Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 53

Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 53
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 53 eygLó Harðardóttir fædd í reykjavík 12. desember 1972. Stú d­ ents próf fB 1992. fil.kand.­próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla 2000. framhaldsnám í viðskiptafræði HÍ síðan 2007. fjölþætt störf að atvinnu­, félags­ og skóla ­ málum í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Í miðstjórn framsóknarflokksins frá 2003 og ritari frá 2009. Jafnframt í stjórnum framsóknarfélaganna í Vestmannaeyjum. Nefndar störf á alþingi og blaðaskrif í lausamennsku. alþingismaður fyrir framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi 2008­2013 og Suðvestur­ kjördæmi frá 2013. fyrst á þingi sem vara ­ þingmaður vorið 2006. félags­ og húsnæðismálaráðherra frá 23. maí 2013. Eiginmaður: Sigurður E. Vilhelmsson fram halds skólakennari. Tvær dætur. E ygló Harðardóttir sker sig nokk uð úr í hópi framsóknar­ þingmanna. Fullyrt er að hún sé lengra til vinstri í skoð un um en flestir flokksmenn og stjórn ­ málastíll hennar annar en framsóknarmanna yfirleitt. Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu, atti kappi við Eygló í liðinni kosninga bar ­ áttu. Hún ber henni vel söguna. „Eygló er mjög dugleg og vill vera sann ­ gjörn,“ segri Katrín. „Hún fer ekki sjálfkrafa í skotgrafirnar eins og sumir aðrir.“ tiL vinStri Í FLOkknuM Ögmundur Jónasson, Vinstri­grænum, er úr sama kjördæmi og hann telur Eygló full ­ vinstrisinnaða fyrir flokk sinn og ríkisstjórn. „Mig grunar að Eygló hefði liðið betur í vinstristjórn án þess að ég viti til þess að hún hafi beinlínis úttalað sig um það,“ segir Ögmundur. „Þetta er bara tilfinning og ég dæmi þetta líka af afstöðu hennar í ýmsum málum.“ Ögmundur telur einnig að Eygló sé sann ­ gjörn og velviljuð: „Almennt er mér sagt að hún vilji leita sam komulagsleiða. Það er kostur og vissu ­ lega mikilvægt í embætti þar sem marg ir koma að málum eins og í félagsmála ráðu ­ neytinu,“ segir Ögmundur. StAðFÖSt Eygló var um nokkurra ára skeið búsett í Vestmannaeyjum og þar lágu leiðir henn ­ ar og Elliða Vignissonar bæjarstjóra saman í bæjarpólitíkinni. Elliði þekkir því Eygló eins og hún er á heimavelli sem stjórn mála ­ maður. „Eygló er gríðarlega kröftugur einstakl ­ ingur. Metnaður henar er jákvæður og sam ­ fara því er hún óhræddd,“ segir Elliði. „Hún fann kröftum sínum farveg í einkageiranum og tók þar áhættu og stóð með sínum ákvörð unum. En það kom mér aldrei á óvart að hún legði út á stjórnmálabrautina. Við hittumst fyrst í bæjarmálunum, and ­ stæðingar að sjálfsögðu, en það breytir engu um traust mitt til hennar. Ég hef mikla trú á henni.“ Elliði er á sama máli og Katrín og Ög mund ­ ur um að Eygló hallist heldur til vinstri: „Hún er augljóslega vinstra megin í Fram ­ sóknarflokkum og hefur fyrir vikið mildari ásýnd en margir aðrir flokksmenn,“ segir Elliði. „En þar með gegnir hún líka mjög mikilvægu hlutverki fyrir flokkinn, sem vill spanna sviðið frá hægri til vinstri.“ kLókindi Katrín segir einnig að Eygló sé hófsöm í vinnu brögðum. „Henni er mjög annt um þau verkefni sem hún tekur að sér og hún stundar ekki klækjastjórnmál til að ná þeim fram. Það skilar sér oftast betur til lengdar,“ segir Katrín. Þó á eftir að koma í ljós hverju hún fær áorkað í ráðuneytinu. „Hún hefur verið meira í öðrum málum en félagsmálununum svo það verður gaman að sjá hvað hún gerir í ráðuneytinu,“ segir Katrín. Elliði segir að Eygló sé klókari stjórn mála ­ maður en fram kemur við fyrstu sýn. „Hún er snjöll að skapa sér ímynd. Þar koma klókindi til,“ segir Elliði. „Það þarf mikil klókindi til að halda mildri ímynd þegar andrúmsloftið í stjórnmálunum er eins og það er. Að sumu leyti kemur hún mér líka fyrir sjónir sem uppfærð útgáfa af Jó hönnu Sigurðardóttur. Hún vill vera máls ­ vari sama hóps og Jóhanna.“ Skugginn AF Sigurði ingA Elliði segir einnig að það sé merki um klók­ indi að Eygló skipti um kjör dæmi við liðnar kosningar. Hún var þingmað ur Suður ­ kjördæmis en flutti sig í Suðvestur kjördæmi, sem henti henni að mörgu leyti betur. „Það kom mér ekki á óvart að hún skipti um kjördæmi,“ segir Elliði. „Hún hefur metnað til að baða sig í sterkara sólar ljósi en fæst í skugganum af Sigurði Inga Jóhanns ­ syni, sem er sterkur heima í kjör dæmi.“ Elliði bendir á Evrópumálin sem dæmi um ólík sjónarmið þeirra. „Mig grunar að skoðanir þeirra í Evrópumálum fari til dæm is ekki saman en Eygló er nógu klók til að láta ekki skerast þar í odda,“ segir Elliði. Þessi orð Elliða benda til að Eygló sé lipur stjórnmálamaður. Katrín Júlíusdóttir segir að Eygló geti líka sýnt á sér aðra hlið: „Hún getur verið mjög þrjósk og á það til að bíta hluti fast í sig. Það þarf að hafa fyrir því að fá hana til að skipta um skoðun,“ segir Katrín. „Mér fannst hún oft mjög hörð í að verja flokk sinn í öllum málum. Hún getur staðið mjög fast á sínu.“ MÖrg LOFOrð Að eFnA Ögmundur vill þó ekki gera of mikið úr skörungsskap hins nýja ráðherra: „Hún sat róleg á áhorfendabekknum með öllum hinum framsóknarþingmönnunum og beið á meðan formaður Framsóknar ­ flokks ins sat á skrafi með formanni Sjálf ­ stæðisflokksins þar sem öllu var ráðið til lykta. Nú mun þjóðin fylgjast með efndum kosningaloforðanna,“ segir Ögmundur. Elliði vill líka bíða eftir efndunum á kosn ­ ingaloforðunum: „Eygló er á margan hátt að taka sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni eftir eitt kjörtímabil í fyrstu deild. Núna reynir á ímyndina,“ segir Elliði. „Sterkri ímynd þurfa að fylgja efndir. Er hér aðeins um tilbúna ímynd að ræða eða einlægan vilja til að standa við gefin loforð? Ég efast ekki um að viljinn er einlægur en það er mikið sem þarf að efna.“ Eygló Harðardóttir vann sig á síðasta kjörtímabili upp í forystusveit Framsóknarflokksins. Hún skapaði sér milda ímynd. Að baki búa klókindi, segja kunnugir. ÍMyndArSMiðURinn Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra: 100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.