Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Síða 103

Frjáls verslun - 01.04.2013, Síða 103
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 103 Munur á konum og körlum Höfundi verður í bókinni tíðrætt um eðlislægan mun karla og kvenna. Í samanburðinum vísar hún ávallt í rannsóknir og athuganir máli sínu til stuðn - ings. M.a. segir hún frá skýrslu sem unn in var hjá Hewlett - Pack ard. Þar er greint frá innan hússkönn un sem leiðir í ljós að konur sækja aðeins um laus störf upp fylli þær 100% hæfnis krafna. Karlar hins vegar sækja um störf þótt þeir uppfylli ekki nema 60% hæfniskrafna. Þessi munur á kynjunum hefur gríðarlegar afleiðingar og er eitt af því sem konur verða að komast yfir eigi fullt jafnrétti að nást. Í stað þess að líta á hæfnis kröfurnar og hugsa „ég get þetta ekki“ eða „ég hef aldrei gert þetta“ verði þær að hugsa „þetta langar mig að gera – ég get lært það“. það að verkum að þær virðist ekki eins metnaðarfullar og karl­ mennirnir og getur jafnvel aukið líkur á að þær komi ekki aftur til starfa eftir barneignir því þær hafi ekki fengið nægilegar áskor­ anir í starfi áður en þær fóru í orlof. Sheryl tekur það sérstak­ lega fram að hún sé alls ekki að tala fyrir því að allar konur verði að vinna að starfsframa, það sé val hverrar og einnar, en þær sem vilja vinna úti ættu að gæta þess að sinna starfi sínu til fulls jafnvel þótt þær séu að íhuga barneignir. Mentorar og makar Ráð Sheryl eru fleiri. Hún fjallar t.d. um mismunandi túlkun á hegðun karl­ og kvenstjórn­ enda. Það sem karlstjórnand­ inn gerir er e.t.v. ásættanlegt en ef kvenstjórnandinn gerir það sama er það jafnvel litið hornauga. Jafnframt fjallar hún um ofuráherslu kvenna á að finna sér mentor til að hjálpa sér að komast áfram. Mentorar eru að mati Sheryl nauðsynlegir en konur taki þá nauðsyn oft of alvarlega með því að ganga manna á milli og biðja þá að vera mentorar sínir. Mentorsam­ band er samband sem krefst mikils trausts og ekki hægt að biðja aðila sem þú þekkir ekkert að vera mentorinn þinn. Þessu til viðbótar leggur Sheryl áherslu á að á heimilinu ríki fullkomið jafnrétti. Hjón séu fullkomnir jafnokar þegar að heimilisstörf­ um og umönnun barna kemur. Aðeins með því móti eigi konan nokkra möguleika á því að láta að sér kveða. Er langt í land? Lean in er ákaflega athyglisverð lesning fyrir konur og einnig fyrir karla sem vilja heilshugar styðja konur til áhrifa. Hinn sterki undirtónn bókarinnar um að konur verði sjálfar að breyta ýmsu í sínu fari til að hægt verði að ná meiri árangri í jafnréttis­ baráttunni er það sem margar konur þurfa að heyra. Þó eru ekki allir sammála því og fleiri atriði sem fjallað er um í bókinni eru umdeild. Það breytir því ekki að óhætt er að ráðleggja öllum konum að lesa þessa bók. Sérstaklega þeim sem eru að drukkna í vinnu og þjást af stöðugu samviskubiti yfir að standa sig ekki 100% á öllum vígstöðvum. Og þær eru ekki svo fáar. Það væri forvitnilegt að sjá hvað gerðist ef konur tækju sig saman og gerðu það sem Sheryl leggur til. Það er nokkuð víst að við næðum lengra í jafnréttisbaráttunni. Stelpur – látum vaða! „Tekin eru skemmti­ leg dæmi um það í bókinni hvernig karl­ ar eiga auðveldara með að trana sér fram, efast síður um eigið ágæti og eigna eigin getu árangur sinn.“ Sheryl Sandberg Sheryl Sandberg er fram - kvæmas tjóri Facebook og hefur starfað þar síðan 2008. Áður starfaði hún sem aðstoðar- forstjóri Global Online Sales and Opera tions og sem starfsmannastjóri í fjármála - ráðu neyti Bandaríkjanna. Hún þykir ein valdamesta kona í bandarísku viðskiptalífi í dag og var valin í hóp 100 áhrifa- mestu einstaklinga í heimi 2012 að mati Time-tímaritsins auk þess að vera í hópi valdamestu kvenna í heimi að mati tímarita á borð við Fortune og Forbes. Fáar konur í dag hafa eins mikla reynslu og hún af störfum í æðstu stöðum stærstu fyrir- tækja Bandaríkjanna og hún hefur óspart nýtt sér reynslu sína til að hvetja konur sem vilja láta að sér kveða til dáða. Sheryl er stofnandi Lean In- hreyfi ngarinnar sem hefur það að markmiði að hvetja konur um allan heim til áhrifa www. leanin.org Upp með hendur Í bókinni er Sheryl óhrædd við að deila eigin reynslu og þeim lærdómi sem hún getur dregið af mistökum sínum. Í einni þessara dæmisagna segir hún frá erindi sem hún hélt fyrir nokkur hundruð Facebook-starfsmenn. Að erindinu loknu kom upp að henni kona sem sagðist hafa lært mikilvæga lexíu á fyrirlestrinum. Það sem hún lærði var að halda hendinni uppi. Sheryl verður hissa og spyr hvað hún eigi við og konan svarar: „Í lok fyrirlestr- arins sagðist þú ætla að svara tveimur spurningum til viðbótar. Þú gerðir það og ég setti höndina niður, það sama gerðu allar konurn- ar í salnum. En nokkrir karlmenn í salnum héldu höndunum uppi og þar sem enn voru hendur á lofti svaraðir þú nokkrum spurningum til viðbótar – aðeins frá karlmönnum.“ Sheryl brá við að heyra þetta enda hafði hún ekki áttað sig á þessu, sem var ansi kaldhæðnislegt þar sem efni erindisins var um mun kynjanna. Það má draga mikinn lærdóm af þessari stuttu sögu um hegðunarmun kynjanna. Nýtir sér stöðu sína konum til heilla Madeleine Albright á að hafa sagt að til væri „sérstakur stað ur í helvíti fyrir konur sem ekki hjálpa öðrum konum“. Það er deginum ljósara að Sheryl Sandberg mun ekki enda á þeim stað. Fram til ársins 2010 hafði hún haldið örfá erindi um konur í viðskiptum fyrir litla hópa „fyrir luktum dyr - um“ eins og hún orðar það í bók inni. Hún fær boð um að tala um samfélagsmiðla á TED Women -ráðstefnu það ár og stingur í stað þess efnis upp á viðfangsefninu hvers vegna svo fáar konur eru í áhrifastöðum. Margir réðu henni frá því að halda erindið og héldu því fram að í kjölfarið yrði hún stimpluð sem kvenstjórnandi í stað þess að halda ímynd sinni sem „alvöru“ stjórnandi. Hún lét varnaðar- orð in sem vind um eyru þjóta og erindið hefur hlotið fá dæma áhorf og farið víða. Þessi ákvörðun hennar hefur þó ekki verið gagnrýnilaus en Sheryl telur að sterk viðbrögð segi henni það að umræða af þessu tagi á opinberum vettvangi sé gríðarlega mikilvæg til að þoka jafnréttisbaráttunni fram á við og styrkja konur í því að gera meira.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.