Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 116

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 116
116 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 20 MiLLjArðAr Í AFLAndSkrónuvexti hvað fá aflandskrónurnar mikla vexti árlega hér á landi? 30 til 40 milljarða? þarf að skoða að stýra vaxtagreiðslum öðru vísi úr landi? „Kvikar krónueignir erlendra aðila fengu um 20 milljarða króna í vexti á síðasta ári, en þessi tala hefur lækkað ár frá ári eftir því sem krónueignir erlendra aðila hafa minnkað. Þessir aðilar hafa þrönga fjárfestingakosti sem eru almennt með lága ávöxtun, eins og þetta sýnir. Raunvextir eru vel undir einu prósenti á eignir þeirra. Vextir á krónueignir gömlu bankanna eru hér ekki meðtaldar og það eru engar takmarkanir á fjárfestingakostum þeirra. Erlendir eigendur kviku krónueignanna eru að taka út 25­50% af vöxtunum. Það hefur einnig lækkað á síðustu árum. Ef þessi stýring vaxtagreiðslna þýðir að það eigi að takmarka þær, þá munu vextirnir leggjast ofan á kvikar krónueignir erlendra aðila, sem eykur á vanda okkar síðar. Það verður því að vega og meta kosti og galla slíkra aðgerða.“ Ríkissjóður er fjármagnaður með á að giska 25% af aflandskrónum. þær eru í fínni vinnu hér heima með kaupum meðal annars á verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Vextir eru lágir í Evrópu og tvísýnt um efnahagshorfur. hvers vegna ætti þetta fjármagn að vilja flýja út í einum grænum ef fjármagnshöfin yrðu afnumin? „Þetta kemur nákvæmlega inn á það sem ég sagði áður, það er ekki ljóst að þessar kviku krónueignir erlendra aðila séu í raun kvikar. Það er ekki að sjá að þessir fjárfestar séu mjög aðþrengdir þar sem vextir erlendis eru verulega lágir. Þeim mun betur sem staðið verður að losun fjár­ magns haftanna þeim mun minni líkur eru á að þessir fjárfestar dragi fjármuni sína frá Íslandi í einum grænum.“ þú hefur nefnt höftin fjármagnshöft fremur en gjaldeyrishöft. af hverju er það? „Vegna þess að við búum við fjár magns­ höft. Það eru höft á fjármagnsflutn ingum milli landa, ég má til að mynda ekki kaupa hlutabréf í Apple. Það eru ekki gjald eyris­ höft þar sem engin höft eru á vöru­ og þjón ustuviðskiptum, ég má kaupa eins margar apple­tölvur og ég vil.“ Er ástæða til að taka hlut erlendu hlut- hafanna í arion banka og Íslands banka inn í útreikninga á svonefndri snjóhengju? „Það þarf að hafa þá í huga þegar málin eru greind. Hins vegar verður að gæta að því að þau eru mörg efin hvað þessa eignarhluti varðar. Fyrst og fremst virði hlutanna, síðan hvenær þeir verða seldir og til hverra. Þess vegna eru þetta tvö mál, sem þó hafa áhrif hvort á annað.“ Lars Christansen hagfræðingur segir að fé myndi streyma til Íslands vegna hárra vaxta ef ekki væru höft núna. miðað við hugmyndir Christiansens virðist lítil ástæða til að óttast að þetta fé færi út ef höftin yrðu afnumin. „Staðan á alþjóðlegum mörkuðum myndi eflaust gera haftalaust Ísland að góð um fjárfestingakosti, hins vegar hefur stað an á alþjóðlegum mörkuðum einnig minnk að möguleika innlendra aðila á að endur fjár ­ magna sig, sem virkar í hina áttina. Þannig tek ég undir það sem Christ ian sen segir einungis að hluta.“ HættA Á Að FjÁrFeStingA- ÁkvArðAnir verði óHAg- kvæMAr minni fjárfestingar, skökk samkeppni og rangt eignaverð koma í hugann sem kostnaður þjóðfélagsins af fjár magns- höftum. hvernig metur þú kostnaðinn af fjár magnshöftunum og hefur hann verið reiknaður út í krónum? „Það fylgir því kostnaður að hafa fjár magns­ höft. Spurningin er fremur er ágóð inn af SigRÍðUR bENEDiktSDóttiR „Það fylgir því kostn aður að hafa fjár magnshöft. Spurn ingin er frem­ ur hvort ágóðinn af því að hafa þau sé meiri en kostn­ aðurinn.“ Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is Pfa! ... og það varð ljós! Ljósið gegnir mikilvægu hlutverki í daglegu lífi fólks. Rétt lýsing skapar ákveðna stemningu, hlýju og þægindi og getur skipt sköpum, hvort sem er á heimilinu eða á vinnustaðnum. Pfaff býður upp á mikið úrval fallegra ljósa frá heimsþekktum ljósahönnuðum og faglega ráðgjöf lýsingarhönnuða sem hjálpa þér að finna rétta ljósið. Pfaff – þegar þú velur ljós.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.