Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 100
100 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Mikilvægi erlendra ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur er óumdeilanlegt. Að ýmsu er að hyggja og segir Örvar J. Arnars
son, verslunarstjóri ZOON, að mikilvægt sé að hlúð sé að sögunni, svæðinu og umhverfinu.
TExTi: svava jÓnsdÓTTir mynd: GEir Ólafsson
Örvar J. Arnarsson, verslunar stjóri ZOON við Bankastræti, segist telja að
miklir vaxtarmöguleikar séu
í miðborg Reykjavíkur, bæði
hvað varðar erlenda ferða
menn og ekki síður Íslendinga.
„Við erum því á heildina litið
afar ánægð með að stuðla að
auknum rekstri í miðborginni
og horfum fram á björt og
skemmti leg ár og áratugi. Við
vitum að erlendir ferðamenn
leita í miðbæ borga og það
skiptir auðvitað miklu máli fyrir
okkur sem verslunarrekendur
að vera til staðar fyrir þá.
Miðborg Reykjavíkur er að
okkar mati afar skemmtilegt
svæði. Þar er rík saga Íslend
inga og landsins okkar og því
mjög gaman að geta tekið þátt
í þeirri uppbyggingu sem hefur
átt sér stað á svæðinu undan
farin misseri. Rekstur verslunar
þar er um margt svipaður því
sem gengur og gerist annars
staðar en það er þó mikilvægt
að Reykjavíkurborg, ferðaþjón
ustufólk og aðrir rekstraraðilar
leggist á eitt við að halda
uppbyggingunni áfram. Við
teljum mikilvægt að hlúð sé að
sögunni, svæðinu og umhverf
inu.“
FERðAMENN LEITA ALLTAF Í MIðBæINA
Örvar J. Arnarsson verslun ar stjóri.
Erlendir ferðamenn sem komu hingað til lands árið 1990 voru um 150.000. Þeir voru um 300.000 tíu
árum síðar og tæplega 600.000
árið 2011. Birkir Hólm Guðna
son, forstjóri Icelandair, segir að
með þetta í huga megi gera ráð
fyrir að þeir verði um ein milljón
árið 2020.
„Við höfum sagt að eina leiðin
til að taka á móti þessum fjölda
sé að stór hluti þeirra komi á
tímabilinu september til maí
þann ig að sumarið sé ekki
svona ráðandi tími. Við höfum
markvisst verið að auka fram
boð á ferðum á því tímabili og
bæta við heilsársáfangastöðum
eins og Washington, Seattle
og Denver. Við höfum trú á að
þetta verði raunin.“
Ástæða þess hve ferðamönn
um hefur fjölgað mikið að
undan förnu segir Birkir Hólm
að sé aðallega aukið framboð á
ferð um, eldgosið í Eyjafjallajökli
og mikil og vönduð markaðs
setning erlendis. „Með því að
fljúga beint til borga í Banda
ríkjunum margfaldast áhrif af
þeim sem fara til Íslands því að
þeir sem koma hingað fóru áður
í gegnum aðrar borgir úti þar
sem var beint flug. Auk þess
setjum við einn og hálfan til tvo
milljarða króna í auglýsingafé á
ári erlendis og það er í rauninni
lykillinn að því að fá ferðamenn
heim. Við höfum prófað að
hætta að auglýsa á veturna
í nokkrar vikur en þá hefur
veru lega hægt á bókunarflæði
þann ig að fólk er ekkert að bíða
í röðum úti í heimi eftir að kom
ast til Íslands af því að krónan
er svo veik.“
Birkir segir að Íslendingar eigi
að vera stoltir af því að selja
Ísland eins og það er – myrkrið,
kuldann, menninguna og nátt
úruna. Svo megi ekki gleyma
björtum sumarkvöldum og söng
lóunnar.
Milljón ferðamenn í kringum 2020
Miðað við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands á síðustu árum má gera ráð
fyrir að þeir verði um ein milljón árið 2020.
TExTi: svava jÓnsdÓTTir / mynd: GEir Ólafsson
Birkir Hólm Guðnason.
„Eina leiðin til að
taka á móti þess
um fjölda sé að
stór hluti þeirra
komi á tímabil
inu september til
maí þannig að
sumarið sé ekki
svona ráðandi
tími.“
„Við erum því
á heildina litið
afar ánægð með
að stuðla að
auknum rekstri í
mið borg inni.“