Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 92

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 92
92 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 hvAtAferðir eru vAxtArbroddur Ýmislegt þarf að smella saman áður en ráðstefn ugestir mæta á svæðið. Réttir salir, rétt hótel, réttur tækjabúnaður, afþreying, makadagskrá … Þeir eru margir sem eiga kost á að fara á ráðstefnur út um allan heim og oft er það þannig að ef Ísland er nefnt þá segir fólk að það sé eitt af þeim löndum sem það langar til að heimsækja,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, eig andi Iceland Congress. „Þannig að stundum felst fyrsta heimsókn til Íslands í að taka þátt í ráðstefnu og svo er komið aftur seinna í frí með fjölskyld­ una. Þá eru oft fleiri sem mæta á ráðstefnur sem haldnar eru á Íslandi en í öðrum löndum ef um er að ræða ráðstefnur sem haldnar eru reglulega í hinum ýmsu löndum.“ Sigrún segir að Íslendingar verði að koma sérstöðu lands­ ins á framfæri. „Við þurfum að vera á tánum hvað varðar markaðssetningu. Það er virki­ legur vaxtarbroddur í ráðstefnu­ haldi og við getum fengið miklu fleiri ráðstefnur en haldnar eru á landinu. Íslendingar þurfa að passa upp á að vera með rétta stærð af ráðstefnum; ekki taka fleiri en við ráðum við með góðu móti því við erum ekki með marga staði þar sem hægt er t.d. að vera með um 1.500 manns í mat á sama tíma. Við skipulagningu ráðstefna þarf t.d. að huga að öllum máltíðum, það þarf að huga að akstri og afþreyingu. Það koma margir þættir inn í þetta.“ Tækjabúnaðurinn Að ýmsu er að hyggja við undir búning ráðstefna. Sigrún seg ir að við val á ráðstefnusal verði að hafa í huga að hann sé hljóðeinangraður, að hátt sé til lofts, hún nefnir að algengt sé að beðið sé um möguleika á dagsbirtu og fólk þarf að sjá þann sem heldur fyrirlesturinn. Hvað tækjabúnað varðar nefn ir Sigrún að mikilvægt sé að góð tækniþjónusta sé fyrir hendi þar sem halda á ráð­ stefn ur, lágmarksútbúnaður er tjald, skjávarpi og tölva en tækni menn staðanna þurfa að vera viðbúnir því að kynning­ ar komi á mismunandi formi. „Sumir vinna á PC en aðrir á Mac og þegar kemur að því að varpa þessu á skjá og skila til ráðstefnugesta þurfa þessi kerfi að „tala saman“. Algengt er að í kynningum sé blandað saman texta, myndum og mynd böndum og þetta þarf að ganga snurðulasut fyrir sig. Hljóð nemar þurfa að vera fyrir hendi – helst þráðlausir svo fyrir lesari geti gengið frjálst um – og einnig lausir hljóðnemar til að nota fyrir spurningar úr sal, en mikilvægt er að hljóð skili sér vel til þeirra sem fundinn sitja.“ Líkamsrækt og makadagskrá Sigrún segir að hjá Iceland Con gress séu valin hótel sem eru sem næst ráðstefnustaðn ­ um. „Það er fyrsti kosturinn því sífellt algengara er að vera með „umhverfisvæna ráðstefnu“ sem þýðir að reynt er að komast hjá akstri ef hægt er. Það er því gott ef ráðstefnusalurinn er í göngu ­ færi frá hótelinu. Þá skipta gæði hótelanna miklu máli. Margir kvarta yfir því að ekki sé fimm stjörnu hótel á Íslandi en í dag er starfsmönnum margra erl endra fyrirtækja bann að að bóka gistingu á fimm stjörnu hótelum þegar þeir fara á ráð ­ stefnur. Fimm stjörnu hótel þykja of fín. Þau þykja lúxus og óþarfa eyðsla.“ Sigrún segir að starfsmenn Iceland Congress velji hótel fyrir viðskiptavini sína þar sem boðið er upp á líkamrsæktar­ aðstöðu. „Það er ein af kröf un ­ um.“ Þá segir hún að í tengsl um við sumar ráðstefnur sé skipu­ lagt það sem kallað er „fun run“ en þá fara þeir ráð stefnugestir, sem það vilja, í hlaupa túra snemma á morgnana áður en ráðstefnan byrjar. „Það er sífellt meira um að líkams rækt sé að einhverju leyti tengd inn í þetta.“ Þá má nefna makadag­ skrá en fyrirtæki eins og Iceland Con gress bjóða upp á ferðir fyrir maka ráðstefnugesta og er dagskráin fyrir makana á þeim tíma þegar ráðstefnan er haldin. „Þetta geta verið hálfs dags­ eða heilsdagsferðir, spa­meðferðir eru vinsælar og við höfum boðið mökum upp á að kaupa íslenska hönnun.“ Í lokin má nefna hvataferðir sem Sigrún telur að séu einn af stærstu vaxtarbroddunum í ís lenskri ferðaþjónustu. „Ísland er einstakt og hvataferðir ganga út á að sýna eitthvað sem er öðruvísi og eitthvað sem fólk getur ekki upplifað í eigin fríi. Landslag Íslands er stórbrotið og birtist um leið og lent er í Kefla vík; það þarf því ekki að fara langt til að upp­ lifa staði sem ekki er sjálfsagt að sjá þegar ferðast er um heiminn. Má nefna sem dæmi hraunbreið ur, gígaröð, heita­ vatnsholur og flekaskil, sem er einstakt. Allt er þetta fyrir okkur sem erum alin upp á Íslandi bara hraun eða því sem næst en upplifun erl endra gesta er allt önnur. Þegar við sýnum að vetri grænan blett þar sem jarðhiti er mikill en allt á kafi í snjó í kring virkar það eins og töfrar.“ TExTi: svava jÓnsdÓTTir / mynd: GEir Ólafsson Sigrún Sigurðardóttir, eig andi Iceland Congress. „Það er virkileg ur vaxtarbroddur í ráðstefnuhaldi og við getum feng­ ið miklu fleiri ráðstefnur en haldnar eru á land inu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.