Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 62
62 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
bækUr
Allur sannleikurinn um leiðtogann
Sigurður Ragnarsson gaf nýlega út bókina Forysta og samskipti. Í bókinni fjallar hann um hið viðamikla
hlutverk leiðtogans og fjölbreytt svið innan stjórnunarfræðanna sem tengjast þessu mikilvæga hlutverki.
Í bókinni er dreginn saman óvenjumikill fjöldi kenninga um stjórnun og leiðtogahlutverkið.
Mikil gróska er í útgáfu íslenskra stjórnunarbóka nú um stundir. Ein áhugaverðra
nýútkominna bóka er Forysta
og samskipti eftir Sigurð Ragn
arsson. Í bókinni fjallar höfund
ur um hið viðamikla hlutverk
leiðtogans og mjög fjölbreytt
svið innan stjórnunarfræðanna
sem tengjast þessu mikilvæga
hlutverki. Þetta er yfirgripsmikil
bók sem fjallar um leiðtogahlut
verkið á breiðum grunni og
dregur saman fjölda kenninga
um þetta eftirsótta en um leið
óljósa hlutverk.
víða komið við
Það sem fyrst kemur á óvart
við lestur bókarinnar er hversu
yfirgripsmikil hún er. Höfundi
tekst með mikilli natni að koma
inn á mikinn fjölda kenninga um
leiðtogafræði og stjórnun í ekki
lengri bók en þetta. Það má því
segja að einn kosta bókarinn
ar sé sá að hún inniheldur
yfir gripsmikið og vandað yfirlit
yfir helstu stjórnunarkenningar
dags ins í dag. Þetta gerir hana
að góðu uppsláttarriti fyrir þá
sem vilja kynna sér helstu kenn
ingar um leiðtogafræði. Einnig
kemur höfundur inn á nýlegar
rannsóknir sem málinu tengjast
og sýnir svo ekki verður um villst
þá sérfræðiþekkingu sem hann
hefur á efninu og þeim fjölmörgu
þáttum sem því tengjast.
Þekktu sjálfan þig
Einn grísku spekinganna mælti
hin fleygu orð „þekktu sjálfan
þig“. Sú speki á ekki síst við um
leiðtoga en afar mikilvægt er að
þeir þekki sjálfa sig. Bókin gefur
lesandanum mörg góð tækifæri
til að kynnast sjálfum sér með
Hugarfóðri og Verkefnum í lok
hvers kafla. Þessar stuttu klaus
ur og einföldu spurningar vekja
lesandann til umhugsunar um
efni kaflans og vekja jafnvel enn
fleiri spurningar sem nauðsyn
legt er fyrir hvert okkar að svara
fyrir okkur sjálf til að geta rækt
leiðtogahlutverkið sem skyldi.
Jafnvel reyndir leiðtogar ættu
að finna í þessum verkefnum
punkta sem vekja þá til umhugs
unar og leiða þannig til enn
meðvitaðri og vandaðri forystu
en ella. Fyrir nýja leiðtogann
(eða þann sem dreymir um
að verða leiðtogi) eru þessar
hug leiðingar ómetanlegar til að
hraða þroskaferlinu og fækka
þeim mistökum sem leiðtogar
óhjá kvæmilega gera þegar þeir
stíga sín fyrstu forystuspor.
flókið samspil
Það er flókið samspil margra
ólíkra þátta sem myndar sterka
leiðtoga. Það eru ekki bara
ein kenni einstaklingsins sem
þar leika lykilhlutverk heldur
kringumstæðurnar einnig. Sá
sem stígur með sterkum hætti
fram fyrir skjöldu við tilteknar
aðstæður þarf ekki endilega að
vera sterkur við aðrar aðstæður.
Höfundur veltir t.d. fyrir sér
hvort Martin Luther King hefði
orðið sá sterki leiðtogi sem
hann varð hefði hann verið uppi
áratugum fyrr, eða seinna. Þeirri
spurningu er ómögulegt að
svara en víst að aðstæðurnar
leika stórt hlutverk í árangri leið
toga. Ef leiðtoginn hins vegar
hefur ekki ákveðna eiginleika
mun hann aldrei geta nýtt sér
aðstæður honum hliðhollar. Allt
spilar þetta því saman að því
að móta leiðtogann og hæfni
hans.
leiðtoginn og völd
Þessu tengt má nefna áhuga
verðan kafla úr bókinni sem
fjallar um leiðtogann og völd.
Þar er varpað fram ýmsum
spurn ingum sem lúta að því
hvort sá sem gerður er að leið
toga fái sjálfkrafa völd og eins á
hinn bóginn hvort sá sem ekki
hefur völd geti verið leiðtogi.
Sú umræða er áhugaverð fyrir
þá sem ekki hafa formleg völd
en eru þó klárlega leiðtogar,
t.d. innan hóps eða verkefnis.
Það er einhvern veginn eins og
sumum veitist það auðveldara
en öðrum að vera leiðtogi og
gangi í það hlutverk ósjálfrátt
og óumbeðið. Eru leiðtogar án
þess að hafa formlegt vald.
Ólíkar tegundir leiðtoga
Ekki eru allir leiðtogar eins, þó
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Stjórnendaþjálfari hjá
Vendum
Bókin Forysta og samskipti
„Forysta eða leiðtogamennska
snýst um að leiða fólk og það er
nauðsynlegt að tileinka sér færni
í samskiptum til að geta leitt fólk.
En hvað með að leiða verkefni? Við
því er einfalt svar. Til þess að leiða
verkefni þarf að leiða fólk.“
Forysta snýst um fólk
Höfundur notar hugtakið náðarleið
togamennska yfir enska hugtakið
transformational leadership. Þar er
vísað til þess að fylgjendur helga
sig algerlega stefnu leiðtogans og
samþykkja og framfylgja henni í
þaula. Þessi tegund leiðtoga hefur
sterka sýn, býr yfir persónutöfrum,
tjáir sig með táknrænum hætti,
dreifir valdi og verkefnum, veitir fólki
vitsmunalega örvun og kemur fram
af heilindum. Náðarleiðtoginn er ein
þeirra leiðtogagerða sem fjallað er
um í bókinni.
Náðarleiðtoginn
Sigurður Ragnarsson kennir og hefur
kennt leiðtogafræði og fleiri náms
greinar við Háskólann í Reykjavík,
Opna háskólann, Háskólann á Bif
röst, Háskóla Íslands og Háskólann
á Akureyri. Hann hefur viðtæka
stjórnunarreynslu og þ.á m. af eigin
fyrirtækjarekstri.
Sigurður er með BApróf í mann
auðs og samskiptafræðum frá
Golden Gate University í San
Fransisco og MBA í stjórnun og
mark aðsfræðum frá sama háskóla.
Sam hliða starfi sínu stundar hann
doktorsnám í leiðtogafræðum við
Háskóla Íslands.
Um höfundinn
Það sem fyrst kemur á
óvart við lestur bók-
arinnar er hversu
yfir gripsmikil hún
er. Höfundi tekst
með mik illi natni að
koma inn á mikinn
fjölda kenninga um
leiðtoga fræði og
stjórn un í ekki lengri
bók en þetta.