Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 91

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 91
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 91 100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013 Starfsfólki hefur þess vegna verið fjölgað til að sinna þessum verkefnum en í dag vinna um 800 manns hjá fyrirtækinu hér á landi. Guðbjörg Edda segir að sex orða ævisagan sé dóttir, systir, eiginkona, móðir og stjórn­ andi lyfjafyrirtækis. Hún segir að mikilvægt sé að ungir stjórn­ endur komi fram af heilindum við alla, jafnt yfirmenn sem undirmenn, og að þeir ávinni sér traust þeirra og sýni öllum sanngirni. „Þá er mikilvægt að hvetja starfsfólk sitt til dáða, hvetja það til að þróast í starfi og taka á sig auknar skyldur.“ Guðbjörg Edda segir að sér finnist sjálfsagt að fyrirtæki setji sér jafnlaunastefnu sem nái bæði til launamunar kynjanna og að sam­ bærileg laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf að teknu tilliti til frammistöðu starfs­ mannsins. „Það nægir ekki að setja stefnuna – einnig þarf að fylgjast með því að eftir henni sé farið og gera reglulega úttekt á launamun.“ Varðandi nýja ríkisstjórn segir hún að brýn­ ustu verkefnin séu að koma á stöðugleika og skapa trú fólks á að endurreisn sé hafin og að þorandi sé að leggja í fjárfestingar. „Þá er brýnt að leggja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem þjóðin getur treyst að farið verði eftir. Þessi atriði, auk einföldunar skattkerfisins, eru raunar einnig forsenda þess að við getum vænst erlendrar fjárfestingar á Íslandi á næstu misserum.“ guðbjörg edda situr í stjórn Auðar Capital hf., Össurar hf., viðskiptaráðs Íslands, Actavis group PtC ehf., Medis ehf. og PrimaCare ehf. Hún er varamaður í stjórn Íslandsstofu. guðbjörg edda er einnig President of the european generic Medicines Association. uM 800 starFsMenn Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri actavis á Íslandi: Guðbjörg Edda Eggertsdóttir segir að það sé ánægjulegt að Actavis á Íslandi skuli hafa verið falið að taka við ýmsum nýjum verkefnum frá systurfyrirtækjum í öðrum löndum. „Það sem stendur helst upp úr á þessu ári er að Atlantsolía mun opna sína nítjándu ben sínstöð á Egilsstöðum í sumar. Þar með höfum við náð þeim áfanga að koma með okkar fyrstu stöð á Austurlandið og bæta þar með dreifinetið um­ talsvert. Þetta er liður í því að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar með bættu dreifineti.“ Guðrún Ragna segir að sex orða ævisagan sé örlítið lengri en sex orð: Seyðisfjörður, MR, HÍ, Barcelona, Vesturbærinn, maður og þrjú börn. Þegar Guðrún Ragna er spurð hvort henni finnist að setja ætti sérstaka jafnlaunastefnu innan fyrirtækja segir hún: „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum um launamun kynj anna og hvað lítið hefur orðið ágengt í að minnka þann mun tel ég þetta vera ágætis viðbót í þá baráttu.“ Hvað með heilræði til ungra stjórnenda? „Hlusta á fólk og koma fram við það eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Bera virðingu fyrir því að við erum ólík og höfum misjafna sýn og skoðanir. Ekki gleyma því að oft koma bestu hugmyndirnar frá hinum almenna starfsmanni sem er oft í meiri tengslum við viðskiptavinina en stjórnendurnir sjálfir.“ Guðrún Ragna segir að þau séu mörg brýn verkefnin sem liggi fyrir hjá nýrri ríkisstjórn. „Það verkefni sem ég tel þó brýnast er að koma hagkerfinu í gang aftur með því að auka fjárfestingar, sem mun leiða til aukins hagvaxtar og aukinnar atvinnu. Þetta er svo forsenda þess að hægt sé að fara í önnur brýn verkefni eins og að efla menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Það er líka mikilvægt að ganga frá samningum við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna og losa um gjaldeyrishöft.“ nítjÁnda Bensínstöðin opnuð í suMar Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri atlantsolíu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.