremst verðbólgu og útkoman verður minni hagvöxtur. Minni hagvöxtur leiðir til minni launa ­ hækkana á næstu árum og minni fjárfest ­ inga. Best er að rífa upp hagvöxtinn með auknum fjárfestingum til að ná upp hagvexti sem skilar sér í meiri launa ­ hækk unum eftir nokkur ár – okkur og afkomendum okkar til góða. Þegar laun eru hækkuð til að ná upp hag ­ vexti er það skammgóður vermir. Hækkun launa skilar sér fjótt í aukinni einkaneyslu sem aftur skilar sér í meiri innflutningi og utanlandsferðum. Það lekur út af kerfinu og til verða störf erlendis. Varanlegur hagvöxtur verður til með arðbærri fjárfestingu; fjárfestingu sem skapar tekjur í framtíðinni. Þann ig er mikilvægara að fjárfesta í fram leiðslu ­ tækjum sem búa til störf en t.d. húsnæði. Hagvöxtur á Íslandi hefur ávallt verið drifinn áfram af fjárfestingu og útflutningi. Hagvöxtur síðasta árs upp á 2,6% er til dæmis að mestu tilkominn af auknum útflutningi í sjávar útvegi og stóriðju. Það er margt skrítið. Við teljum okkur skapa fleiri störf með því að hækka laun og gera þannig atvinnu lífinu erfiðara fyrir með að búa til ný störf og ráða fleiri í vinnu. Við teljum okkur slá á verðbólgu og skapa stöðugleika með því að hækka laun in – en stöðugleikinn er núna helsta krafa aðila vinnumarkaðarins. Það er mesta þver­ sögnin og þar mætir Munkhásen sterkastur til leiks. Ríkisvaldið telur vænlegast að auka álög ur á fyrirtæki eftir hrunið svo minna svigrúm sé fyrir þau að ráðast í fjár fest ­ ingar, sinna rannsóknum og skapa ný störf. Á sama tíma kemur fram í könnun Við skiptaráðs að 94% svarenda telja að atvinnulífið sé undirstaða velmegunar. Fólkið sjálft áttar sig á því hvar störfin verða til og að traust atvinnulíf sé undir ­ staða bættra lífskjara. Þegar hagkerfi skreppur saman um 11% er meiri þörf á að lækka launin en hækka þau til að koma á jafnvægi. Launahækkanir við þessar aðstæður geta ekki annað en leitt til verðbólgu. Við erum enn í djúpri kreppu. krÓNAN rÓt vANDANs eN ekkI lAUNAhækk ANIr, seGIr GYlFI Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að krónan sé rót verðbólguvandans en ekki launahækkanir sem hann barðist fyrir á síðasta ári. Hann vill stöðugleika á sama tíma og hann þrýstir á um hækkun launa. Gylfi segir að lausnin á Íslandi sé nýr gjaldmiðill; evra. Það eru mjög skiptar skoðanir varðandi gjaldmiðilinn og sitt sýnist hverjum. Þar hafa bæði stuðningsmenn krónunnar og andstæðingar hennar nokkuð til síns máls. „Hvernig datt ykkur í hug að semja um þessar launahækkanir?“ spurði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, við fulltrúa vinnumarkaðarins þegar hann sat í pallborði á fundi Viðskiptaráðs síðast liðið haust og kvartað var yfir stýri ­ vaxtahækkun Seðlabankans. Þjóðar kakan, verg lands fram leiðsla, skiptist í neyslu, sparn að (fjárfest ingu) og nettó hlut utan ríkis viðskipta. Það skiptir engu máli hvert landið er eða gjaldmiðillinn; króna, evra eða dollar, ef samið er um launahækkanir í kerfi sem hefur skroppið saman, fer verðbólgan á kreik. Það er aðeins hagvöxtur sem getur borið uppi launahækkanir. Best er að launahækkanir komi í kjölfarið á stækkun kökunnar, þ.e. þegar innstæða er fyrir þeim. Á bak við þessa hugsun er m.a. kenningin um að ekki sé hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Ef fjár festingar eru mikilvægar er ekki hægt að auka neysluna á sama tíma. Það er enn drjúp kreppa mælt á kvarða TExTi: jÓn G. HaUKsson / myndir: GEir Ólafsson oG flEiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.