Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 61
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 61 Aðrar fjárfestingar Skúla í upplýsinga­ tækni eru fremur í formi sprotafjár fest inga eins og fjárfestingin hans í gagna vinnslu ­ fyrirtækinu Datamarket sýnir. Þar er um að ræða áhugavert fyrirtæki sem þekktur frumkvöðull, Hjálmar Gíslason, hefur sett af stað. Félagið hefur opnað skrifstofu í Bandaríkjunum og verður fróðlegt að fylgj ast með því hvort í því félagi hittast margir af þeim ungu fjárfestum sem hafa verið að hasla sér völl hér á landi á undan ­ förnum árum en sumir þeirra eiga rætur í Oz. Besta dæmið um áhrif Oz er án efa CCP en forstjóri þess, Hilmar Veigar Péturs son, hefur oft bent á mikilvægi þess fyrir þróun CCP. Hann og Reynir Harðarson, aðal­ hug myndafræðingur CCP, höfðu þannig báðir unnið hjá Oz. Þessi þróunarsaga er áhugaverð því hún sýnir að þótt framsýnar hug myndir gangi ekki upp á einum tíma getur þeirra tími komið seinna, rétt eins og á við um afdankaða stjórnmálamenn! Þannig má benda á að á árunum 1996­ 1997 þróaði Oz þrívíddarnetvafra sem kall aðist Oz Virtual sem átti að vera fjöl ­ notendaumhverfi þar sem notandinn stjórnaði gengli (e. avatar) sem var eins konar holdgerving af honum sjálfum innan gerviheims forritsins. Allt fremur framandi á þeim tíma en óhætt er að fullyrða að Oz Virtual hafi verið frumlegt og metnaðarfullt verkefni. Það komu hins vegar fljótlega í ljós innbyggðir grunngallar sem erfitt eða jafnvel ómögulegt var að leysa úr miðað við þeirra tíma fjarskipti. Háhraðanet voru ekki algeng og flestir notuðust við mótöld sem réðu illa við gagnaflutninginn sem Oz Virtual krafðist. Það gerði það að verkum að einföldustu aðgerðir gátu tekið mjög langan tíma, hvort sem það var að tengjast for ritinu sjálfu eða framkvæma aðgerðir innan þess. Þessi saga er rakin hér til að minna á að þeir njóta ekki alltaf eldanna sem kveikja þá. Frumkvöðlar hafa ekki alltaf notið sannmælis en líklega á sala bank anna á hlutabréfum Oz mestan þátt í því að enn finnast fjárfestar á Íslandi sem minnast félagsins með blendnum hætti. Nauðsynlegt að dreifa fjárfestingum á Íslandi En fjárfestar á Íslandi eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir eru tortryggðir og stöðugt minntir á fortíðina. Eins og hér hefur verið nefnt hafa leiðir Skúla og Björgólfs Thors legið saman í gegnum tíðina. Enn eru því margir sem fullyrða að þeir starfi saman í fjárfestingum þótt erfitt sá að sjá nokkuð sem rennir stoðum undir það. Skúli aftekur enda með öllu að sú sé raunin þótt þeir Björgólfur Thor séu vissulega góðir félagar. Af fjárfestingum Skúla að dæma virðist hann vera tilbúinn að skoða tæki færi hvar sem er. Sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að Ísland sé það lítið land að óhjákvæmilegt sé að leita fjárfest inga­ tæki færa víða. Í því ljósi verður líklega að skoða fjárfestingu hans í félögum eins og Carbon Recycling International (CRI) og Securitas. Í CRI á hann á milli 15 og 20% hlut og þar starfar einnig Sjó la­ fjölskyldan með honum. Hluthafar í CRI eru um 50 talsins og Títan þar stærst. