Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.04.2013, Qupperneq 26
26 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri þinglýsinga- og skráningadeild- ar embættis sýslu mannsins í Reykjavík og fyrsti framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, ákvað þrettán ára sem sendill hjá ríkisstofnun að læra ekki vélritun og fá þar með lægri laun en karlarnir. Margir þekkja hana sem kjör- stjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Ákvað að læra ekki vélritun Bergþóra Sigmunds­dótt ir hefur alla tíð verið baráttumann­eskja fyrir jafn rétti kynj anna og beit það í sig þegar hún var þrettán ára sem sendill hjá ríkisstofnun að læra ekki vélritun. „Ég tók ég eftir því að þótt þar ynnu bæði karlar og konur voru karlarnir á sérskrifstofum inni af ganginum á meðan konurnar, sem voru á öllum aldri, sátu í stórum sal, vélrituðu, svöruðu í síma og sinntu afgreiðslu. Mér fannst þetta svolítið sérkenni ­ legt og tók fljótlega eftir því að karlarnir, jafnvel strákar um tvít ugt, komu með skjöl til kvenn anna sem þær vélrituðu fyrir þá. Strákarnir voru ekki endi lega með meiri menntun en þær, því ég man eftir a.m.k. tveimur konum sem voru með stúdentspróf, en strákarnir sem þær vélrituðu fyrir höfðu það ekki og voru jafnvel yngri en þær. Mér varð fljótlega ljóst að þeir sinntu störfum sem gáfu hærri tekjur en konurnar sem vélrituðu. Ég tengdi þetta strax því að þar sem þær kynnu að vélrita væru þær beðnar um að vélrita og tók þá ákvörðun strax þarna að ég skyldi aldrei læra að vélrita. Ég yrði þá aldrei í þeirri stöðu að verða beðin um það og fá þar með lægri laun.“ En það var í raun fyrr sem Bergþóra lagði drög að framtíð sinni, því þegar hún var níu ára ákvað hún að þegar barna skóla lyki skyldi hún fara í Kvenna ­ skólann, þaðan í MR og síðan í lögfræði. „Það var svo sem ágætt að ég hafði tekið þessa ákvörðun snemma, því þegar maður kemur á tánings aldurinn og í menntaskóla er maður meira leitandi og óákveð inn um hvað við skuli taka, en þetta markmið mitt sat í mér.“ Þegar stúdentsprófi var náð hafði Bergþóra fengið áhuga á stjórnmálafræði, sem þá var nýtt fag í Háskólanum, og þurfti hún því að velja á milli hennar og lögfræðinnar. Stjórnmálafræð­ in varð fyrir valinu, m.a. vegna þess að sambýlismaður og síðar eiginmaður Bergþóru, Gunnar V. Johnsen, var á leið utan í verkfræðinám og hún vissi að færi hún með honum gæti hún haldið áfram náminu í stjórnmálafræðinni erlendis. Lögfræðinni gæti hún svo bætt við sig síðar. Hún lærði því stjórn málafræði, bæði hér heima og í Svíþjóð, en útskrifðaðist sem stjórnmálafræðingur frá HÍ. Þetta gerði hún samhliða því að eignast tvö börn á námstíman­ um. Hún leggur þó sérstaka áherslu á að þetta hefði hún aldrei getað án eiginmannsins, sem alla tíð hefur tekið fullan þátt í heimilisstörfunum, sem og umönnun barnanna þegar þau voru að vaxa úr grasi. Að námi loknu tók við nokkurra ára starf sem stjórnmálafræð ­ ingur og varð Bergþóra fyrsti framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs og vann við það í sex ár. Þá hún tók þá ákvörðun að hætta, eignast þriðja barnið og setjast svo aftur á skólabekk og láta drauminn um að læra lögfræði verða að veruleika. En þá er ekki öll sagan sögð. Förum að ­ eins aftur í tímann: „Haustið