Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 145

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 145
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 145 mark aðinum. Á sama tíma og markaðshlutdeild félags ins hefur nær tvöfaldast og rekstur þess styrkst gríðarlega hefur félagið nú skilað eigendum sínum vaxandi hagnaði síðustu fjögur árin. Félagið er komið í hóp 100 stærstu fyrirtækja landsins og er númer 40 á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2012. Hjá félaginu eru yfir 30.000 viðskipta vinir og er félagið með um 11% af heildar­ iðgjöldum á vátrygginga markað ­ inum. Af þessum árangri erum við ákaflega stoltar.“ hvaða árangur eru þið ánægð- astar með innan Varðar að undanförnu? „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með þann við ­ snúning sem hefur orðið á rekstri félagsins en það eru ekki mörg ár síðan félagið var rekið með miklu tapi. Tekist hefur að koma á fót öflugu félagi sem veitir þremur rótgrónum vátryggingafélögum verðuga samkeppni. Með hverju árinu verðum við sterkari, ekki bara fjárhagslega, heldur sýna mælingar að ímynd félagsins er góð og að okkar mati er ljóst að félagið á enn góð sóknarfæri á markaðinum. Við erum minnsta félagið á markaðinum, og vorum óþekkta félagið, en með miklum vilja og metnaði hefur starfsfólkinu tekist að byggja upp öflugt fyrirtæki á aðeins fáeinum árum. Við erum mjög stoltar af þátttöku okkar í þessu starfi. Við erum líka ákaflega stoltar af því að viðskiptavinir félagsins séu meðal þeirra ánægðustu á markaðinum. Það segir meira en þúsund orð um árangurinn sem náðst hefur.“ hvernig metið þið vænt ing arn ar í atvinnulífinu eftir kosningar? „Það er gríðarlega mikilvægt að hin margumræddu „hjól atvinnulífsins“ fari að snúast hraðar. Væntingarnar um betri tíma eru til staðar en það er mikilvægt að við förum að sjá breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Hækkun skatta almennt og álagning sérstaks fjársýsluskatts hefur haft íþyngjandi áhrif á rekstur Varðar og lagt stein í götu okkar þegar kemur að vexti og mannaráðningum. Við kjós um hins vegar að horfa til framtíðar og teljum að fram ­ undan séu bjartari tímar fyrir atvinnulífið.“ hvernig er staðan hjá Verði varðandi lögin um kynja hlut- föll í stjórn sem taka gildi 1. september nk.? „Vörður uppfyllir þegar ákvæði nýrra laga um kynja ­ hlutföll í stjórnum fyrir ­ tækja sem taka gildi hinn 1. september nk. Í stjórn félags ­ ins eru fimm, þar af tvær kon ur. Stjórnin er skipuð þeim Guðrúnu Blöndal og Mört hu Eiríksdóttur, Jóni Björnssyni, Jens Erik Christ en­ sen og Janus Petersen. Jafn ­ framt er jafnt kynjahlutfall í fram kvæmdastjórn félags ­ ins þar sem eiga sæti þrjár konur og þrír karlar. Fram ­ kvæmdastjórnina skipa auk okkar þriggja þeir Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri, Sigurður Óli Kolbeinsson, fram kvæmdastjóri vátrygginga ­ sviðs, og Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri sölu­ og þjónustusviðs. Einnig má til gamans geta að kynjaskipting meðal þeirra 70 starfsmanna sem fastráðnir eru hjá félaginu er hnífjöfn sem er í raun ekkert annað en skemmtileg tilviljun. Það verð­ ur samt ekki annað sagt en að jafnræðið sé í hávegum haft hjá Verði.“ Er Vörður með sérstaka form - lega jafnlaunastefnu? „Vörður er með formlega jafnréttisstefnu en innan hennar er sérstaklega tekið á launajafnrétti. Það er markmið okkar að konur og karlar njóti sömu launakjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Til að framfylgja þessu hefur félagið nýlega látið framkvæma jafnlaunaúttekt í samvinnu við PWC og erum við gríðarlega stoltar af þeim niðurstöðum sem hún gaf. Þar fékkst staðfest að laun karla og kvenna eru mjög jöfn hjá félaginu. Niður stöður úttektarinnar voru jákvæðar með tilliti til sögulegs launamismunar karla og kvenna því þar kom fram að heildarlaun kvenna hjá félaginu væru 2% hærri en heildarlaun karla þegar búið var að taka tillit til áhrifa vegna aldurs, starfsaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu í skipuriti og vinnustunda eins og gert er í þessum úttektum. Slíkar niðurstöður staðfesta að fyrirtækið greiðir jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Þetta eru okkur gríðarlega mikilvægar niðurstöður því þær segja töluvert til um stöðu þessara mála hjá fyrirtækinu og eru til þess fallnar að laða að hæfasta starfsfólkið og stuðla að jákvæðri ímynd fyrirtækisins.“ „Samkvæmt nýlegri úttekt PWC greiðir Vörður jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf sem við erum mjög stoltar af í ljósi sögulegs launa­ munar kynjanna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.