Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 10
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR foreldra og þó sérstaklega á konuna. Konan ýmist velur að fara ekki í greiningu, eða fer í greiningu og í kjölfarið í fóstureyðingu eða ekki í fóstureyðingu. Með því að geta valið hvort það barn sem hún ber undir belti muni lifa eða deyja tekur konan í einhverj- um skilningi á sig ábyrgð á því hvernig sá einstak- lingur er og verður sem hún mun fæða. Ábyrgðin felst meðal annars í því að ef tiltekinn galli er þekktur og konan velur að ganga engu að síður með barnið þá hefur hún í raun tekið ákvörðun sem hún þurfti ekki áður að taka. Segja má að hinn nýi einstaklingur sé ekki lengur einungis í Guðs hendi heldur er líf hans eða dauði, jafnvel heilbrigði eða fötlun, einnig í hendi hinnar verðandi móður. Allt það val sem hér um ræðir eykur álag og áhyggjur kvenna á meðgöngunni og getur því jafnvel breytt eðli þeirrar upplifunar sem meðgangan er. Pað er því mikilvægt að notkun skimprófa og greiningar- prófa sé ígrunduð af skynsemi og byggi á faglegum grunni. Kæruleysisleg nolkun þeirra getur haft skað- leg áhrif á líf verðandi foreldra og jafnvel framtíð bams. Mikilvægt er að stilla fólki ekki upp frammi fyrir valkostum sem eru þeim fremur til ógagns en gagns. Siðferðisleg staða fóstursins Erfitt er að ræða um boðlega valkosti án þess að leiða hugann að siðferðislegri stöðu fóstursins. Sú umræða er þó ávallt erfið og mun ég ekki reyna að draga neinar afgerandi línur eða setja fram algildar skil- greiningar í því efni. Pó vil ég taka undir þá skoðun að siðferðisleg staða fóstursins styrkist er á líður meðgönguna. I ljósi þessarar forsendu má kannski segja að í upphafi meðgöngunnar eigi fóstrið ekki hlut að máli. Flest erum við þó á þeirri skoðun að nýtt líf, eftir að það hefur kviknað, á rétt á meiri virðingu en til dæmis táneglur eða hár. Þegar líður á með- gönguna sýnum við því lífi sem hér um ræðir meiri tillitssemi og virðingu. í lok meðgöngutímans nær það siðferðislegri stöðu nýfædds barns og verður óumdeilanlega aðili máls. Því til stuðnings má benda á hin erfiðu tilvik þar sem kona er jafnvel látin gang- ast undir keisaraskurð gegn vilja sínum til að bjarga lífi barnsins. Hér er hið ófædda barn einnig orðið skjólstæðingur læknisins og er réttur þess til lífs og velferð þess orðið vilja móður yfirsterkari. Það er erfitt að segja hvenær barn nær þessum rétli. Heil- brigt barn virðist öðlast sjálfstæðan rétt til lífs á undan barni sem ekki er heilbrigt. Ef sú er raunin þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju það er og hvaða rök liggja því til grundvallar. Ein sterkasta réttlætingin fyrir því að ljúka meðgöngu langt geng- ins fósturs (20 vikur) er sú að líf þess yrði erfitt og þjáningarfulll og þar með ekki þess virði að lifa því. Einnig má benda á rök þess eðlis að líf aðstandenda yrði erfitt og umönnun barns of krefjandi ef það myndi lifa. Hér þarf að yfirvega hvaða gallar eða sjúkdómar falla undir þessa lýsingu og réttlæta það að bjóða upp á þann valkost að ljúka meðgöngunni. í tilvikum fóstra með Downs heilkenni þurfum við að spyrja þeirrar spurningar hvort ofangreind rök eigi við. Það er umhugsunarvert að nýfætt barn með Downs heil- kenni virðist njóta nákvæmlega sama réttar til lífs og önnur börn og vafasamt væri til dæmis að bjóða þann valkost að gera ekki einfalda hjartaaðgerð á nýfæddu barni og bíða þess að það deyi af þeirri einu ástæðu að barnið væri með Downs heilkenni. Ef rétt er að bjóða fóstureyðingu við 20 vikna meðgöngu vegna þessa heilkennis þá byggist það væntanlega á því að siðferðisleg staða fósturs með Downs heilkenni er á því stigi veikari en fóstra sem ekki hafa sjáanlega galla. I Ijósi dæmisins virðist þó barn með Downs heilkenni hafa sambærilegan rétt og heilbrigt barn við fæðingu en það er ljóst að það öðlast hann síðar á meðgöngunni. Við þurfum að skoða þau rök sem þar liggja lil grundvallar og vera sátt við þau. Þau eru forsenda þess að það sé faglega rétt að bjóða upp á þann valkost að eyða fóstri með Downs heilkenni á því stigi meðgöngunnar þegar almennt er talið rangt að eyða heilbrigðum fóstrum. Viðhorf fagmannsins Frá sjónarhóli fagmannsins eru takmörk fyrir þeirri þjónustu sem hann getur boðið upp á. Þótt heilbrigð- isstarfsmaður búi yfir tiltekinni, tæknilegri getu, þá er ekki þar með sagt að sjúklingar eigi heimtingu á að fá slíka þjónustu. Sjúklingur er ekki neytandi þjónust- unnar í sama skilningi og þegar gengið er inn í verslun og keypt það sem hugurinn gimist. Læknirinn er með öðrum orðum ekki ofurseldur vilja sjúklingsins, þvert á móti er hann ávallt bundinn af því að starfa í anda fags síns og verður að stefna að því að starfa innan þess ramma sem fagið setur honum. Það hlutverk sem þyngst vegur í starfi heilbrigðisstétta er að lækna og líkna og þau gildi sem vega þyngst eru lífið og heilsan. Sjálfræði eða vilja sjúklingsins og þeirra sem næsl honum standa ber tvímælalaust að virða og þá á þann hátt að ekki sé hægt þvinga nokkurri meðferð upp á einstakling gegn vilja hans (sé hann með réttu ráði og rænu). Það er mikill munur á þessu og þeirri staðhæf- ingu að til að virða sjálfræði sjúklings sé nauðsynlegt að hann eigi rétt á meðferð að eigin vali. Þegar læknir setur fram valkosti í kjölfar fósturgreiningar er mikil- vægt að hann íhugi hvaða valkostir eru innan faglegs ramma. Rangt er að bjóða valkost sem ekki er fagleg- ur þó hann sé tæknilega mögulegur. Má þá aftur nefna að þótt tæknilega sé hægt að skera úr um hvort fóstur er drengur eða stúlka þá væru það ekki fagleg vinnubrögð að bjóða fóstureyðingu vegna þess að kyn fóstursins væri ekki í samræmi við óskir fjölskyldunn- ar. Færa má rök fyrir því að með því að bjóða slíkan valkost væri læknirinn fremur að skaða hagsmuni skjólstæðings síns en að auka sjálfræði hans. 10 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.