Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 120

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 120
120 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 sem við höfum í huga og við höfum sett upp ýmsar mögulegar sviðsmyndir hvað þetta varðar sem tekið er tillit til þegar áhætta af losun fjármagnshaftanna er skoðuð.“ Nú höfum við verið að fylgjast með því sem margir telja vísbendingu um hluta - bréfa bólu. hvaða augum lítur þú stöðuna á hluta bréfamarkaði og hver eru áhrif þess á fjár málastöðugleika? „Við höfum ekki séð skýr merki um verðbólu á hlutabréfamarkaði. Við fylgjumst hins vegar með hlutabréfa mark ­ aðnum eins og öðrum eigna mörkuð um þar sem hann getur veitt vísbendingar um aukna kerfisáhættu. Fyrir okkur skiptir nokkru máli að fylgjast með skuldsetningu á markaðnum. Aukin skuldsetning er merki um að aðilar á markaði eru tilbúnir að taka aukna áhættu og einnig er líklegt að verðsveiflur aukist með aukinni skuld ­ setningu. Eins og staðan er núna eru aukin viðskipti á hlutabréfamarkaði merki um aukna virkni markaðarins, sem er öðru fremur jákvætt fyrir fjármálastöðugleika.“ nAuðSynLegt Að LengjA Í LAndSBAnkABréFinu Nokkrar vangaveltur hafa verið um svo kallað „Landsbankaskuldabréf“ og getu hagkerfisins til að standa undir endur greiðslu þess næstu árin. hvernig finnst þér rétt að hátta því til að tryggja stöðugleika? „Við höfum talað nokkuð opinskátt um þetta, það er nauðsynlegt að lengja í þessu skuldabréfi eða endurfjármagna það á viðunandi kjörum. Ef það er lengt í skuldabréfunum, sem nemur til dæmis tólf árum eins og nefnt hefur verið í fjöl ­ miðlum, á viðunandi kjörum þá mun það hafa tvenns konar jákvæð áhrif. Í fyrsta lagi munu áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands lækka verulega á árunum 2015­ 2018 og verða svipaðar því sem þær voru árið 2012. Í öðru lagi tel ég að slíkt myndi auka líkur á að erlendir fjármagnsmarkaðir opnuðust betur fyrir innlendum aðilum.“ Í framhaldi af því er auðvitað forvitni legt að heyra þína skoðun á endurfjármögn- un armöguleikum ríkisins og jafnvel enn mikil vægara, hversu mikið þarf að endur- fjármagna? „Ríkið hefur aðgengi að erlendum fjár ­ magns mörkuðum. Það gaf út einn milljarð Bandaríkjadala árið 2011 og árið 2012. Ávöxtunarkrafan á þessum bréfum hefur lækkað um tæpa eina prósentu á síðustu tólf mánuðum og er nú um 2% yfir því sem bandaríska ríkið þarf að greiða af svipuðum skuldabréfum. Hins vegar er það endurfjármögnun annarra en ríkisins og Seðlabanka sem veldur meiri áhyggjum. Það er erfitt að meta hversu mikið þarf að endurfjármagna en verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á síðastliðnum árum, um 3,0­3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nem ur um 265 milljörðum króna fram til ársins 2018. Það er því nokkuð mikilvægt að á meðan staðan er eins og hún er lækki viðskiptaafgangur ekki mikið.“ Nú er hugtakið fjármálastöðugleiki nokk- uð framandi hér á landi, við mótun á því hvað nær til hans; hefur verið litið til hluta eins og aflabrests og náttúruhamfara eða er það utan nútímalegrar skilgreiningar á fjármálastöðugleika? „Já, við getum litið til hluta eins og afla brests í álagsprófum. Seðlabankinn vinn ur að því með Fjármálaeftirlitinu að gera álagspróf, bæði í samvinnu við fjármála fyrirtæki og einnig sjálf, með því að nýta upplýsingar um lánasöfn fjár mála fyrirtækja.