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er um 15 milljónir Bandaríkjadala en þess er vænst að rekstur hefjist á þessu ári. Skúli hefur haldið tengslum sínum við Kanada og haldið áfram að fjárfesta þar og situr í stjórn iPerceptions og Redline Communications í Kanada. Þess má geta að Redline er skráð í kauphöllina í Toronto en endurskipulagning félagsins hefur að sögn Skúla tekist mjög vel og bréfin rúmlega tvöfaldast í verði síðan fjárfest var í félaginu fyrir innan við ári. Þeir Hilmar Gunnarsson og Haraldur Þorkelsson fóru með Skúla til Kanada á sínum tíma og komu einnig heim með talsverðan hagnað og hafa þar af leiðandi nokkra fjárfestingagetu í dag. Hilmar, sem er markaðsmaður, var meðfjárfestir Skúla í Caoz og þeir hafa unnið að fleiri verkefnum saman. Einnig Haraldur Þorkelsson, sem er aftur á móti með grunn í tölvugeiranum og hefur fjárfest í Data­ market. Nöfn þeirra eru nefnd hér til að gefa vísbendingar um samstarfsmenn Skúla sem hefur þó sýnt sig vilja starfa með mörgum. Skúli Mogensen hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera góður sölumaður eigin hugmynda. Það vakti athygli á sínum tíma hve auðvelt hann átti með að byggja upp samskipti við stjórnendur Ericsson og síðar átti það sama við um æðstu stjórnendur Nokia. Í Oz­samstarfinu á sínum tíma var það hann sem var diplómatinn og samningamaðurinn á meðan Guðjón Már sá um sköpunarkraftinn, jafnvel svo að undan sveið segja samstarfsmenn. Skúli hefur sýnt mikla þrautseigju í gegnum tíðina og er að uppskera sem slíkur nú. Hann er keppnismaður og líklega sá fjárfestir á Íslandi sem er í hvað bestu formi, hafi menn áhuga á að vita það! Skúli æfir fyrir þríþraut sem einnig er kölluð Járnkarlinn (e. Ironman) og hentar þeim sem telja maraþonhlaupið ekki næga áskorun! Kunnugir segja að þar sé ekkert hálfkák á ferðinni heldur; Skúli sé alvörukeppnismaður og leggi sig allan fram og jafnvel svo að hann sprengdi sig í síðustu þraut. Að vera fjárfestir á Íslandi í dag kallar á mikla athygli og það ekki alltaf jákvæða. Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Spegillinn á RÚV um afskriftir honum tengdar í bankakerfinu á sínum tíma. Þar var því haldið fram að Landsbankinn hefði afskrifað 400 milljónir króna vegna lána sem Skúla voru veitt persónulega. Slíkum upplýsingum er mætt með tortryggni í dag en sýna vissulega að allri atvinnustarfsemi fylgir nokkur áhætta. Skúli segist aðspurður ekki átta sig á áreiðanleika þessara upplýsinga. Hann hafi sjálfur ekki fengið neinar afskriftir. Hann hafi afhent bankanum allar sínar eignir á þeim tíma þegar netbólan sprakk. Það hafi verið hluti af skuldauppgjöri hans við bankann. Hann segist þó ekki geta aftekið að bankinn hafi þurft að setja 400 milljónir króna á afskriftarreikning í kjölfarið eða ári seinna. Hafi bankinn selt allt á lægsta verði hafi tapið án efa verið umtalsvert. Hann sagðist þó vita til þess að bankinn ætti enn hluti í félögum sem hann fékk í uppgjörinu fyrir 10 árum og taldi Skúli að bankinn hefði væntanlega notið góðs af uppsveiflunni sem kom nokkrum árum seinna. „Ekki má gleyma að hagnaður stóru bankanna undanfarin ár er tilkominn af því að þeir færa upp eignir sem áður höfðu verið færðar niður í hruninu,“ sagði Skúli. Í áðurnefndum fyrirlestri talaði Skúli um að menn þyrftu að sýna dirfsku í fjárfestingum. Þeir sem þekkja til hans segja hins vegar að þeir tímar séu liðnir að hann taki áhættu, en líklega á það enn eftir að koma í ljós með sumar þeirra fjárfestinga sem hér hafa verið nefndar. Fjárfestingafélagið Títan tók til starfa hér á landi 1. október 2009. Sama kvöld sat Skúli og hlust aði á Kastljósþátt þar sem Stein grímur J. Sigfússon fjármála­ ráðherra tilkynnti að það ætti að hækka skatta upp úr öllu valdi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.