sem við byrjuðum nám í Háskólanum, Gunnar og ég, byrjaði hann mánuði á undan mér. Honum fannst hart að horfa á mig sofa áfram þegar hann þurfti að vakna og lagði til að ég kæmi með honum í tækniteiknun í verkfræðideild­ inni á laugardagsmorgnum í stað þess að liggja heima,“ segir Bergþóra og brosir. „Það varð úr og með stjórn ­ málafræðináminu lærði ég tækni teiknun og tók próf í henni úr verkfræðideildinni. Þetta nýtt ist mér mjög vel, því ég vann sem tækniteiknari með háskólanáminu, fyrst með stjórn málafræðinni og svo aftur þegar ég var í lagadeildinni. Þetta nýtist mér enn þann dag í dag, því þessi menntun kem ur sér einstaklega vel í starfi mínu núna, t.d. við lestur á eigna ­ skipta yfirlýsingum.“ Með laganáminu vann Berg ­ þóra hjá sýslumanninum í Reykjavík og síðan alfarið þar að því loknu og er, eins og áður segir, deildarstjóri í þinglýs­ inga ­ og skráningadeild. Margir þekkja hana hins vegar sem kjörstjóra við utankjörfundar at­ kvæðagreiðslu, sem hún hefur verið í fjölmörg ár. Þykir mörgum sjálfsagt dugn­ aður þriggja barna móður ærinn eftir það sem upp hefur verið talið, en samt hefur Bergþóra ekki látið sér það nægja. Hún hefur einnig starfað mikið í sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyf­ inguna og þá beitt sér sérstak­ lega fyrir uppbyggingu á allri aðstöðu fyrir stelpur, enda hefur áhugi hennar á jafnrétti kynj­ anna síst minnkað með árunum. Hún starfaði fyrir meistaraflokk kvenna í fótbolta hjá Stjörnunni, var formaður handknattleiks­ deildar Stjörnunnar um tíma, starfaði fyrir meistaraflokks­ ráð kvenna í handbolta og hefur unnið markvisst að því að stelpur njóti sannmælis í íþróttum og fái sömu aðstöðu og tækifæri og strákarnir. Og nú hefur golfáhuginn fangað huga Bergþóru, sem er söm við sig og því að sjálfsögðu komin bæði í stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, sem og Golfsambands Íslands. Þar beitir hún sér sjálfsagt áfram kvenþjóðinni til heilla. En svo við snúum okkur aftur að vélrituninni: Hefur það aldrei orðið henni til trafala í námi og starfi að hafa ekki lært vélritun? Bergþóra gjóir augunum á lyklaborðið við tölvuna og hlær við. „Ég bjarga mér með tveimur og er orðin nokkuð lunkin við það. En ég vélrita eingöngu fyrir sjálfa mig.“ TexTi: HelGa Möller / Mynd: Geir ólafsson StJóRNUN Fyrsti framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs: bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri þinglýsinga- og skráningadeildar embættis sýslu mannsins í Reykjavík. MIKILVÆGT SKREF AÐ GÓÐUM ÁRANGRI Einkabankaþjónusta Arion banka veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum og stofnunum víðtæka fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. · Þinn eigin viðskiptastjóri sem mótar með þér fjárfestingarstefnu og sér um þitt eignasafn. · Sterk tengsl við viðskiptastjóra með símtölum, tölvupósti og reglulegum fundum. · Ítarlegt yfirlit um stöðu og ávöxtun á þriggja mánaða fresti. · Öll almenn bankaþjónusta á hagstæðum kjörum. Pantaðu viðtal við viðskiptastjóra í 444 7410 eða sendu póst á einkabankathjonusta@arionbanki.is og komdu þínum fjármálum í hagstæðari farveg. ARION EINKABANKAÞJÓNUSTA VÖNDUÐ EIGNASTÝRING STJÓRNAST AF MARKMIÐUM VIÐSKIPTAVINARINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.