Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 47
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 47
Össur: Kreppan er frá
Brot úr pistli 3. febrúar á heimur.is vegna orða Össurar skarphéðinssonar á alþingi um að
kreppan sé búin.
Okkur er öllum létt. Krepp an er frá.
Össur segir það og þá hlýtur það
að vera rétt. Í Bretlandi yrði þessu
slegið upp sem Breaking News. Þetta
er að vísu sami Össur og segir í
Rannsóknarskýrslu Alþingis að hann
hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum.
„Ég segi það algjörlega skýrt: Að
mínu viti er efnahagssamdrættinum lokið,
kreppan er frá. Á þriggja ára afmæli ríkis
stjórnarinnar blasir við að það er búið að
moka út úr Ágíasarfjósi Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks sem það tók þá flokka
næstum því átján ár að fylla,“ sagði Öss
ur á Alþingi í morgun.
Auðvitað skiptir ekki máli þótt á þess
um átján árum, tímabilinu frá 1991 til
2008, hafi Össur setið sex ár í ríkis
stjórn með sjálfstæðismönnum. Eða frá
1991 til 1995 og frá 2007 til 2008.
Það vill til að það er föstudagur þegar
fréttatímar ljósvakamiðlanna eru rofnir
með þessari stórfrétt. Þjóðin hlýtur að
gera sér glaðan dag. Þetta verður lang
ur laugardagur. Það verður víða hellt
djúsi yfir ís, eins og Flosi Ólafs sagði í
gömlu auglýsingunni frá Radíóbúðinni.
Það er bara verst hvað djúsið er orðið
dýrt! Það breytir engu. Þú færð ekki á
hverjum degi Breaking News um að
kreppan sé frá. Það þarf þá ekki að
skipta um formann í Samfylkingunni á
meðan; fara í dauðaleit niður um tvær
kynslóðir fyrir næstu kosningar.
Vínið hefur hækkað, tóbakið, bensínið,
skattarnir, útsvarið, vatnsgjaldið og nauð
synjavörurnar í stórmörkuðunum. En sem
betur fer er kreppan frá; við finnum það
á buddunni að það er allt orðið svo létt
ara undir fæti. Allar greiðslur eru orðn ar
léttgreiðslur.
Bensínið hefur ekki hækkað nema um
18 krónur frá því um áramótin og lítrinn
stefnir í 300 krónur í lok ársins. Það
kostar ekki nema 10 þúsund krónur
núna að skjótast til Víkur í Mýrdal og til
baka á sparneytnum bíl. Lítið mál. Þeir
gleðjast í ferðaþjónustunni; það verður
mikið rennerí austur á næstunni.
Það er ekki nema 8% atvinnuleysi.
Atvinnu lausir munu fagna fram eftir
næstu viku. Kreppan er frá. Fyrirtækin
fagna fram eftir viku. Núna er hægt að
ráða nýtt fólk til starfa eftir að atvinnu
tryggingagjaldið fjórfaldaðist og launin
hækkuðu. Það er hægt að hefja fjárfest
ingar og slá lán.
Að vísu sá Már í Seðlabankanum
þensl una og góðærið fyrir síðasta
haust þegar hann hækkaði vexti í land
inu til að slá á þenslu. Hann sá þetta
með hinum snillingunum í bankanum og
nefnd inni. Kreppan er ekki bara frá; það
er kom in bullandi þensla, að mati þeirra
við Arnarhól. Bogi og Örvar hljóta að
kætast.
Fólksflóttinn til Noregs hlýtur að stöð v ast.
Noregur hvað!? Mér er óhætt að hætta
á námskeiðinu í Mími þar sem ég hef
verið á hverju kvöldi svo mánuðum
skiptir – enda frekar lélegur málamaður.
Mesta kreppa Íslandssögunnar er að
baki. Við erum ekki lengur í kreppu!
Lesið af vörum mínum. Landsframleiðsl
an féll ekki nema um 11% á árunum
2009 og 2010.
Síðan höfum við skriðið eftir botninum.
Hagstofan sagði okkur fyrir áramót
að hagvöxtur síðasta árs hefði numið
yfir 2% og útlit væri fyrir annað eins á
þessu ári; ef allt gengur að óskum – en
fréttir eru stundum sagðar af því að
Evrópa sé að sogast niður og blikur
séu á lofti í bankakerfum heimsins.