“ Er staða efnahagsmála heimsins met- in með einhverjum hætti inn í íslenskan fjár málastöðugleika, eða ætti heimurinn að hafa áhyggjur af íslenskum fjármála - stöðugleika! „Hagfræðisviðið gerir meira af því að meta áhrif umheimsins á íslenska hagkerfið, sem já hefur áhrif á fjármálastöðugleika. Okkar fjármálakerfi er eins og staðan er núna mjög óháð – ótengt við útlönd – svo að vegna þess eru áhrif að utan einungis óbein á íslenskan fjármálastöðugleika og áhrif mögu legs íslensks fjármálaóstöðugleika á um heiminn nær engin.“ SigRÍðUR bENEDiktSDóttiR ferill sigríðar Benediktsdóttur Sigríður Benediktsdóttir var ráðin til Seðlabanka Íslands sem framkvæmdastjóri fjármála stöðugleika í október 2011. Í tilkynningu sem send var út við það tilefni kom fram að við ákvörðun um ráðningu var litið til reynslu og þekkingar Sigríðar á sviði fjármála og hag fræði. þá bæði á fræðasviði og úr starfi, auk víðtækrar þekkingar sem hún hefði aflað sér með starfi í rannsóknarnefnd alþingis. þegar greint var frá ráðningunni var Sigríður auð vitað orðin nokkuð þekkt í íslensku þjóðlífi vegna starfa sinna fyrir rannsóknarnefndina en sú vinna stóð sleitulaust frá árslokum 2008 til miðs árs 2010. Skýrslan hefur reynst mikils vert gagn í umfjöllun um orsakir og afleiðingar bankahrunsins. Áður en Sigríður var skipuð í rannsóknarnefndina hafði hún getið sér gott orð í kjölfar glæsi legs námsferils og fræðimennsku sinnar erlendis. Eftir stúdentspróf frá Verslunar skóla Íslands lauk hún BS­prófi í hagfræði í Háskóla Íslands 1995 og BS­prófi í tölvunar fræð um frá sama skóla 1998. Sigríður lauk síðan doktorsprófi í hagfræði frá Yale­háskóla í Banda ríkjunum í maí 2005. frá árinu 2007 starfaði Sigríður sem kennari og aðstoðardeildarforseti við hag fræði ­ deild Yale ­háskóla. Samhliða því stundaði hún rannsóknir á sviði fjármá lahag fræði, með áherslu á fjármálamarkaði. Hún starfaði sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkj anna á árunum 2005­2007. Sigríður var síðan skipuð í rannsóknarnefnd alþingis um banka hrunið árið 2008 þar sem hún sat ásamt þeim Tryggva Gunnarssyni, um boðsmanni alþing is, og Páli Hreins syni hæstaréttardómara. Sigríður var fyrst til umfjöllunar í frjálsri verslun sumarið 2006 í júníblaðinu um 100 áhrifa rík ustu konur landsins. Tilefni þeirrar umfjöllunar var að hún var þá orðin einn af sérfræð ingum í alþjóðafjármáladeild seðlabanka Bandaríkjanna sem vakti sem vonlegt er nokkra athygli í hagfræðingasamfélaginu hér á landi. Hún var síðan til umfjöllunar hér í blaðinu fyrir rétt um þremur árum, nánar tiltekið í maí 2010. þá skrifaði Gísli Krist jánsson sagn fræðingur nærmynd um hana. Við það tilefni var haft eftir Hauki C. Benediktssyni, hag fræðingi við Seðla banka Íslands og skólabróður Sigríðar, bæði í Verslunarskólanum og Háskóla Íslands: „Sigríður hefur alltaf lagt á sig það sem þarf til að ná árangri. þess vegna hefur hún náð þeim árangri sem raun ber vitni.“ um fjölskylduhagi Sigríðar er það að segja að hún er úr Hafnarfirði, dóttir Benedikts Guðbjartssonar lögfræðings og Eddu Hermannsdóttur hagfræðings. Hún er gift arnari Geirssyni hjartaskurðlækni og eiga þau þrjá syni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.