Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 107
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 107
ráðstefnur í menningarhúsi
Norræna húsið í Reykjavík er menningarstofnun rekin af Norrænu ráðherranefndinni en hugsjón hússins er að efla
menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandaþjóðanna.
Svíinn Max Dager tók við starfi forstjóra Norræna hússins í janúar 2007. Rætur hans liggja í óháða
menningargeiranum en Max var
einn af stofnendum götuleik
hóps ins Cirkus Cirkör þar sem
hann vann fyrst og fremst að
alþjóðasamskiptum.
„Ég hef starfað við alþjóðleg
verkefni í mörg ár, m.a. við
mörg evrópsk samstarfsverk
efni um sviðslist, og sem
fram leiðandi hef ég sett upp
sviðs verk í öllum heimshlutum,
frá Japan í austri til Kólumbíu í
vestri,“ segir Max Dager. Hann
hefur stuðlað að breiðu sam
starfi við íslenskt menningar og
vísindasamfélag og norrænt
atvinnulíf. Hugsjón Dagers er
að Norræna húsið brúi bilið milli
Íslands og umheimsins og sé
um leið sýningaraðstaða fyrir
íslenska og norræna menningu.
Söguleg fjölgun gesta
„Gestum hjá okkur hefur fjölg
að gífurlega. Árið 2005 sóttu
12.600 gestir Norræna húsið
heim en síðan hefur þeim
fjölg að í 149.000, sem er mjög
ánægju legt.
Eins og frægt er teiknaði Alvar
Aalto þetta frábæra hús og var
það vígt árið 1968. Það heldur
enn nútímalegu yfirbragði sínu
þótt ýmsar breytingar hafi átt
sér stað. Í árdaga Noræna
hús sins var vinsælt meðal
náms manna úr HÍ að sitja hér
á kaffiteríunni yfir kaffibolla og
blöð unum og einnig náms
manna sem voru að koma að
utan og ræddu kappsamir um
pólitík, strauma og stefnur.
Eins og þetta er skemmtilegt
þá kostuðu þessir fáu kaffi
bollar húsið mikið í nokkur ár,
sem er augljóslega lélegur
rekstur á menningarhúsi. En
nú er rekstur veitingastaðarins
Dills kominn til sögunnar; einn
besti veitingastaður landsins og
mikilvægur hluti af húsinu okkar.
Við erum með stóran sal í
hús inu með öllum tækjabúnaði
og getum haldið 120 manna
ráðstefnu, en besta stærðin er
3060 manns.
Hingað er vinsælt að koma af
minni hópum, hér koma gjarnan
auglýsingastofur og arkitektar
frá öðrum löndum til þess að
halda fundi og njóta norrænnar
matarmenningar í alvöru Aalto
húsi.“
TExTi: HrUnd HaUKsdÓTTir / myndir: GEir Ólafsson
Max Dager, forstjóri Norræna hússins, hefur lagt sitt lóð á
vogarskál arnar til þess að styðja og auka samstarf við íslenskt
menningar og vísindasamfél ag og norrænt atvinnulíf.
norræna húsið
„Vandinn liggur í að of margir eru að skoða sömu staðina á sama tíma en það
veldur miklu álagi á landið og innviðina.“