Össur reiknar það út að 11%
kreppa plús 3 til 4% hagvöxtur sé 0 en
ekki 8 til 9% kreppa. Við féllum fram af
bjarg brúninni en lentum á syllu. Guði
sé lof að við fengum Jóhönnu, Steingrím
og Össur til að toga okkur upp að bjarg
brúninni.
…
Þriggja ára afmælisveislan
stendur enn yfir
Stjórnin hefur unnið dag og nótt við
að bjarga fólki og fyrirtækjum. Hún
hefur að vísu sett sér það markmið að
rústa sjávarútveginum, orkugeiranum
og ferða þjónustunni sem þrátt fyrir
allt hafa búið til þann hagvöxt sem þó
hefur orðið undir stjórn Bakkabræðra.
Það er svo sniðugt að bjarga fyrst
öllum fyrirtækjunum sem fóru á hausinn
í kreppunni – og hæla sér af því í fjöl
miðl um – og rústa svo fyrirtækjum, sem
lifðu af og hafa skilað sínu í hagvexti, til
að geta bjargað þeim síðar úr feninu.
Þannig heldur björgunarstarfið enda
laust áfram hjá þreyttum og vansvefta
Bakkabræðrum.
Það er þetta með að hella vatni í botn
lausar fötur.
Þjóðinni er létt. Við trúum öllu. Krepp
an er frá. Össur sagði okkur það.
jgh@heimur.is
af leiðandi myndi enginn vilja hana.
Menn skildu þetta loksins árið 1990
þegar gerðir voru þjóðarsáttarsamning
ar á vinnumarkaði. Stöðugleikinn og
lítil verðbólga voru sett á oddinn – og
það gekk bara ágætlega í fimmtán ár
eftir það, þótt við værum komin í EES
og tækjum upp fjórfrelsi, m.a. frjálst
fjármagnsflæði.
Launþegar eru með tekjur í krónum en
lán í verðtryggðum krónum. Það þykja
ekki sniðug fjármálavísindi. Það er mjög
auðvelt að afnema verðtrygginguna og
koma á sama gjaldmiðli. Það þarf ekki
nema eins og ein neyðarlög til þess.
Raunar hefði átt að afnema verð trygg
inguna tímabundið þegar neyð ar lögin
voru sett. Það sáu allir haustið 2008 að
verðbólgugusa var í pípun um. Það hefði
verið forvörn og þá væru menn ekki að
ræða núna um ríkis ábyrgð á verðtryggð
um lánum og að ríkið ætti að greiða þau
niður um 200 milljarða króna – sem er
dæmigerð „eftir á“lausn. Með verðtrygg
inguna áfram fellur allt aftur í sama
farveg. Verðtryggingin er í verð bólgu
sami vandi fyrir skuldara og verðbólg
an var fyrir sparifjáreigendur fyrir tíma
verðtrygg ingarinnar.
Hagstjórn og efnahagsbati er það sem þjóðin þarf á að halda; hvaða hugmyndir sem menn
kunna að hafa um nýjan gjaldmiðil í
fram tíðinni. Annars er hinn eini sanni
gjaldmiðill þjóðarinnar samkeppnis
hæfni hennar og framleiðni: sterkt
atvinnu líf. Það er samasemmerki á milli
sterks atvinnulífs og sterkrar myntar.
Um 94% þjóðarinnar segja í könn un
Viðskiptaráðs að atvinnulífið sé undir
staða lífskjara í landinu. Það er laukrétt.
Hvers vegna er þá verið að hækka öll
laun í landinu sem veikja atvinnulífið og
stuðla að áframhaldandi kreppu; 7 til
8% atvinnuleysi?
Það er í raun merkilegt að við séum
að hækka í lánshæfismatseinkunn
á erlend um vettvangi undir þessum
kringum stæðum.
Það skiptir engu máli hvaða mynt er á
Íslandi, Evrópu eða Bandaríkjunum. Það
hækkar enginn laun í kerfi sem hefur
skroppið saman um 11% án þess að
verðbólgan fari á skrið.
Meira að segja fíllinn hefði sest á forn
aldarsamninga sem þessa sem lengi
þrifust hér á landi. Fíllinn er vitur; hann
hefur fílsminni.
Fíllinn í stofunni
jgh@heimur.is