Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 29
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 29
maður er með kæki; „þú veist“,
„heyrðu“, „ég meina“ o.s.frv. Og
ef sú er raunin þá er óþarfi að
mikla það fyrir sér. Undirmeðvit
undin hjálpar manni að losna
við kækina. Ég sé það þegar
ég hef verið að þjálfa fólk í sjón
varpsframkomu.“
Að gefa og þiggja
Sirrý segir að allir geti komið
fram og tjáð sig af öryggi
ef þeir æfa sig. „Ég er með
ákveðin trix. Ég kenni öndunar
tækni á námskeiðunum og
hvað fólk getur gert til að þora.
Þetta er fyrst og fremst spurn
ing um hugarfarið – að gera sér
grein fyrir að rödd manns sjálfs
skiptir jafnmiklu máli og raddir
ann arra. Ef fólk er ekki vant því
að tjá sig á fundum í vinnunni
er kannski tími til kominn að
breyta því. Mörgum hefur reynst
vel að byrja einhvers staðar
annars staðar en í sínu daglega
umhverfi – sumir fara í lions
eða rótarý og efla sig smátt og
smátt og venjast því að koma
fram, standa upp og hafa orðið.
Svo kemur að því að fólk lætur
meira að sér kveða í vinnunni.“
Sirrý segir það skipta máli að
vera eðlilegur og vera mað
ur sjálfur, að liggja eitthvað á
hjarta og tala til hópsins. „Við
kom andi þarf að hafa áhuga á
hópnum til að áhorfendur hafi
áhuga á honum sem ræðu
manni. Þetta skortir stundum
hjá fólki. Það þarf að æfa sig
heima, bera sig vel og það
skipt ir máli að ganga hnar
reistur í pontu. Og það þarf að
þora að láta rödd sína hljóma
og passa upp á að allir í salnum
heyri.“
Það þarf að gefa og þiggja,
spyrja og hlusta. „Það er ekkert
síður mikilvægt að hlusta. Við
þurfum að tala hátt og skýrt og
við þurfum líka að geta hlustað.
Barack Obama er flottasti
maður sem ég hef stúderað.
Hann er með afburða samskipta
færni – hvernig hann horfir á fólk,
hvernig hann snertir og kynnir
sig með nafni og horfir í augun
á viðkomandi. Þó að samskiptin
vari stutt þarf að finna einhverja
tengingu við hvern og einn. Ég
fjalla töluvert um þetta í fyrir
lestrum og í bókinni og um það
að geta talað við hvern sem er,
hvar sem er og hvenær sem er.“
Raddir allra skipta máli
Sirrý segir að margir séu miklu
öruggari og flottari en þeir gera
sér grein fyrir. „Mér finnst svo
gaman að fá að laða þetta fram
í fólki og það gefur mér mikið.
Ég er þakklát fyrir hvað
margir hafa gefið mér góð ráð
og kennt mér margt og mér
finnst gefandi að fá að miðla
því áfram. Það er nákvæmlega
það sem ég hef verið að gera í
þess um tveimur bókum – miðla
því áfram sem ég hef lært af
öðrum. Það sem ég hef lært af
samskiptum við fólk er að allir
hafa sérstaka sögu að segja
og raddir allra skipta máli. Mér
finnst margir vanmeta sjálfa sig
og halda að sviðsskrekkurinn
sjáist of mikið. Við dæmum okk
ur sjálf oft mun harðar en flesta
aðra.
Það býr gull innra með okkum
öllum – eitthvað sérstakt sem
hvert og eitt okkar hefur fram að
færa.“
„Uppskriftin að betri
rödd er: æfing, öndun,
söngur, slökun og líkams-
rækt. kryddist með
hæfilegu kæruleysi.“ Úr
bókinni „Örugg tjáning –
betri samskipti“.
Veröld gefur út.
„það sýnir mikinn styrk
þegar fólk lætur stressið
ekki halda aftur af sér
heldur gengst við því og
hefur orð á því án þess
að biðjast afsökunar og
heldur áfram.“ Úr bókinni
„Örugg tjáning – betri
samskipti“. Veröld
gefur út.
Sirrý segir að allir geti komið fram og tjáð sig
af öryggi ef þeir æfa sig. „Ég er með ákveðin
trix. Ég kenni öndunar tækni á námskeiðun
um og hvað fólk getur gert til að þora.“
Sigríður arnardóttir, Sirrý, er höfundur bókarinnar Örugg tjáning – betri sam skipti.