Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 33
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 33 Jákvæðni eða neikvæðni – þitt er valið Rannsóknir sýna að við hugsum að meðaltali um 66 þúsund hugsanir á dag. Við ráðum í flestum tilfellum hvort þær séu jákvæðar eða neikvæðar. Jákvæð hugsun leiðir jákvæða líðan af sér sem leiðir til jákvæðrar hegðunar. Jákvætt fólk nær betri árangri,“ segir Thomas Möller. „Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar sem fjallar um hvað verður til þess að fólk og samfélög blómstra, öðlast hamingju og lífsfyllingu.“ Thomas segir að reginmunur sé á viðbrögðum bjartsýns fólks og svartsýns. „Jákvæður maður lítur á mistök sem tækifæri til að læra af þeim. Hann dvelur ekki lengi í fortíðinni, hann nýtur augnabliksins og horfir til framtíðarinnar með bjartsýni og jákvæðni í huga. Jákvæður maður lítur á uppsögn í starfi sem nýja áskorun um að finna starf þar sem hann hugsanlega nýtur hæfileika sína betur en áður. Jákvæður maður hefur skýr markmið um betra líf og kemur settum markmiðum í framkvæmd.“ Thomas segir að bjartsýnn starfs maður sjái sem dæmi tapaða sölu sem tímabundinn atburð sem hafi engin áhrif á fram tíðina. „Hann veit að það kemur að því að salan mun aukast. Hinn neikvæði sér þetta sem hluta af örlögum sínum og lítur á þetta sem varanlegt ástand. Svo er ekki amalegt að vita að það að brosa setur andlitsvöðva í gang sem búa til endorfín sem skerpa á minninu og fær okkur til að líða betur.“ THomas mölleR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Ásmundur Helgason segir að þegar fyrir ­tæki senda frá sér skilaboð í formi aug ­ lýsinga sé ekki hægt að búast við að skilaboðin nái til allra í markhópnum. „Við sem neyt ­ endur og þátttakendur í sam ­ félaginu getum verið að fá á milli eitt og tvö þúsund skilaboð á hverjum einasta degi. Við getum auðvitað ekki lagt það á okkur að taka eftir þeim öllum svo vel að við munum hvert og eitt þeirra. Við beitum því sem er kallað valin eftirtekt til þess að sía út þau skilaboð sem við viljum taka raunverulega eftir. Við erum líkleg til þess að taka eftir um 80 skilaboðum og við heyrum eða tökum eftir þessum skilaboðum vegna þess að þau passa við hugsanagang okkar. Líkur á eftirtekt aukast ef skilaboðin passa við núverandi þörf. Maður fer t.d. að taka eftir auglýsingum um þvottavélar þegar maður þarf á þeim að halda. Einnig aukast líkur á eft­ irtekt ef skilaboðin koma þegar maður á von á áreiti og enn auk ast líkurnar ef skilaboðin eru stærri en venjulega. Risablað Morgunblaðsins nú í lok maí fór ekki fram hjá mörgum þar sem N1 kom sínum skilaboðum á framfæri. Við beitum líka valkvæmri túlkun á skilaboðin, bætum við þau, drögum úr eða breytum með einhverjum hætti. Við beit um svo valkvæmu minni til þess að velja ekki nema 12 skila boð af þeim 80 sem við tökum eftir, sem sitja eftir hjá okkur og vekja hugsanlega einhver viðbrögð.“ Ásmundur segir að ef fyrstu viðbrögð við skilaboðunum eru jákvæð og ef farið er í hugan­ um yfir staðfestingar sé líklegt að skilaboðin verði móttekin og munað eftir þeim. Skilaboð sem passa við hugsanaganginn ÁsmunDuR HelGason – markaðsfræð ingur hjá Dynamo AUGLÝSINGAR Stundum er sagt að eina vindáttin í Dan­mörku sé mótvindur. Þessu hefur Ditlev Engel, forstjóri danska vindmylluframleiðand­ ans Vestas Wind Systems, fengið að finna fyrir. Veður skipuðust verulega í lofti í rekstri fyrirtækisins þegar fjármálakreppan skall á fyrir nokkrum árum og tap í rekstri keyrði um þverbak á síðasta ári. Á síðasta ári var Engel valinn versti forstjóri skráðra fyrir tækja í Danmörku. Engu er líkara en að um einhvern annan Engel sé að ræða en þann sem stýrði fyrirtækinu árið 2008, en þá var hann valinn forstjóri ársins í Danmörku. Ef til vill voru menn í raun undir einhverjum áhrifum hlutabréfaverðs Vestas, sem náði þá methæðum og vinsældum meðal fjárfesta og greiningaraðila. Leiðin lá svo niður á við og verðið lækkaði um 95% áður en yfir lauk undir lok síðasta árs. Óneitanlega var Engel í bjartsýnna lagi þegar uppgangurinn var sem mestur fyrir nokkrum árum en kannski var það það sem menn vildu? Það hefur komið mörgum á óvart að Engel skuli hafa lifað af sem forstjóri fyrirtækisins en margir af stjórnendum þess hafa látið af störfum. Það virðist vera nokkurt malt í Engel, hann hefur staðið af sér miklar skammir, og segir einfaldlega að menn eigi að hætta störfum þegar vel gengur, ekki þegar á móti blæs. Og kannski er vind­ urinn byrjaður að snúast Engel í hag, a.m.k. af hálfu þeirra sem halda að árangursrík stjórnun felist í því að hlutabréfaverð hækki ótt og títt, eins gáfulega – eða ógáfulega – og það kann að hljóma. Verð hlutabréfa í Vestas hefur þrefaldast á stutt­ um tíma.“ lofTuR Ólafsson – sérfræðingur hjá Íslandssjóðum ERLENDI FORSTJÓRINN Danmörk, Le Danemark… núll stig „Jákvæður maður hefur skýr markmið um betra líf og kem ur settum mark miðum í fram kvæmd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.